Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 6

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 6
82 LÆKNABLAÐIÐ 2. Óeðlileg/vafasöm röntgenmynd af ristli. Flestir eru sammála um; að ristilspeglun sé »betri« rannsókn en venjuleg röntgen- rannsókn, þ.e. gefi nákvæmari og betri upp- lýsingar. Bugaristil og botnristil er oft erfitt að meta á venjulegum röntgenmyndum og litlir separ sjást oft illa. Æðamisvöxtur (an- giodysplasia) sést alls ekki á venjulegri röntgenmynd. Speglunin Ieyfir einnig sýna- töku fyrir smásjárskoðun og brottnám sepa. Margir er þó þeirrar skoðunar, að röntgen- rannsókn sé óþægindaminni fyrir sjúkl- inginn og ristilspeglun geta fylgt aukaverk- anir, sem eru þó mjög sjaldgæfar, helst við sepanám - sjá síðar. Ristilspeglun mun ólíklega koma í veg fyrir venjulega röntgen- rannsókn á næstu árum, en margt bendir til að hlutfall speglana haldi áfram að vaxa. Það sem mestu ræður þar um er líklega fjöldi þeirra lækna sem geta speglað (5, 6). 3. Óeðlileg endaþarmsspeglun. Ef eitthvað óeðlilegt sést við endaþarmsspeglun, t.d. sepi, þá er rétt að rannsaka betur allan rist- ilinn. Ef t.d. sepi eða krabbamein finnst í endaþarmi eða bugaristilsvæði, þá eru aukn- ar líkur á sömu meinum annars staðar. Undanfarin ár hafa komið á markaðinn sveigjanlegar holsjár (»fiber sigmoidscope«), 35-50 sentimetrar að lengd, sem leyfa skoðun á öllum bugaristli og upp í fallristil og þarf minni æfingu við notkun þeirra en við venjulegan ristilspegil. Þetta eru góð tæki, sem munu líklega koma í staðinn fyrir gamla, stífa endaþarmsspegilinn, en alls ekki i stað ristilspegilsins. Fyrir u.þ.b. tíu árum var talað um, að 40-50% af ristil- og endaþarmskrabba væru á endaþarmsbuga- ristilsvæðinu, en tölur síðustu ára frá Band- aríkjunum sýna, að tíðni krabbameins í hægra hluta ristilsins fer hlutfallslega vax- andi (7). Greinarhöfundar telja, að þróunin hérlendis verði einnig i þessa átt. Því er álitið, að allt að 40% af endaþarms- og ristilkrabba sjáist ekki með hinum nýju, stuttu holsjám og þvi sé betra að skoða alla leið í botnristil. 4. Blœðing frá meltingarvegi. Við blæðingu frá meltingarvegi teljum við röntgen- rannsókn tímasóun, því að þá er meginreglan sú, að ristilspeglun er nauðsynleg, hvort sem röntgenrannsóknin reynist eðlileg eða ekki. Undantekning er þó, ef saga og skoðun benda til gyllinæðarblæðingar hjá ungum sjúklingum, en hjá hinum eldri (»40 ára), þarf alltaf að útiloka aðra orsök. Mikilvæg- asta orsök blæðinga frá meltingarvegi er krabbamein, en blæðing frá endaþarmi (sortuhægðir eða ferskt blóð) er eitt af byrj- unareinkennum hjá 50-70% þeirra sjúklinga (2). Oftast snýst rannsóknin um að staðfesta eða hrekja grun um krabbamein og hefur ristilspeglun reynst vera besta rannsóknin til þessa, bæði hvað varðar næmi og áreiðan- leika. Fátíður en vel þekktur blæðingavaldur er æðamisvöxtur (angiodysplasia). Fyrstu tilfellum af þessum sjúkdómi á íslandi var lýst í Læknablaðinu 1985 (8). Rétt þykir að vekja athygli á, að endanleg sjúkdómsgrein- ing fékkst með ristilspeglun hjá tveimur af þremur sjúklingum, sem þar er sagt frá. Blæðing frá endaþarmi hjá sjúklingum með ristilsarpa (diverticular disease) stafar frá sörpunum í aðeins 5-15% tilfella. Þegar ekki finnst önnur skýring við venjulega röntgenrannsókn, er nauðsynlegt að gera ristilspeglun (2, 9). Aðrar orsakir blæðingar frá endaþarmi eru sprunga í endaþarmsopi, separ, bólgusjúkdómar garna auk orsaka í efri hluta meltingarvegarins. 5. Eftirlit eftir skurðaðgerð. Ef hluti ristils hefur verið numinn brott vegna krabba- meins, er ristilspeglun mjög gagnleg aðferð til að finna snemma hugsanlegan endurvöxt og er tæknilega auðveldari en ella, þar sem ristillinn er styttri. Sjúklingur, sem einu sinni hefur fengið risil- eða endaþarmskrabba- mein, hefur líka auknar líkur á að fá nýtt krabbamein í þann hluta ristilsins, sem eftir er. 6. Stigun og eftirlit við bólgusjúkdóma garna. Hjá sjúklingum með sáraristilbólgu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.