Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 36
Kveðja til varamannsins „Alveg óhætt að trúa frétt- inni“ Ögmundur Jónasson bloggar: „Flokksfélagi minn – starfandi þingflokksformaður í fjarveru Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi – [Árni Þór Sigurðsson] segist vart trúa Morgunblaðsfrétt um að hjásetumenn hafi átt spjall- fund með tveimur ráðherrum, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni ásamt þingflokks- formanni í fæðingarorlofi. Honum er alveg óhætt að trúa fréttinni.“ Staðarval í Hádegismóum „Til að skapa illindi“ Ögmundur Jónasson bloggar áfram: „Hitt má Árni Þór Sigurðsson vita að á for- síðu Morgunblaðsins birtist „fréttin“ undir stríðsfyrirsögn, ekki vegna þess að hún væri merkileg heldur til þess eins að gera þessar samræður tor- tryggilegar og skapa illindi.“ Komið til mín öll þið sem erfiði og þunga eruð hlaðin „Ættu að viðurkenna níð- póstana“ „Lilja Mósesdóttir hefur trúað okkur fyrir þessari aðför að henni og oft á tíðum komið til okkar miður sín út af henni. Það er ekki bara í gegnum tölvupósta heldur nægir að hlusta hvernig er til dæmis hrópað að henni í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Vinur er sá er til vamms segir „Von um að gleymast“ Björn Valur Gíslason bloggar: ,„Ef ég væri Guðlaugur Þór myndi ég njóta hvers þess dags sem mín væri ekki getið í fjölmiðlum í þeirri veiku von að ég hreinlega gleymdist.“ Sjómennskan er ekkert grín „Ósátt við stefnuna“ Ólína Þorvarðardóttir bloggar: „Sú staðreynd kallar að sjálfsögðu fram spurningar um það hvers vegna hún [Lilja Mósesdóttir] sé enn um borð í þessu skipi, fyrst hún er ósátt við stefnuna og aðferðirnar um borð.“ Þekkir til úr framsóknarfjósinu „Líkir Þráni við fjósamann“ Guðni [Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokks- ins] segir líf ríkisstjórnarinnar hanga á bláþræði ... „Væri Þráinn Bertelsson ekki kominn heim í sitt fjós væru dagar ríkisstjórnarinnar taldir.“ Dugar ekki hestur? „Finnst sjö ára bíll of gamall fyrir sveitarstjórnina“ Meirihlutinn í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt beiðni sveitarstjóra um að keyptur verði sjö ára gamall bíll fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða bifreið af tegundinni Honda Jazz sem kostar 800 þúsund krónur. Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, fulltrúi sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, var á móti kaupunum og finnst eðlilegra að kaupa nýrri bíl. 36 viðhorf Helgin 23.-26. desember 2010 Var jólatréð okkar í fyrra ekki í það stærsta?“ sagði ég við konuna á leið okkar austur fyrir fjall með kerru í eftirdragi. Með í för voru tvö elstu barna- börnin okkar en tilgangur ferðarinnar var að sækja jólatré til langömmu og langafa barnanna. Þau eru aflögufær á sumarbústaðalóð sinni. Trén sem þau gróðursettu á sínum tíma hafa ekkert gert nema vaxa. „Er það ekki rétt munað,“ hélt ég áfram, „að ómögulegt hafi verið að koma toppnum á jólatréð af því að það nam alveg við loft?“ „Jólatréð í fyrra var flott og alveg mátulega stórt,“ sagði konan. „Þér fannst það kannski of stórt vegna þess að þú nenntir ekki að setja allar seríurnar á það. Sæmilega burðug tré þurfa slatta af jólaljósum, það er bara þannig. Þú verður því að taka því þótt þú sért hálftíma lengur, eða svo, að setja á það seríurnar. Það er nú ekki eins og þú þurfir að kaupa tréð og nokkrir sentimetrar til eða frá ráði því hvort það lendir í þessum stærðarflokknum eða hinum. Pabbi og mamma gefa okkur tréð, svo fremi sem þú nennir að höggva það, eða saga.“ „Amma, verðið þið afi með jólatré eins og er á Austurvelli?“ spurði sonardóttir okkar sem setið hafði prúð í aftursætinu en ekki komist hjá því að heyra tal afa og ömmu um tréð sem sækja átti. Barnið þekkir Óslóartréð eins og flest börn á höf- uðborgarsvæðinu, fer í fylgd með foreldrum sínum þegar ljósin eru tendruð á því og hittir jólasveinana sem þar eru á þvælingi. „Nei, nei, elskan,“ sagði amman, „við verðum bara með venjulegt heimil- istré. Kannski eru langafi og langamma búin að velja það fyrir okkur. Við sjáum það þegar við komum til þeirra í sveitina. En fyrst fáum við kakó og vöfflur og klæðum okkur vel áður en við förum að skoða tréð.