Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 97 Sýnt hefur verið fram á lækkaðan þrýsting í neðsta hluta vélinda hjá iðraólgusjúkl- ingum (15). Það ásamt áðurnefndum rann- sóknarniðurstöðum á hreyfimynstri þarma, gæti bent til að iðraólga sé útbreiddur sjúkdómur i sléttum vöðvum meltingarvegar og/eða taugaboðum þeirra. Hin háa tíðni einkenna frá efri meltingarvegi hjá iðra- ólgusjúklingum styður þá hugmynd. Ekki eru þó öll slik einkenni starfræn. Rúmlegaþriðjungur, 12sjluklingar, þeirra, sem höfðu einkenni frá efri meltinarvegi höfðu greinda vefræna skýringu á þeim. Hjá sjö sjúklingum hafði verið gerð að minnsta kosti ein rannsókn á efri meltingarvegi án árangurs. Nítján sjúklingar höfðu því verið rannsakaðir eitthvað með tilliti til þessara einkenna. Hjá 2/3 hluta þeirra fannst vef- rænn sjúkdómur. Það er svo há tíðni jákvæðra rannsókna að réttlætanlegt hlýtur að vera að rannsaka þá iðraólgusjúklinga, sem hafa efri meltingarvegseinkenni, áður en þau eru dæmd starfræn. f heild hafa verið gerðar 111 meltingar- vegsrannsóknir á 46 sjúklingum i þessum 82 sjúklinga hópi. Hjá 21 af 46 sjúklingum fannst vefrænn sjúkdómur sem máli skipti fyrir tilurð einkennanna og meðferð þeirra. Voru það 12 sjúklingar með sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar en 9 í neðri hluta. Þessir 9 sjúklingar voru 1/5 af þeim sem eitthvað voru rannsakaðir og var um að ræða einn með ristilkrabba, einn með smáþarmakrabbamein (carcinoid intestina- lis), einn með sepa i endaþarm, einn með endaþarmsblæðingu, einn með endaþarms- bólgu og fjóra með ristilpoka. Auk þess voru 13 með gyllinæð. Rannsóknir á neðri hluta meltingarvegar leiddu þvi sjaldnast til vef- rænna sjúkdómsgreininga sem máli skiptu. Tveir iðraólgusjúklinganna hafa einnig ill- kynja sjúkdóm og voru báðir við aldur. Illkynja sjúkdóma þarf að sjálfsögðu að hafa í huga og útiloka hjá eldri sjúklingum. En ef rannsaka ætti alla sjúklinga með ein- kenni iðraólgu með t.d. ristilmynd yrði lagt út í of mikinn kostnað, fyrirhöfn og óþæg- indi. Iðrólga ætti með öðrum orðum alls ekki að vera útilokunargreining. í sjúklinga- hópi heimilislækna, eins og þeim sem hér hefur verið lýst, byggist sjúkdómsgreiningin fyrst og fremst frá einkennum sjúklings og venjulegri læknisskoðun. Hafi sjúklingurinn einnig eða aðallega einkenni frá efri melt- ingarvegi ætti að rannsaka hann með tilliti til þeirra. Þessar niðurstöður, sem studdar eru af fleiri rannsóknum (16), sýna að viða- miklar rannsóknir i byrjun sjúkdóms geta ekki talist réttlætanlegar. Þó hljóta einfaldar rannsóknir eins og leit að blóði í saur og almennar blóðrannsóknir að teljast rökréttar lágmarksrannsóknir hjá sjúklingum með þrálát einkenni (17). HEIMILDIR 1. Hovdenak N. Colon irritabile: oversigt. Tidsskr Nor Lægeforen 1982; 102: 1144-6. 2. Kirsner JB. The irritable bowel syndrome: a clinical review and ethical considerations. Arch Intern Med 1981; 141: 635-9 3. Newcomer AD, MCGill DB. Irritable bowel synd- rome: role of lactase deficiency. Mayo Clin Proc 1983; 58: 33-41. 4. Young St. J. MD, Alpers DH, Norland CC, Woo- druff RA. Psychiatric illness and irritable bowel syndrome: practical implications for the primary physician. Gastroenterology 1976; 70: 162-6 5. Palmer RL, Stonehill E, Crisp AH, Waller SL, Misiewicz JJ. Psycological characteristics of pa- tients with the irritable bowel syndrome. Postgrad Med J 1974; 50: 416-9. 6. Davis DW. Lower bowel disorders: irritable bowel syndrome. Postgrad Med 1980: 66(4): 60-4. 7. Sigurðsson G, Magniísson G, Sigvaldason H, Tu- linius H, Einarsson I, Olafsson O. Egilsstaðarann- sóknin. Reykjavík: Landlæknir, 1980; Heilbrigðis- skýrslur Fylgirit 1980 nr. 1. 8. Siegel S. Nonparametric statistics for the behavi- voral sciences. Tokyo. McGraw-Hill Book Com- pany Inc., 1956: 61-7. 9. Hagtíðni 1983; 68(6): 109. 10. Sjödin I, Svedlund J. Psykoterapi vid colon irrita- bile och ulcus duodeni: effektivt komplement till medisinsk behandling. Lákartidningen 1984; 81: 3813-8. 11. Svedlund J, Sjödin I, Ottoson JO, Dotevall G. Controlled study of psychotherapy in irritable bo- wel .syndrome. Lancet 1983: 589-91. 12. Myren J, Groth H, Larsen SE, Larsen S. The effect of Trimipramin in patients with the irritable bowel syndrome: a double-blind study. Scand J Gastro- enterol 1982; 17: 871-5. 13. Anonymous. Painful iceberg (Editorial). Br Med J 1981; 282(2): 1414-5. 14. Watson WS, Sullivan SN, Corke M, Rush D. In- cidence of oesophageal symptoms in patients with irritable bowel syndromes. Gut 1976; 17(10): 827. 15. Whorwell PJ, Clouter C, Smith CL. Oesophageal motility in the irritable bowel syndrome. Br Med J 1981; 282: 1101-2. 16. Holmes KM, Salter RH. Irritable bowel syndrome: a safe diagnosis? Br Med J 1982; 285: 1533-4. 17. Sangster JF, Gerace TM. Screening for carcinoma of the colon: a family practice perspective. Can Fam Psysician 1982; 28: 1599-1603.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.