Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 31
D ísella er komin heim. Það fer ekkert á milli mála. Íbúð móður hennar á Seltjarnar­ nesi er full af barna­ dóti og leikgrind fyllir út í forstofu­ holið. „Mamma var að hafa áhyggjur af því að það þyrfti að taka til áður en þú kæmir. En þetta dót er allt eftir mig!“ útskýrir Dísella og hlær. Móð­ ir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir, brosir, býður upp á sælgæti og er greinilega allt annað en óánægð með innrás litlu fjölskyldunnar. Dísella og eiginmaður hennar, Teddy Kernizan, eignuðust sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári, fagur­ eygan snáða sem fékk nafnið Bjartur Lárus. Árið 2010 hefur því verið við­ burðaríkt að öllu leyti. „Þetta er búið að vera æðislegt ár! Ég byrjaði á að ljúka sýningum á Ástardrykknum í Íslensku óperunni hérna heima. Fór svo út og eignaðist hann, litla gullmolann minn,“ segir Dísella og horfir á Bjart Lárus þar sem hún situr með hann í fanginu á stofugólfinu. Aðeins tveimur vikum eftir að Bjartur Lárus fæddist þurfti Dísella að fara til New York til að æfa óper­ ettuna Candide eftir Leonard Bern­ stein sem sett var upp með Colonial Symphony í New Jersey. „Ég hafði látið vita af því að ég væri ófrísk en þau sögðust samt endilega vilja hafa mig með. Þannig að ég sló til. Fyrst var ég hrædd um að þetta væri of stuttu eftir fæðinguna. En þetta gekk allt upp. Þar sem þetta var konsert­ uppfærsla fékk ég að sitja á sviðinu og stóð bara upp til að syngja. Það hjálpaði mikið! Svo hef ég verið mjög upptekin við að syngja hér og þar síð­ an. Það erfiðasta var þegar ég þurfti að fara til Ekvador og Perú í tíu daga í sumar. Ég þorði ekki að taka son minn með af ótta við malaríusmit og aðra sjúkdóma. Hann var því heima hjá ömmu sinni og afa á meðan. Ég var með brjóstapumpuna, vinkonu mína, með í för. Svo fór hann beint á brjóstið þegar ég kom aftur.“ Verk­ efnið sem Dísella fékk í Ekvador og Perú var ekki af verri endanum: Fjórða sinfónía Mahlers með sinfón­ íuhljómsveitinni YOA Orchestra of the Americas. Stjórnandi hennar er Dante Anzolini og listrænn stjórn­ andi hljómsveitarinnar enginn annar en gulltenórinn Placido Domingo. Starfsárið endaði svo heldur betur vel. Dísella var kölluð til New York til að syngja fyrir hjá Metropolitan­ óperunni og í kjölfarið fékk hún starfssamning þar, í annað skipti á ævinni. „Þetta hefur verið mjög gott ár! Nútímatónlist er kannski ekki mitt uppáhald en mér er alveg sama. Ef ég fengi bassahlutverk við Met­ ropolitan þá myndi ég syngja það! Ég syng hvað sem er fyrir þau.“ Dísella býr úti í Bandaríkjunum en segist alltaf vera með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti til Bandaríkjanna í lok ársins 2003 til að læra söng við Westminster Choir College of Rider University. Þar lauk hún meistara­ gráðu árið 2005 og státar af þeim til­ komumikla titli „master of music“. Þar kynntist hún einnig Teddy, sem er einleikari á píanó. Fylgir fjölskyldan þér til New York? „Já, við Teddy skiljum hvort annað og þessi litli strákur hefur bara lært að bíða eftir mömmu á meðan hún er að syngja,“ segir Dísella og horfir hlýlega á Bjart Lárus. „Hann hlust­ ar á músík allan daginn, greyið. En hann er mjög sáttur við það. Honum finnst rosagaman að glamra á píanó­ ið sjálfum. En hann ætlar að verða arkitekt, lögfræðingur eða tann­ læknir! Ekki tónlistarmaður. Við erum alveg með það á hreinu. Hann ætlar að vera sniðugur og sjá fyrir aumum foreldrum sínum sem eru báðir tónlistarmenn,“ segir Dísella og hlær. „Nei, ég segi svona.