“ Kakóið og vöfflurnar voru á sínum stað í sveit- inni. Allir voru því mettir og glaðir þegar haldið var út að velja tréð. Þær mæðgur fóru fyrir, kona mín og tengdamóðir. Börnin trítluðu á eftir. Afinn og langafinn ráku lestina, vopnaðir sög. „Ég var búin að segja honum pabba þínum að fara sér hægt í allri þessari gróðursetningu en þú veist hvernig hann er,“ heyrði ég tengdamóður mína segja við dóttur sína. Henni hafði greinilega þótt nóg um landbúnaðaráhuga og gróðursetningarþörf manns síns á sínum tíma. „Sjáðu þetta til dæmis,“ heyrði ég að tengda- mamma sagði og staðnæmdist með dóttur sinni fyrir framan stæðilegt jólatré. „Þetta tré er svo ofvaxið að það er farið að skyggja á sólina hjá okkur. Ég var búin að segja honum pabba þínum að gróðursetja þessi tré fjær húsinu. Tengdapabbi brosti í kampinn en sagði fátt. Yndi hans var, þegar hann var að koma sumar- bústaðnum upp, að gleyma erli dagsins með því að pota smáplöntum í frjóa jörð og fylgjast með þeim dafna ár eftir ár. „Getið þið ekki tekið þetta?“ sagði tengda- mamma þar sem hún stóð enn fyrir framan tréð. „Sólin nær ekki upp fyrir það fyrr en í maílok þannig að maður missir alveg af vorinu. Haldi það áfram að stækka endar með því að það skyggir á sól allt sumarið.“ „Amma, amma,“ hrópuðu bæði börnin, „tökum þetta. Það er alveg eins og tréð á Austurvelli. Við getum alveg dansað í kringum það og allt. Kannski koma jólasveinarnir líka þegar afi verður búinn að setja það upp.“ „Hvað segirðu, elskan,“ sagði eiginkona mín þar sem ég stóð við hlið hennar með handsögina, „eig- um við ekki að skella okkur á þetta tré?“ „Ertu galin,“ leyfði ég mér að segja þótt tengda- foreldrarnir væru viðstaddir sem og ömmubörnin, „sérðu ekki að þetta tré er sex til sjö metra hátt? Það er ágætis lofthæð í stofunni hjá okkur, svona miðað við hvað gerist og gengur, en þetta tré stæði svona fjóra metra upp úr þakinu.“ „Hvað er þetta, maður,“ sagði konan, „við sögum bara svolítið af því. Með þessu sláum við tvær flugur í einu höggi. Þau losna við tréð og við fáum flott tré sem fyllir upp stofuna hjá okkur. Það verða ekki aðrir með flottara tré ef við gerum þetta.“ „Flottara tré,“ át ég upp eftir henni. „Eini keppi- nauturinn er Jón Gnarr með tréð á Austurvelli – og hann hefur vit á því að hafa það úti. Svo má heldur ekki gleyma því að hann þarf hvorki að setja það upp né hengja á það seríur heldur hringir bara á borgar- starfsmenn sem koma á kranabíl.“ „Svona, svona,“ sagði konan og sneri sér að börn- unum. „Eigum við að biðja afa að saga þetta tré og taka með heim?“ „Já, já,“ hrópuðu þau í kór og klöpp- uðu saman lófunum, greinilega ekki með lofthæð venjulegra húsa í Kópavogi á hreinu. Staða mín í málinu var engin svo að ég sleppti því að minna við- stadda á að kerran aftan í bílnum væri tveggja metra löng. Bolur þessa öfluga jólatrés stóð fyrir sínu, sver eins og símastaur. Atvinnumennirnir norsku sem söguðu tréð fyrir Gnarr voru örugglega með öfluga vélsög og bönd til að stýra falli Óslóartrésins en ég átti ekki annan kost en forða mér undan trénu þegar lúin handsögin hafði það í gegn. „Er afi ekki duglegur?“ sagði amma, stolt af sínum skógarhöggsmanni. Barnabörnin játtu því. Tengda- mamma dásamaði birtuna og bauð aftur í kakó. Á heimleiðinni stóð tréð langt aftur af kerrunni. Breytti þar engu þótt ég sagaði tveggja til þriggja metra bút neðan af því. „Ég nenni ekki að setja þessa ófreskju upp fyrr en á Þorláksmessu,“ sagði ég við konuna á heimleiðinni – þó það lágt að börnin í aftur- sætinu heyrðu ekki. Þau voru alsæl með tréð sem átti ekki annan jafningja en þann sem olíuveldið í austri sendi jólabörnum smáþjóðar af rausn sinni. „Við verðum kannski að stytta það aðeins, elskan,“ sagði konan. „Er það ekki allt í lagi?“ Keppt við Gnarr Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL  VIkAn SEm VAR Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á því sem er að líða. Árlegur styrkur MP banka til góðgerðarfélags, sem viðskiptavinir tóku þátt í að velja, fer til Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar. Starfsfólk MP banka Hátíðarkveðja frá MP banka Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is V Te ik ni ng /H ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.