Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 8

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 8
84 LÆKNABLAÐIÐ FRÁBENDINGAR - FYLGIKVILLAR Frábendingar eru fáar og sjaldgæfar. Helstar eru slæm, bráð ristilbólga, bráð sarpbólga (acut diverticulitis), slæmt blóðþurrðargarn- amein (ischemic colitis), skinubólga, auk meðgöngu. Ef til vill mætti bæta við einni frábendingu - »óvanur skoðari«. Nauðsyn- legt er að sá sem speglar, hafi öðlast næga reynslu, áður en hann fer að spegla án handleiðslu reyndari Iæknis. Oftast læra menn þetta með því að aðstoða og fylgjast með gegnum hliðarspegil. Fylgikvillar við ristilspeglun eru sjaldgæfir hjá reyndum athugendum og eru oftast tengdir sepanámi. Blæðing er algengasti fylgikvillinn (u.þ.b. 1%), en er venjulega lítil og þarfnast ekki skurðaðgerðar. Götun (u.þ.b. tvö af hverj- um hundrað tilfella) er alvarlegri fylgikvilli, sem kallar oft á skurðaðgerð. Dánartíðni við ristilspeglun er mjög lág (minni en þrír af 10.000) (4). Tíðni fylgikvilla er mjög mis- munandi frá hinum ýmsu athugendum. Líklega gildir það sama hér eins og um aðrar læknisfræðilegar aðgerðir, að tíðni fylgi- kvilla ræðst af því, hvernig að aðgerðunum er staðið. Svíar hafa reiknað út þörf fyrir ristilspegl- un og fengið fjöldann u.þ.b. fimm ristil- speglanir á hverja þúsund íbúa á ári (12). Ef við leyfum okkur að færa þessa þörf yfir á íslendinga, þá fæst út talan 1200 ristil- speglanir á ári á íslandi. NIÐURSTÖÐUR Að ofansögðu má ljóst vera, að ristilspeglun er mjög gagnleg rannsókn við greiningu og meðferð ýmissa ristilsjúkdóma. Oftast má fá nákvæma og endanlega sjúkdómsgreiningu í tilfellum, þar sem röntgenmynd er vafasöm. Einn stærsti kostur ristilspeglunar felst í möguleikanum á að taka sýni og skoða vefja- fræðilega. Þar sem aukning hefur orðið á sepanámi (polypectomy), vakna vonir um, að takast megi að minnka tíðni ristils- og endaþarmskrabba. Stundum er sepanámið endanleg skurðaðgerð við staðbundnu krabbameini. Trausti Valdemarsson, Nicholas J. Cariglia. HEIMILDIR 1. McSherry CK, Cwern M, Ferstenberg H, et al. In- terventional endoscopy. In: Current problems in surgery. Chicago : Yearbook Medical Publishers, 1985. 2. Hunt HR. Rectal bleeding. In: Schiller KFR. End- oscopy, Clinics in Gastroenterology. Philadelphia : WB Saunders, 1978. 3. Sugerbaker PH, Vineyard GC, Lewicki AM, Pin- kus GS, Warhol MJ, Moore FD. Colonscopy in the management of diseases of the colon and rectum. Surg Gynecol Obstet 1974,139:341-9. 4. Overholt BF. Conoloscopy: a review. Gastroenter- ology 1975,68:130820. 5. Wolff WI, Shinya H, Geffen A, Ozoktay S, De Beer D. Comparison of colonoscopy and the contrast enema in five hundred patients with colorectal diseases. Am J Surg 1975,129:181-6. 6. Gelfand DW, Ott DJ, Munitz HA, Chen YM. Ra- diology and endoscopy: a radiologic viewpoint. Ann Intern Med 1984,101:550-1. 7. Schapiro M. The right site for colon cancer. Se- lected summaries. 1984; 87: 445. 8. Riba PÓ, Magnússon B, Bjarnason Þ, Cariglia N, Arnþórsson G. Æðamisvöxtur í botnristli. Lækna- blaðið 1985; 71: 91-7. 9. Gledhill T, Hunt RH. Bleeding and diverticular disease. Lancet 1983; 830. 10. Shoetz DJ. Tumors of the colon and rectum, In: Conn’s Current therapy 1985, Philadelphia: WB Saunders 1985. 11. Poulard JB, Shaatz B, Kodner I. Preoperative tattoing of polyectomy site Endoscopy. 1985; 17: 84-85. 12. Solhaug JH, Antonsson J, Hallgren T, Laursen LH. Fá komplikationer, goda resultat med sju árs gastrointestinalendoscopi vid ett lánsdelssjukhus. Lakartidningen 1985; 82: 2777-82.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.