“ Hefur það breytt þér að verða mamma? „Já, ég er orðin miklu þolinmóðari. Ég er ofboðslega óþolinmóð týpa, sérstaklega þegar kemur að sjálfri mér. Ekki gagnvart öðrum. Eða jú. Ég þoli ekki að standa í röð! Ef ég þarf að bíða í röð úti í búð verður mér ógeðslega heitt og mig svimar. Þann­ ig að ég er orðin „tjillaðri“. Núna geri ég hlutina bara þegar ég hef tíma. Áður en ég eignaðist barn hafði ég oft heyrt annað fólk tala um hversu mikið lífið breyttist þegar maður yrði foreldri. Líka að foreldrum þætti sín börn alltaf fallegust og stórkostleg­ ust. Svo upplifir maður þetta sjálfur og hugsar: Já! Það er rétt. Þetta er allt satt!“ svarar Dísella og lítur á Bjart Lárus sem er lagstur við brjóst hennar. Þegar Dísella er á Íslandi býr hún hjá móður sinni. „Það kemur að því að við flytjum heim. Ég vil að Bjart­ ur Lárus fari í skóla hérna heima og læri að tala móðurmálið sitt. Okkur finnst mikilvægt að hann fái mennt­ un hérna heima.“ Er öðruvísi að koma heim núna en fyrir þremur árum? Finnurðu breyt­ ingu á þjóðarsálinni? „Já! Mér finnst þetta góð breyting. Ég veit ekki hvort ég verð hengd fyrir að segja þetta. Ég flutti út 2003 og kom heim á hverju ári eftir það. Þegar ég kom fyrir nokkrum árum blöskraði mér. Allir voru eins og klipptir út úr tískublaði, öll heimili tipptopp og fólk að keppast um hver ætti flottasta heimilið og bílinn. Þá hugsaði ég með mér: „Hvað varð um sveitamanninn? Ég er bara lopa­ peysumanneskja og líklega væri ég bóndi ef ég væri ekki söngkona. Ég hef svo gaman af dýrum og nátt­ úrunni, eins væmið og það hljómar. Á þessum árum voru allir að byggja, gera og græja og Elton John að spila í partíum. Nú er fólk farið að sleppa því að kaupa óþarfa. Ef eitthvað er þá finnst mér fólk vera í meira jafnvægi. Ég veit auðvitað að margir eiga rosa­ lega bágt en mér finnst andrúmsloft­ ið léttara. Fólk hefur kannski meiri samúð hvert með öðru.“ Hvítt og svart Hjónin Dísella og Teddy gætu varla verið ólíkari í útliti. Hún ljós yfirlit­ um og hann dökkur. Sjálf segir hún þau alveg eins og svart og hvítt og er þá ekki endilega að vísa í húðlit. „Við erum bókstaflega svart og hvítt. Ekki bara í útliti. Hann er syk­ ur og ég er salt. Honum er alltaf heitt og mér er alltaf kalt. Þetta er góður ballans. Við vegum hvort annað mjög vel upp.“ Hvað heillaði þig við hann? „Hann er skemmtilegur og það er þægilegt að vera nálægt honum. Hann er rólegur en samt með æðis­ legan húmor. Ég er meiri vitleysing­ ur,“ segir hún sposk á svip. „Hann er góður og ljúfur drengur.