Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 17
Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.isOpið: 22. des. kl. 9-22, 23. des. kl. 9-23 og 24. des. kl. 10-13. 16 ára JÓLAGJÖFIN EKKERT MÁL! Myndlista vörur í miklu ú rvali Vinnustóll 5 hjóla m/bakka Kr. 9.995 Gólftrönur Country Kr. 11.990 Acryllitir 75 ml Kr. 480 Acryllitir 200 ml Kr. 985 Acrýllitir 400 ml Kr. 1.540 Olíulitasett 12X12 ml, 18X12 ml & 24X12 ml Frá kr. 570 Acryl-/Olíu-/ Vatnslitapjöld Frá kr. 335 Acryl litasett 12X12 ml, 18X12 ml & 24X12 ml Frá kr. 595 Loftdæla 12V 30L Kr. 8.995. Starttæki 12V 900Amp Kr. 14.995 Borðtrönur Kr. 4.890 Gólftrönur Dorset Kr. 5.495 Höggborvél 500W Kr. 2.395 Bílabónvél 110W 240mm Kr. 4.995 Slípirokkur 500W 115mm Kr. 2.995 Strigar Frá kr. 195 Hleðsluskrúfjárn m/fylgihlutum Kr. 2.370 Föndurfræsari m/fylgihlutum Kr. 3.480 Smergel + Bandslípivél Kr. 9.895 Súluborvél Margar gerðir Frá kr. 15.995 Loftpressa 236L 24L kútur 8 Bör Kr. 29.985 Topplyklasett Kr. 6.995 Ótal gerðir frá kr. 795 Fjölbreitt úrval af hand- & rafmagns-verkfærum Ógrynni af einskis nýtu drasli Lóðarhafar fá frest fram í mars til að taka til. Sumt af draslinu hefur verið svo lengi óhreyft að það þekkist af loftmyndum. Hvatningarbréfi bæjar- stjóra verður fylgt eftir í janúar en þó í góðu, að sögn Birgis Hlyns Sigurðssonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs. Á stand sumra atvinnulóða á Kársnesi, vestast í Kópa-vogi, er ekki viðunandi. Þar ægir saman alls kyns drasli sem jafnvel hefur verið óhreyft á lóð- unum árum saman. Guðrún Páls- dóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hefur hvatt til þess að bæjaryfirvöld, íbú- ar og atvinnurekendur á Kársnesi taki höndum saman á næstu vikum og mánuðum og hreinsi til á þessu svæði, þ.e. á þeim hluta Kársness sem afmarkast af Kársnesbraut, Vesturvör og Bryggjuvör. Bæjarstjórinn leggur til í dreifi- bréfi til umsjónarmanna atvinnu- lóða á Kársnesi, sem birt er ann- ars staðar í þessari samantekt, að hreinsunarátakinu verði lokið í mars 2011. Skipulags- og umhverfissvið bæj- arins hefur gert úttekt á umræddu svæði og telur að umgengninni sé mjög ábótavant. Alls kyns einskis nýtum hlutum, dóti og drasli hefur verið safnað þar saman sem ekki er bjóðandi bæjarfélaginu. Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópa- vogs, segir að þarna hafi safnast saman ógrynni af drasli sem eng- inn hafi ánægju af að horfa á. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi bæjaryfirvöld í Kópavogi tekið á þessum málum. Þá hafi orðið mikil breyting til batnaðar en nú sé farið að safnast mikið fyrir aftur. Hann segir bæjaryfirvöld ætla sér að ræða við menn í góðu en ekki beita viðurlögum. Bréfi bæjarstjóra verði fylgt eftir fljótlega upp úr áramótum með öðru bréfi þar sem þörfin sé brýnust. „Ég reikna með að við boðum viðkomandi aðila til skrafs og ráða- gerða við skipulags- og umhverfis- svið þar sem farið verður yfir það sem þarf að laga. Við gefum okkur að þetta verði komið í þokkalega gott stand í lok mars,“ segir Birgir. Hann reiknar síður með að bærinn leggi til tæki til verksins nema fyrir- tækin greiði sérstaklega fyrir það enda sé mest af draslinu innan lóð- armarka fyrirtækjanna. „Í úttekt skipulags- og umhverfis- sviðs á þessu svæði, þ.e. Vesturvör, Bakkavör og Hafnarbraut, notuðum við bæði ljósmyndir og loftmyndir af svæðinu. Við auðkenndum þessar lóðir enda er þetta drasl búið að vera þarna svo lengi að það er þekkjan- legt á loftmyndum,“ segir Birgir. „Á þessu gamla atvinnusvæði leynist þetta dót sem við viljum burt en þarna verður áfram atvinnustarf- semi. Það var unnið að því áður að þarna yrði blönduð byggð en þau áform liggja niðri í bili,“ segir hann enn fremur en bendir jafnframt á að sóðaskapur og drasl á lóðum þarna sé ekki algilt. Inni á milli séu snyrti- legar lóðir. Birgir segir að annað iðnaðar- hverfi í Kópavogi, þ.e. Smiðjuhverf- ið austar í bænum, sé í betra ástandi en ef vel takist til á Kársnesinu geti verið að bæjaryfirvöld líti einnig til þess sem betur má fara þar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur sent lóðarhöfum fyrirtækjalóða á Kársnesi dreifibréf þar sem skorað er á þá að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ljósmyndir/Hari Draslið hefur sums staðar legið svo lengi óhreyft að það þekkist af loft- myndum. Lóðarhöfum gefst tími fram í mars til þess að koma draslinu burt. úttekt 17 Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.