Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 54
Heimalitaðar augabrúnir Þú hefur misst allan lit úr auga- brúnum og þarft nauðsynlega að gera þér ferð á næstu snyrtistofu. En það er ekki eina lausnin. Tana haarfarbe er þýskur hárlitur sem fæst í næsta apóteki. Hann er sérgerður fyrir augabrúnir og augnhár og hægt er að gera þetta sjálfur á stuttum tíma. Þú berð þetta á augabrúnirnar, lætur það liggja á í um tíu mínútur og skolar svo af. Brúnirnar verða vel sýnilegar næstu vikur. Liturinn er fjölnota og hægt er að nota hann í nokkur skipti. 54 tíska Helgin 23.-26. desember 2010 Miðvikudagur Skór: Forever21 Leggings: Gina tricot Skyrta: Primark Jakki: New look Trefill: Forever21 Fimmtudagur Skór: H&M Sokkar: Oroblu Stuttbuxur: New look Bolur: Zara Golla: H&M Vesti: Zara Mánudagur Skór: Zara Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Sautján Belti: H&M Bolur: Only Peysa: Gina Tricot Þriðjudagur Skór: Hagkaup Leggings: Vero Moda Klútur: Speedo-sundbolur, intersport Jakki: H&M Trefill: Sautján 5 dagar dress tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Kaupæðisbrjálæði Ég á alltof mikið af skóm. Alltof mikið af fötum yfirhöfuð. Jafnvel föt sem ég fer sjaldan í. En á hverjum morgni er ég í basli. Hendi öllum mínum flíkum á gólfið, með vonarglætu um að finna eitt- hvað til þess að klæðast. Skápurinn tæmist. Horfi svo óþreyjufullum augum á fatahrúguna og dæsi. Þetta bar engan árangur. Ég sný mér svo við og tek upp kjólinn sem ég enda alltaf í. Flestum konum finnst gaman að versla. Það er staðreynd. Með kaupæðisbrjálæði í augunum og síðustu aurana í höndunum hafa þær það eina markmið að handsama það fallegasta sem augað grípur. Sama hvað það kostar. Græðgin yfir- tekur allt. Konur berjast með kjafti og klóm um sama hlutinn, rífa hann á milli sín og á endanum stendur uppi einn sigurvegari. Með dýrkeyptan grip í pokanum og ánægður heldur sigurvegar- inn heim. En hversu mikið notagildi hefur þessi ákveðni gripur? Mun hann verða óaðskiljanlegur frá eiganda sínum næstu vikur og mánuði? Eða mun hann safna ryki nokkrum dögum eftir kaup- in og gleymast fljótt? Það er nefnilega málið. Við megum ekki stanslaust brenna okkur á því sama. Ekki henda okkur í kaupin án þess að staldra aðeins við. Spyrja sjálfar okkur hvort gripurinn sé þess virði. Hvort hann verði vel notaður. Málið er ekki að líka við það sem við keyptum. Við verðum að elska það. Ég get auðvitað aðeins talað fyrir sjálfa mig en ég get líka alveg fullyrt að ég er ekki ein í þess- ari stöðu. Við gerum auðvitað oft kjarakaup og göngum ánægð út úr búðinni með fullan poka af glaðningi handa sjálfum okkur en þurfum líklega að vanda valið betur og vera ákveðin í hvað við munum nota og hvað ekki. Það er leiðinlegt að enda alltaf með að ganga í sömu, gömlu flíkunum og sitja uppi með nýjar vörur sem enn hafa ekki verið teknar úr pokanum. Mikil stefnu- breyting Tískuvöruverslunin Levi’s hefur nýlega sent frá sér nýju gallabuxnalínuna Curve ID. Línan leggur mikla áherslu á að hver kona finni buxur fyrir sinn líkams- vöxt. Þessi stefnubreyting átti sér langt upphaf. Mikil rannsóknarvinna var sett í gang víðsvegar um heiminn sem tók um átján mánuði. Viðtöl voru tekin við 60.000 konur í þrettán löndum og líkamar þeirra grandskoð- aðir til þess að fá nákvæmar Dreymir um að verða engill Leikkonan Whitney Port, sem frægust er fyrir leik sinn í þáttunum The Hills, lýsti því nýlega yfir að hennar heitast ósk væri að verða engill hjá undirfatafyrirtækinu Vic- toria’s Secret. Áður fyrr var hún kölluð litli ljóti andar- unginn sem enginn tók eftir og segir hún að nú sé tími til kominn að leyfa þokkanum að njóta sín. Hana langar að leggja sig alla fram við fyrir- sætustörf og dreymir um til- boð frá fyrirtækinu. mælingar og tölfræði. Levi’s hratt af stað alvöru þrautagöngu sem mörg fyrirtæki munu líklega taka upp. Curve ID-línan er fáanleg í flestum Levi’s búðum víðsvegar um heim, þar á meðal hér á landi. Föstudagur Skór: Hagkaup Leggings: Oroblu Sokkar: Bónus Kjóll: Original Hattur: H&M Taska: TopShop Sýna hugrekki í klæðavali Sylvía Briem Friðjónsdóttir er 21 árs og hefur mikinn áhuga á handbolta, ferðalögum, ljós- myndun og leiklist. Hún vinnur í Ölgerðinni og er auk þess sölumaður hjá Maybelline og L’Oréal. ,,Ég kaupi þau föt sem mér finnst rosalega flott — mest þau sem bera af og eru öðruvísi – en fell alls ekki fyrir öllu. Mér finnst gaman að vera öðruvísi og sýna smá hugrekki í klæðavali,” segir Sylvía. Það er misjafnt hvaðan fólk fær innblástur að tísku og svörin sennilega jafnmörg svarendunum. ,,Ég les Vogue, Ok magazine og fleiri tískublöð. Svo fylgist maður mikið með frægu stelpunum í öllum þessum blöðum. Cheryl Cole finnst mér standa upp úr. Hún er alltaf jafn glæsileg. Svo skoða ég líka mikið internetið og dett inn á sænskar bloggsíður. Innblástur kemur eiginlega úr öllum áttum, held ég.“ LAUGAVEGUR 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.