“ Hafið þið haldið tónleika saman? „Nei, við höfum ekki gert mikið af því. Við höfum verið upptekin hvort í sínu lagi. Það hefur þó komið fyrir. Við fórum til dæmis í ofboðs­ lega skemmtilega ferð með skemmti­ ferðaskipi þar sem við vorum skemmtikraftar um borð og fengum allt frítt í staðinn. Það var æði. Við höfum líka haldið tónleika. Ég söng fyrir Mosfellinga fyrir nokkrum árum og þá spilaði hann með mér. Það er mjög gaman þegar við gerum það. Hann hefur samt sérhæft sig í að vera konsertpíanisti frekar en meðleikari.“ Hafið þið mætt kynþáttafordóm­ um af einhverju tagi síðan þið tókuð saman? „Já. Það er mjög skrýtið. Við bjuggum í Pensylvaníu um tíma. Þegar við gengum inn á vissa staði þar, fundum við oft fyrir andúð gam­ alla karla sem gláptu á okkur og voru ekkert að fela það. Þá hrökklaðist maður hræddur út. Maður veit ekki hvað fólk, sem hugsar á þessum nót­ um, getur tekið það langt. Mér finnst svo hallærislegt að fólk skuli hugsa svona enn í dag.“ Dísella hefur þó ekki eingöngu orðið vör við fordóma hvítra í garð svartra. „Svart fólk á þetta líka til, sem kom mér mjög á óvart. Fyrir­ fram hélt ég að rasistar væru bara í hópi hvítra. Ég tek reyndar ekki alltaf eftir þessu en Teddy gerir það. Einhvern tíma þegar við vorum saman úti í búð komu svartar stelpur upp að okkur og skelltu í góm þegar þær sáu okkur saman. Þetta átti að tákna: „Erum við svörtu stelpurnar ekki nógu góðar fyrir þig?“ Teddy hefur líka stundum fengið að heyra hluti eins og „you ain‘t black enough“ og „you don‘t talk the talk and walk the walk“. Maður veltir því stundum fyrir sér hvaða merkingu það hafi að vera svartur. Er það að tala á vissan hátt eða ganga á vissan hátt? Að vera með buxurnar á hælunum? Hlusta á rapptónlist? Eða er það bara húðlitur­ inn? Það virðist vera miklu flóknara en bara húðliturinn. Við erum orðin mjög þreytt á þessu. Stundum spyr fólk okkur af hverju við séum saman. Eins og það haldi að það hafi verið forvitni í honum að prófa að vera með hvítri konu eða öfugt. Hvorugt okkar var nokkuð að velta húðlit fyrir sér þegar við hittumst. Við vorum bara tvær manneskjur sem felldu hugi saman. Ekkert flóknara en það!“ Dísella segir þau hafa gert sér von­ ir um að forsetakjör Obama myndi breyta hugarfari fólks. „Við héldum að þegar við eignuðumst svartan for­ seta gætu svartir ekki haldið áfram að kvarta: „Is it because I‘m black?“ Hvítir gætu ekki haldið áfram að vera með fordóma gegn svörtum. Málið yrði bara dautt. En það er því miður ekki þannig. Það er eins og fólk leiti sér alltaf að einhverju til að kvarta yfir. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hugsunarhátt þeirra vitleysinga.“ Hún segist samt skilja forvitnina upp að vissu marki. „Maður skilur að fólk spyrji. Ein vinkona mín spurði hvort hún mætti fá að koma við hönd­ ina á Teddy. Þá langaði hana bara að fá að vita hvort húðin væri öðruvísi.“ Á Íslandi hafa þau enn sem kom­ ið er ekki fundið fyrir neikvæðum augnagotum. „Hérna hefur þetta bara verið notalegt. Ef eitthvað er þá tekur Teddy eftir því að fólk horfir stund­ um forvitnislega á hann. En það er allt öðruvísi gláp en maður upplifir úti.