Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 44
44 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010 H vað drekkur mað-ur eiginlega með söltum og reyktum hamborgarhryggnum, villtri rjúpunni eða fylltum kalkún- inum? Fréttatímanum lék forvitni á að vita hvaða vín pössuðu með öllum þeim kræsingum sem Íslendingar leggja sér til munns á jólum. Við fengum því vínþjón ársins, Ölbu E. H. Hough, til að fara yfir þessi mál með okkur. Það borgar sig að leggja við hlustir þegar Alba talar um vín. Hún hefur orðið hlutskörpust í keppninni Vínþjónn ársins fimm ár í röð eða frá árinu 2006. Hún starfar á veitingahúsinu Vox á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hún ráðleggur gestum af stakri snilld og kunnáttu um mat og vín. Við báðum Ölbu að gefa góð ráð um hvers konar vín hentuðu með ham- borgarhryggnum, kalkún- inum, hreindýrinu, gæsinni, hangikjötinu, lambinu og rjúpunni. Svo báðum við hana að nefna eitt dæmi í hverjum flokki sem myndi smellpassa.  Vínþjónn ársins segir okkur hVað passar að drekka með jólamatnum Hvaða vín passar með jólasteikinni? hangikjöt Svona mikið reykt og saltað kjöt þarfnast sætu eins og hvíti jafningurinn, sem jafnan er hafður með hangikjötinu, ber vitni um. Því henta sæt hvítvín vel með hangikjötinu til að vinna á móti seltunni, til dæmis sætur þýskur riesling. Eins og með hamborgar hryggnum ganga Gewurzt- raminer- og Pinot Gris-þrúgurnar líka vel upp. Rauðvín passa oft ekki nógu vel með hangikjöti. Þau hafa ekki þá eiginleika sem þarf til mótvægis við seltu og reyk auk þess sem tannín og reykt kjöt eiga sjaldan samleið. alba mælir með: Hvítvín: Goldschild Riesling Kabinett 2008 úr þýska Móseldalnum. Verð: 1.998 Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Alba hefur orðið hlut- skörpust í keppninni Vínþjónn ársins fimm ár í röð. rjúpa Þétt, höfug og tannísk rauðvín með mikilli fyllingu henta best með rjúpunni. Þungt og bragðmikið kjöt eins og þetta kallar á samsvarandi vín með. Argentínskur Malbec getur hentað einkar vel með rjúpu líkt og annarri villibráð og áströlsk vín úr svokallaðri GSM-blöndu (Grenache-Shi- raz-Mourvédre) og bandarískur Cabernet Sauvignon er hvort tveggja gott val. alba mælir með: Rauðvín: Catena Malbec 2008 frá Argent- ínu. Verð: 2.697 lamb Lambakjöt kallar á meðalþung rauðvín sem einkennast af rauðum berjum, villijurta- og jarðartónum. Þetta á til dæmis við um mörg spænsk vín, sem og vín frá Toscana-héraðinu á Ítalíu. Oft henta vín úr köldu loftslagi mjög vel með lambakjöti. alba mælir með: Rauðvín: Azul Guelbenzu 2006 frá Ribera Del Queiles á Spáni. Verð: 2.365 hamborgarhryggur Það getur verið erfitt að finna vín sem passa vel við saltað og reykt kjöt. Hálfsæt og feit hvítvín myndu helst passa með hryggnum. Vín úr þrúgunni Gewurzt- raminer, sérstaklega frá Alsace-héraðinu í Frakklandi, myndu eiga vel við en einnig gæti góður Pinot Gris gengið. Ef velja ætti rauðvín gæti vín úr Pinot Noir-þrúgunni hentað ágætlega og þá helst vín frá nýja heiminum, þ.e.a.s. ekki frá Evrópu. Rauð- vínið þarf að vera ávaxtaríkt og milt og alls ekki tannínríkt. alba mælir með: Hvítvín: René Muré, Signature Gewurztraminer 2008 frá Alsace í Frakklandi. Verð: 2.295 Rauðvín: Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Noir 2008 frá Nýja-Sjálandi. Verð: 2.399 hreindýr og gæs Þessi tegund villibráðar kallar á dökka sósu og bláber og þar af leiðandi rauðvín í þyngri kantinum og með þroskuðum ávexti; vín sem eru jafn til- komumikil og sjálfur maturinn. Klassískar Bordeaux-blöndur frá Frakklandi, Amarone frá Ítalíu, argentínsk vín úr Malbec- þrúgunni og áströlsk vín úr Shiraz-þrúgunni gætu öll hentað vel. alba mælir með: Rauðvín: La Grande Chapelle 2008 Bordeaux. Verð: 1.699 kalkúnn Bæði rauðvín og hvítvín geta gengið með kalkúninum og í raun ræður fyllingin og meðlætið för í vali á víni. Með kalkúnakjöti ættu hvítvín að vera þurr, bragðmikil, með mikilli fyllingu, eikuð og með smjörkenndri áferð og vanillu. Þar koma nýja heims Chardonnay-vín sterk inn. Rauðvín sem henta með kalkúni ættu að vera létt og þurr, með ferskum ávexti og litlu sykurmagni eins og léttari Búrgúndarvín og Crianza-vín frá Rioja. alba mælir með: Hvítvín: Spy Valley Chardonnay 2008 frá Marlborough á Nýja-Sjálandi. Verð: 2.495 Rauðvín: Cune Crianza 2007 frá Rioja-hér- aðinu á Spáni. Verð: 1.999 INNBYGGÐ KVÖRN! KRYDDAÐU UPP Á NÝJUNGUM KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.