Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 42
42 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010
Þ að eru ekki allir jafn hrifnir af skötunni á Þorláksmessu. Þessi
ágæti og illa lyktandi réttur
er þó nánast ómissandi í
jólastemninguna en það gæti
kannski borgað sig að hafa
einn auðmeltari hliðarrétt til
taks ef börnin og aðrir þora
ekki að taka í tindabikkjuna.
Uppskriftin er hversdagsleg
og einföld en afar ljúffeng
og barnvæn(inniheldur t.d.
tómatsósu) og tilvalið að
nota réttinn sem aðalrétt
þegar mikið liggur við. Hann
nýtur mikillar hylli á meðal
barna, sem elska sósuna, og
ekki finnst þeim það verra að
rétturinn heitir einfaldlega
bleika drullan.
1 kíló útvatnaður saltfiskur
2-3 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, skornar í strimla
2 tómatar, saxaðir
fersk steinselja
3 msk. sojasósa
5 msk. tómatsósa
1/2 lítri matreiðslurjómi
fiskkraftur, einn teningur
Steikið hvítlauk og lauk
við vægan hita á pönnu og
þar næst gulrætur. Steikið
þar til gulræturnar eru farn-
ar að mýkjast. Bætið tómöt-
um út í og steikið við miðl-
ungshita í ca. 10 mínútur og
hrærið reglulega í. Bætið
svo rjóma, tómatsósu, soja-
sósu, fiskkrafti og steinselju
út í. Smakkið til og saltið
með sojasósu ef þurfa þykir.
Skerið saltfiskinn í aflöng
stykki og bætið út í sósuna.
Eldið við vægan hita þar til
fiskurinn er eldaður, gætið
þess þó að ofelda hann ekki.
Að lokum má skreyta með
steinselju. Berið fram með
kartöflum eða hrísgrjónum.
Bleikur
saltfiskur
á Þorlák
Skemmtilegur og ljúffengur réttur sem tilvalinn er sem
hliðarréttur við skötuna á Þorláksmessu
... kannski borgar sig að hafa
einn auðmeltari hliðarrétt til
taks ef börnin og aðrir þora
ekki að taka í tindabikkjuna.
Jólasnakk
Hvað á að gera við alla mataraf-
gangana um jólin? Margir brytja
allt niður í pott og bera fram í
tartalettum en af hverju ekki að
skella í einn góðan afgangaborg-
ara? Hann getur verið með hvaða
brauði sem er, þess vegna bara
ristuðu samlokubrauði. Rífið svo
niður kjöt gærdagsins á milli og
bætið við súrum gúrkum, rauðkáli
og slettu af sósunni og þar með er
komið fínasta snakk.
Heimalagað
súkkulaðisíróp
út á jólaísinn
Súkkulaðisíróp
3 dl vatn
3 dl sykur
1,5 dl kakó
1/4 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
Hrærið saman
vatni og kakói
og hitið. Bætið
sykri út í og
sjóðið í 10-15
mínútur þar til
sírópið byrjar
að þykkna.
Slökkvið
undir, hrærið
vanillu og salti
út í. Setjið
í hrein ílát.
Sírópið þykknar
enn frekar þegar það kólnar.
Mjög gott út í mjólk, á ísinn eða í
mjólkurhristinginn.
Góður gljái á
hamborgar-
hrygginn
Uppskrift: Friðgeir Ingi Eiríks-
son, yfirkokkur á Holtinu
Gljái á hamborgarhrygg
4 msk. tómatpúrra
2 msk. dijon-sinnep
4 msk. púðursykur
500 ml rauðvín
kanilstöng
2 negulnaglar
1 dl balsamic-edik
Smávegis ananassafi
Allt sett í pott og soðið niður
mjög varlega.
Gott ráð: Hafið lok á pottinum
en smá rifu svo að það nái að
sjóða niður.