“ Ónæmiskerfið hrundi eftir föðurmissinn Dísella, sem raunar heitir Hjördís Elín á pappírunum, fæddist 12. mars 1977 og er yngst þriggja systra. Elsta systirin, Ingibjörg, er flugfreyja og laganemi og sú næstelsta, Þórunn, er leikkona. Systurnar ólust upp á miklu listamannaheimili í Mos­ fellsbænum. Móðir þeirra, Sigríður Þorvaldsdóttir, er leikkona en faðir þeirra, Lárus Sveinsson, var tromp­ etleikari við Sinfóníuhljómsveit Ís­ lands og kennari við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Hann lést árið 2000, einungis 58 ára að aldri. „Það var mikið högg að missa pabba. Hann var kletturinn í lífinu. Allt í einu var hann farinn. Það eru bráðum ellefu ár síðan þetta gerðist. Sem er ótrúlegt. Þá hringdi Ingibjörg systir í mig þar sem ég var úti á víd­ eóleigu og sagði mér að pabbi hefði dottið á leiðinni heim úr vinnunni. Hann hafði ætlað að rölta heim eftir kennslu. Ég fór þá upp á spítala og hélt að hann myndi opna augun og fara að hlæja. Segja eitthvað eins og: „Jæja, nú ætlið þið að gera grín að mér.“ Þegar hann opnaði ekki augun gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt en hlakkaði samt til að geta talað um þetta við hann daginn eftir. En svo vaknaði hann ekki aftur. Fimm dögum síðar dó hann. Maður var svo veruleikafirrtur. Þetta var það eina sem ég hélt að myndi aldrei gerast, alla vega ekki með þessum hætti. Hann var alltaf svo hraustur og var líka mjög hraustlegur þar sem hann lá í öndunarvélinni,“ rifjar Dísella upp. Hún segist ekkert muna eftir fyrsta árinu eftir andlát föður síns. „Ég man eftir því að hafa setið í sófanum með tebolla. Það er eigin­ lega það eina sem ég man frá árinu 2001. Ég veiktist mikið og fékk kvef og kinnholusýkingar. Það var eins og ónæmiskerfið í mér hefði hrunið. Ég veit að ég var ennþá í Söngskólanum í Reykjavík. Einhvern veginn komst ég í gegnum námið.“ Söknuðurinn er jafn sár í dag og fyrir ellefu árum. „Við systur höfum allar skírt syni okkar Lárusarnafn­ inu. Ingibjörg á Lárus, Þórunn á Kol­ bein Lárus og ég Bjart Lárus. Það segir ýmislegt um það hversu erfitt þetta var. Maður lifir með þessu.“ Trúirðu á líf eftir dauðann? „Já. Ég er samt ekki „religious“, heldur „spiritual“. Ég trúi á Guð, hver sem það er og hvað sem hann heitir. Mín hugmynd um þetta allt saman; Allah, Búdda, Guð ... er að þetta sé allt í raun það sama en túlk­ að á mismunandi hátt. Mér þykir leiðinlegt þegar fólk þröngvar sín­ um trúarhugmyndum upp á annað fólk. En mér finnst að maður verði að hafa trú. Ég sæki miðilsfundi. Þar af leiðandi heldur fólk að ég sé klikk­ haus! Reyndar ekki á Íslandi því hér er þetta svo algengt. Þegar ég segi frá þessu úti fæ ég fremur dræm við­ brögð. En mér er alveg sama þótt fólk haldi að ég sé klikkuð. Þetta hjálpar mér. Hvort sem miðlarnir eru að ljúga að mér eða ekki. Ég þarf ein­ hvern veginn að lifa við þetta. Maður verður að finna sér einhverja leið.“ Byrjaðirðu að sækja miðilsfundi eftir að pabbi þinn dó? „Já, ég hafði að vísu farið til spá­ konu áður en pabbi dó. Það var fyndið. Hún var alger snillingur. Þá hélt ég að ég ætlaði í leiklistarnám í London. Hún sagði bara „nei, þú ert að fara í söng til Ameríku“. Yeah, right, hugsaði ég. Hún hélt áfram: „Já, og þú hittir manninn þinn þar. Hann er mjög dökkur yfirlitum.