Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 36

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 36
104 LÆKNABLAÐiÐ 70, 104-106, 1984 Guðmundur Björnsson AUGNPJÓNUSTA Á HEILSUGÆSLUSTÖÐ 1.0. Augnpjónusta á heilsugæslustöðvum, er mikilvægur þáttur almennrar heilsugæslu og veigameiri en margur kann að hyggja í fljótu bragði. Til þess að slík þjónusta nýtist sem best þarf að vera góð samvinna milli starfs- fólks heilsugæslustöðva annarsvegar og augn- lækna og augndeilda hins vegar. Á öllum heilsugæslustöðvum þarf að vera tiltækur lágmarks tækjabúnaður til að greina augnsjúkdóma. Með einföldum tækjum er unnt að ná ótrúlega langt í greiningu algeng- ustu kvilla í augum og líffærum sem þeim tengjast. Hér mun ég einkum gera grein fyrir sjónverndarstarfi og uppbyggingu augn- læknisþjónustu á heilsugæslustöðvum. 1.1. Sjóngæslustarf á heilsugæslustöð er margþætt. Má nefna: A. Forvarnarstarf B. Lækningu augnsjúkdóma C. Meðferð augnslysa D. Ráðgjöf E. Fyrirgreiðslu F. Skráningu sjóndapurra 2.0. Forvarnarstarfid er fólgið í leit að ein- kennalausum, alvarlegum augnkvillum s.s. sjón- göllum og skjálg hjá börnum og hægfara gláku hjá fullorðnum. Þar eð sjúklingar leita að jafnaði fyrst til heilsugæslustöðvar með vandamál sín, er for- varnarstarfið þar mikilvægt. Forvörn er betri en lækning. Læknisfræðin á að þróast í fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu í æ ríkara mæli. Slík þjónusta skilar með tímanum margföldum arði og við eigum að gera meira af því að fjárfesta í heilbrigði en bankabygg- ingum. 2.1. Sjónpróf 3’/2-4 ára barna er mikilvægur þáttur í heilsugæslu barna á forskólaaldri. Augndeild Landakotsspítala. Barst 27/09/1983. Sampykkt pá og send í prentsmiðju. Sjónin er að jafnaði prófuð af hjúkrunarfræð- ingum, sem fengið hafa nokkra sérþjálfun. í könnun, sem gerð var á sjóngöllum 4 ára barna búsettra í Reykjavík, fæðingarárgöng- um 1976 og 1979, kom í ljós að um 7.8% barnanna höfðu sjóngalla og/eða vanþroska vöðvajafnvægi, sem nauðsynlegt var að taka til meðferðar. Ef reiknað er með um 4.300 börnum í fæðingarárgangi á öllu landinu, bætast árlega 300-350 börn við, sem þurfa á augnlæknishjálp að halda. Sé skipuleg leit ekki framkvæmd, fær ekki nema nokkur hluti þessara barna lækningu í tæka tíð eins og fram kom í fyrrnefndri könnun. Þessar tölur sýna hversu mikilvægur þáttur í heilsugæslu þessi sjónprófun 4 ára barna er, sem taka verður föstum tökum í framtíðinni. Markmiðið er að hafa lokið lækningu hinna ýmsu sjóngalla áður en barn hefur skólagöngu. Á forskólaaldri er oftast hægt að lækna starfræna sjóndepru og oft unnt að þjálfa augun til samstarfs, ef samsjón er illa þroskuð. Þegar barn er komið á skólaskyldualdur eru sjón og samsjón að verða fullmótuð og lækningatilraunir lítt vænlegar til árangurs. 2.2. Sjónvernd meðal aldraðra beinist fyrst og fremst að hægfara gláku. Þessi sjúkdómur er einkennalaus uns hann kemst á hátt stig eða lokastig og finnst því ekki nema sérstök leit sé gerð. Þarf því að rhæla augnþrýsting og skoða augnbotna hjá öllum, sem komnir eru á miðjan aldur, en þá fer sjúkdómurinn að gera vart við sig. Viðleitni Rannsóknarstöðvar Hjartavernd- ar hefur sýnt lofsverðan árangur í leit að leyndri gláku og ætti að vera hvatning til heilsugæslustöðva í framtíðinni að sinna þess- um þætti heilsuverndar meira en gert er. 2.3. Forvarnarstarf á heilsugæslustöð er og á alltaf að vera í gangi. Ekki má gleyma augum og sjón við almenna læknisskoðun. Grunnskoðun á augum (basic screening) gefur mikilvægar upplýsingar og þarf ekki að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.