Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 22
2. sæti Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson „Virðist ósköp sundurlaust í fyrstu og erfitt yfirferðar, en svo fara brotin að falla saman og úr verður undirfurðulegur og skemmtilegur sagnaheimur.“ – Egill Helgason. „Bragi er einhver lúmskasti húmoristi landsins, og þessi bók er listasmíð, stútfull af skemmtilegum sögum og pælingum um bóhemlíf og brostnar vonir.“ – Hrafn Jökulsson. 3. sæti Missir eftir Guðberg Bergsson „Aldraður meistarinn fjallar um ell- ina – sem hann hefur reyndar gert oft áður, allt frá því hann var ungur maður. Ferlega fín lítil skáldsaga.“ – Egill Helgason. „Hinn hægi dauði líkama og sálar í meitlaðri nóvellu.“ – Páll Baldvin Baldvinsson. 4. sæti Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur „Vandmeðfarin saga sem Kristín hefur slípað og spunnið á hárréttan hátt. Ég vona svo sannarlega að sem flestir gefi sér tíma til að lesa þessa sögu.“ – Bryndís Loftsdóttir. „Dásamlega vel skrifuð bók og nístandi falleg. Söguefnið er að sönnu átakanlegt en heiðríkjan í frásögninni situr eftir í huga les- andans. Get varla beðið eftir næstu bók Kristínar.“ – Hrafn Jökulsson. 5. sæti Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju „Meitlað meistaraverk sem hefur alla burði til að verða sígilt.“ – Bryndís Loftsdóttir. 2. sæti Sovét-Ísland eftir Þór Whitehead „Nýjar og fróðlegar upplýsingar um starfsemi kommúnista á Íslandi og ekki spillir fyrir að allt saman er þetta mjög spennandi.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir. „Spennandi og áhugaverð frásögn Þórs Whitehead um hreyfingu kommúnista á Íslandi. Þór heldur því fram að hún hafi verið betur skipulögð og herskárri en margir hafa haldið – rök hans eru býsna sannfærandi. Hvað var til dæmis allt þetta fólk að gera í byltingar- skóla í Moskvu?“ – Egill Helgason. 3. sæti Sveppabókin eftir Helga Hallgrímsson „Heillandi grundvallarrit um nátt- úrufræði eftir mann sem hefur lifað og hrærst í faginu. Það er Helgi sjálfur sem hefur uppgötvað stóran hluta sveppanna sem fjallað er um í bókinni og gefið þeim nöfn. Þarna birtist ævistarf merkilegs vísindamanns.“ – Egill Helgason. 4. sæti Þóra biskups og raunir ís- lenskrar embættismannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttur „Ég var mjög hrifin af þessari bók. Þarna er dregin upp mjög áhrifa- mikil mynd af Þóru og fjölskyldu hennar.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir. 5. sæti Birgir Andrésson – Í íslenskum litum eftir Þröst Helgason „Þetta er einfaldlega afar góð bók um einn okkar merkasta samtíma- listamann.“ – Bryndís Loftsdóttir. Einnig nefndar: Íslensk barnaorðabók Ingrid Markan, Laufey Leifsdóttir og Anna Cynthia Leplar „Merkileg tilraun sem ætti að vera öllum börnum aðgengi- leg.“ – Páll Baldvin Baldvinsson. Veiðimenn norðursins eftir Ragnar Axelsson „Stórvirki, upplýsandi texti og flottar myndir – jafnvel í stærra lagi.“ – Páll Baldvin Baldvinsson. Rannsóknarskýrsla Alþingis „Aldrei hefur jafn góð bók komið út á vegum íslenska ríkisins ef undan eru skilin Skólaljóðin sem Námsgagna- stofnun gaf út á sínum tíma.“ – Bryndís Loftsdóttir. Nýlistasafnið 1978-2008 eftir Tinnu Guðmundsdóttur „Mikilvæg heimild um nálæga og hreyfingarmikla tíma í samtímalist.“ – Páll Baldvin Baldvinsson. Álitsgjafar: Egill Helgason Páll Baldvin Baldvinsson Bryndís Loftsdóttir Hrafn Jökulsson Kolbrún Bergþórsdóttir. Ómótstæðileg saga um gamlan mann Ómögulegt er að bregða mælistiku á skáldverk og aðrar bækur eða mæla gæði þeirra með öðrum hefðbundnum mælitækjum. Hver lesandi er í raun hinn eini sanni mælikvarði og gæðamatið afar persónubundið. Fréttatíminn fékk nokkra vel þekkta bókaorma, sem hafa legið yfir lestri undanfarnar vikur, til að velja bestu bækur þessa árs úr flokki skáldverka og bóka almenns og fræðilegs efnis að meðtöldum ævisögum. Þessi rannsókn er vitaskuld eins óvísindaleg og hugsast getur en sam- hljómurinn hjá álitsgjöfunum var þó mikill, ekki síst þegar skáldskapurinn er annars vegar og þar þykir Bergsveinn Birgisson eiga bestu bók ársins, Svar við bréfi Helgu. Besta bók ársins 2010 Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson „Sérlega fallegur tónn í þessari frásögn eftir ungan höfund sem er að skrifa um gamlan mann uppi í sveit og er ekki hræddur við að nota skrítið og skemmtilegt orðfæri.“ – Egill Helgason. „Bergsveinn svarar vel þeim vonum sem fyrsta skáldsaga hans vakti.“ – Páll Baldvin Baldvinsson. „Dásamleg saga, laus við allsnægta- og kreppuhjal síðasta áratugar. Afar íslenskt verk fyrir utan að vera líka fyndið!“ – Bryndís Loftsdóttir. „Hver hefði trúað því að skriftamál gamals bónda yrðu efniviður í met- sölubók? Bergsveinn er stílisti af guðs náð og hefur numið af gömlum sagnamönnum, svo úr verður ómótstæðileg saga.“ – Hrafn Jökulsson. Besta bókin í flokki ævisagna, fræðirita og bóka almenns efnis 2010 Gunnar Thoroddsen – Ævisaga eftir Guðna Th. Jóhannesson „Gunnar var áhugaverður maður, barn síns tíma, það var mulið undir hann, hann fékk fínustu embætti og hann var partur af hinu mikla valdakerfi Sjálfstæðisflokksins. Svo komst hann upp á kant við það en náði að verða forsætisráðherra með mikilli kænsku.“ – Egill Helgason. 22 bestu bækur ársins Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.