Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 49
V ið hjá Bílabúð Benna óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleði og friðar yfir hátíðarnar og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Þann 7. desember lagði Bílabúð Benna sitt af mörkum til samfélagsins með því að færa matargjöf til sameiginlegs átaks Mæðrastyrksnefndar, Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar. Jólagjöf frá Bílabúð Benna. Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - benni@benni.is Gleðilega hát íð leikhús 49 Helgin 23.-26. desember 2010 B æði leikhúsin leituðu út fyrir landsteinana að leikstjórum og fengu unga menn á hraðri uppleið í leikhúsheiminum til þess að setja Lé konung og Ofviðrið á svið. Ástralinn Benedict Andrews, sem leikstýrir Lé konungi, er einn eftirsóttasti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum í dag. Hann hefur leikstýrt í mörgum virtum leikúsum í Ástralíu og víðar en vegur hans fór fyrst vax- andi þegar hann haslaði sér völl í Þýskalandi þar sem hann hefur sett upp f jölda sýninga hjá hinu rómaða leik- húsi Schaubuehne í Berlín. Þá hef- ur kastljósið enn frekar beinst að Andrews eftir að hann leik- stýrði stórstjörnunni Cate Blanchett í sýningu byggðri á leikritum Shakespeares um Rósastríðin. Lér konungur er með þekkt- ustu harmleikjum Shake - speares þar sem vald, dramb, græðgi og grimmd eru í for- grunni uppgjörs hins aldna Lés konungs við dætur sínar, líf sitt og umhverfi. Arnar Jónsson fer með titilhlutverkið en með- al annarra leikara í sýningunni eru Atli Rafn Sigurðarson, Álfrún Helga Örnólfsdótt- ir, Eggert Þorleifsson, Mar- grét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gestsson. Helga I. Stefánsdóttir sá um búninga í sýningunni og Börkur Jónsson gerði sviðs- myndina. Þórarinn Eldjárn er til- efndur til Íslensku þýðingaverð- launanna fyrir nýja þýðingu sem hann gerði á Lé konungi fyrir Þjóðleikhúsið. Öllu meiri léttleiki svífur yfir vötnum í Ofviðrinu en í harm- sögu Lés en hér er allt löðrandi í glensi, ást og sterkum hvötum. Litháinn Oskaras Korsunovas leikstýrir verkinu í Borgarleik- húsinu. Frá 1990 hefur Oskaras sviðsett á fjórða tug leikrita í Litháen og annars staðar og er meðal eftirsóttustu leikstjóra heims um þessar mundir. Ofviðrið á sér stað á ótil- greindri eyju í ríki hugarflugs- ins þar sem Prospero ræður ríkjum. Þar hefur hann búið í útlegð árum saman. Þegar óveð- ur skolar skipi þeirra sem sviku Prospero á land á eyjunni gefst langþráð tækifæri til hefnda. Atburðarásin sem tekur við er fjörleg þar sem æðri og lægri hvatir takast á. Ingvar E. Sigurðsson leik- ur Prospero en í leikarahópn- um eru meðal annarra Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Þá skipa dansarar úr Íslenska dansflokkn- um veigamikinn sess í sýning- unni. Þýðingin á Ofviðrinu er eftir Sölva Björn Sigurðsson. Filippía Elísdóttir hannaði búningana í sýningunni en Vy- tautas Narbutas gerði sviðs- myndina. Filippía hefur hannað bún- inga fyrir fjölda leiksýninga hjá f lestum leikhúsum landsins. Þeirra á meðal Leitt hún skyldi vera skækja, Meiri gauragang, Engispretturnar og Virkjunina í Þjóðleikhúsinu. Einnig gerði hún búninga fyrir Draum á Jónsmessunótt, Hamlet og Rík- arð þriðja í samstarfi við Narbu- tas og aðstoðaði hann einnig við búninga fyrir Kirsuberjagarð- inn. Þjóðleikhúsið frumsýnir Lé konung á öðrum degi jóla og þremur dögum síðar, 29. des- ember, frumsýnir Borgarleik- húsið Ofviðrið. toti@frettatiminn.is  stóru leikhúsin Bæði með stórar shakespeare-sýningar Stóru Shakespeare-jólin Enski skáldjöfurinn William Shakespeare verður fyrirferðarmikill í íslensku menningarlífi milli jóla og nýárs en þá verða frumsýnd tvö sígild verk úr smiðju þessa mikla meistara leikbókmenntanna. Arnar Jónsson leikur Lé konung í Þjóðleikhúsinu en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Prosperos í Ofviðrinu í Borgarleikhúsinu. Harmur og ofbeldi kveðja dyra hjá Lé konungi sem missir tökin á umhverfinu þegar hann ákveður að skipta ríki sínu á milli dætra sinna. Arnar Jónsson leikur hinn harmræna konung í Þjóð- leikhúsinu. Galsi og fjörugt hvatalíf ráða ríkjum á eyju Prosperos sem Ingvar E. Sigurðsson leikur í Ofviðrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.