“ Þegar ég fór að hugsa út í þetta seinna meir mundi ég eftir því að hún hafði talað um alla fjölskylduna nema pabba. Kannski sá hún eitt­ hvað en vildi ekki segja það. En eftir að pabbi fór vildi ég fá sönnun á því að hann hefði ekki bara farið. Ég á að baki magnaðar upplifanir þessu tengdar og trúi því alveg að hann sé ekkert farinn. Mér finnst svo mikilvægt að hafa trú. Um leið hafa svo mörg stríð verið háð af trúarlegum ástæðum. Það er eins og fólk verði alltaf að vera að rífast út af einhverju, hvort sem það er litar­ háttur eða trú.“ Eruð þið hjónin samstiga í þessu? „Já, við erum það, þrátt fyrir að ég sé lúterstrúar og hann kaþólskur. Við förum ekkert endilega í kirkju eða neitt svoleiðis. Teddy dreymdi pabba eitt sinn. Hann sagði að í draumnum hefði pabbi komið, tekið í höndina á honum og sagst vera ánægður með hvernig hlutirnir gengju. Lýsingin á pabba stemmdi alveg. Hann var há­ vaxinn, með þétt handtak og Teddy var svolítið smeykur við hann. Mér þótti afar vænt um þetta.“ Halda jólin saman Systurnar Dísella, Ingibjörg og Þór­ unn eru sannkölluð hæfileikabúnt, allar með tölu. Þær lærðu á trompet frá unga aldri, píanóið var ekki langt undan og þá togaði leiklistin í a.m.k. tvær þeirra. Dísella gerði tilraun til að komast inn í Leiklistarskólann en er dauðfegin að hafa ekki komist inn. „Ég á heima í tónlistinni. Ég veit það í dag en vissi það ekki þá. Ég var í af­ neitun,“ segir hún. „Það er ótrúlega gaman þegar við systur erum þrjár saman. Við erum mjög nánar og allar ótrúlegir vitleysingar. Okkur þykir gaman að hlæja og það er mikið gam­ an og mikið grín þegar við komum saman. Það er ómetanlegt.“ Hún segist oft sakna þess að vera ekki með sprelligosana, systur sínar, sér við hlið þegar hún er að syngja á tónleikum erlendis. „Oft langar mig til að sprella eitthvað á milli laga. En það er allt öðruvísi þegar maður er einn. Þegar við systurnar erum sam­ an og ég segi eitthvað hallærislegt þá finnst alla vega tveimur það ógeðs­ lega fyndið. Það er gott system!“ Eruð þið með einhverjar jólahefð­ ir? „Jólahefðin okkar er að vera ennþá saman á jólunum, þótt við séum all­ ar komnar með fjölskyldu. Við hjálp­ umst að við matinn. Okkur þykir öllum mjög gaman að elda.“ Og nú verða jólin allt öðruvísi en síðast ... „Já, nákvæmlega. Nú má ég borða hráan mat! Nei, ég segi svona. Þessi litli grís er svo yndislegur,“ segir Dís­ ella og brosir framan í son sinn. „Ég hlakka mikið til jólanna.“ Bjartur Lárus skríkir af kæti og er greinilega hjartanlega sammála. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Árið hefur verið viðburðaríkt hjá söngkonunni Dísellu Lárusdóttur. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, söng á tónleikum víða um heim og gerði nýjan starfssamning við Metropolitan-óperuna. Hún talaði við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um andstæðurnar í lífi sínu; ást og sorg, hvítt og svart og hvernig það er að vera orðin mamma. Ljósmyndir/Hari Góð breyting á þjóðinni Einhvern tíma þegar við Teddy vorum saman úti í búð komu svartar stelpur upp að okkur og skelltu í góm þegar þær sáu okkur saman. Þetta átti að tákna: „Erum við svörtu stelpurnar ekki nógu góðar fyrir þig?“ viðtal 31 Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.