Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 42
42 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010 Þ að eru ekki allir jafn hrifnir af skötunni á Þorláksmessu. Þessi ágæti og illa lyktandi réttur er þó nánast ómissandi í jólastemninguna en það gæti kannski borgað sig að hafa einn auðmeltari hliðarrétt til taks ef börnin og aðrir þora ekki að taka í tindabikkjuna. Uppskriftin er hversdagsleg og einföld en afar ljúffeng og barnvæn(inniheldur t.d. tómatsósu) og tilvalið að nota réttinn sem aðalrétt þegar mikið liggur við. Hann nýtur mikillar hylli á meðal barna, sem elska sósuna, og ekki finnst þeim það verra að rétturinn heitir einfaldlega bleika drullan. 1 kíló útvatnaður saltfiskur 2-3 hvítlauksrif, fínt söxuð 1 laukur, saxaður 2 gulrætur, skornar í strimla 2 tómatar, saxaðir fersk steinselja 3 msk. sojasósa 5 msk. tómatsósa 1/2 lítri matreiðslurjómi fiskkraftur, einn teningur Steikið hvítlauk og lauk við vægan hita á pönnu og þar næst gulrætur. Steikið þar til gulræturnar eru farn- ar að mýkjast. Bætið tómöt- um út í og steikið við miðl- ungshita í ca. 10 mínútur og hrærið reglulega í. Bætið svo rjóma, tómatsósu, soja- sósu, fiskkrafti og steinselju út í. Smakkið til og saltið með sojasósu ef þurfa þykir. Skerið saltfiskinn í aflöng stykki og bætið út í sósuna. Eldið við vægan hita þar til fiskurinn er eldaður, gætið þess þó að ofelda hann ekki. Að lokum má skreyta með steinselju. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum. Bleikur saltfiskur á Þorlák Skemmtilegur og ljúffengur réttur sem tilvalinn er sem hliðarréttur við skötuna á Þorláksmessu ... kannski borgar sig að hafa einn auðmeltari hliðarrétt til taks ef börnin og aðrir þora ekki að taka í tindabikkjuna. Jólasnakk Hvað á að gera við alla mataraf- gangana um jólin? Margir brytja allt niður í pott og bera fram í tartalettum en af hverju ekki að skella í einn góðan afgangaborg- ara? Hann getur verið með hvaða brauði sem er, þess vegna bara ristuðu samlokubrauði. Rífið svo niður kjöt gærdagsins á milli og bætið við súrum gúrkum, rauðkáli og slettu af sósunni og þar með er komið fínasta snakk. Heimalagað súkkulaðisíróp út á jólaísinn Súkkulaðisíróp 3 dl vatn 3 dl sykur 1,5 dl kakó 1/4 tsk. salt 1 tsk. vanilludropar Hrærið saman vatni og kakói og hitið. Bætið sykri út í og sjóðið í 10-15 mínútur þar til sírópið byrjar að þykkna. Slökkvið undir, hrærið vanillu og salti út í. Setjið í hrein ílát. Sírópið þykknar enn frekar þegar það kólnar. Mjög gott út í mjólk, á ísinn eða í mjólkurhristinginn. Góður gljái á hamborgar- hrygginn Uppskrift: Friðgeir Ingi Eiríks- son, yfirkokkur á Holtinu Gljái á hamborgarhrygg 4 msk. tómatpúrra 2 msk. dijon-sinnep 4 msk. púðursykur 500 ml rauðvín kanilstöng 2 negulnaglar 1 dl balsamic-edik Smávegis ananassafi Allt sett í pott og soðið niður mjög varlega. Gott ráð: Hafið lok á pottinum en smá rifu svo að það nái að sjóða niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.