Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 36
100 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 2. Eftir neglingu med Kuntscher-mergnagla. Aldurs- og kyndreifingu má lesa úr töflu I, meðalaldur sjúklinganna var 21,8 ár. Langflestir meiddust í umferðarslysum og var um helmingur allra slysanna tengdur bifhjólaakstri (Tafla II). Brotunum var skipt niður í flokka, eftir því hvort um var að ræða opin eða lokuð brot og eftir staðsetningu á lærlegg. Jafnframt var athugað hvort brot væru kurluð eða um brotflaska (intermediate fragment) væri að ræða (Tafla III). Sýklalyfjavörn var notuð hjá 23 sjúkl- ingum, en segavörn hjá 11 sjúklingum. Meira en helmingur sjúklinganna hafði hlotið önnur meiðsli en lærleggsbrotið. í nokkrum tilvikum var um fjölslasaða (multi- trauma) sjúklinga að ræða (Tafla IV). Opin rétting var framkvæmd í 36 tilvik- um og lokuð í 15 tilvikum. Aðgerðartíminn var 55-195 mínútur, að meðaltali 107 mínútur. Tímann milli áverka og aðgerðar, má lesa úr töflu V. Samtímis neglingu var gerð beinígræðsla hjá tveimur sjúklingum. Sjö sjúklingar voru meðhöndlaðir í gipsbuxum í 3-6 vikur (meðal- tal 4,3) eftir aðgerð, þar sem um var að ræða kurluð brot og hætta var talin á að neglingin væri óstöðug. Nauðsynlegt reyndist að endurtaka aðgerðir hjá fimm sjúklingum. Hjá tveimur þessara sjúklinga var gerð endurnegling með gildari nöglum ásamt beinígræðslu frá mjaðmarkambi. Hjá þriðja sjúklingi voru gerðar tvær endurneglingar med gildari Kúntschernöglum ásamt beinigræðslum, áður en brotið greri. Hjá fjórða sjúklingi hefur verið framkvæmd endurnegling með gildari nagla og þrjár beinígræðslur. Þrátt fyrir þetta er brotið enn í dag, tæpum átta árum eftir áverkann, ógróið. Hjá fimmta sjúklingnum kom upp bein- sýking, sem hreinsuð var tvívegis og Kúnts- chernaglinn fjarlægður áður en sýkningin gekk yfir og brotið greri. Eftir að brotin voru gróin, voru Kúntscher- naglarnir fjarlægðir hjá 32 sjúklingum, í flestum tilvikum vegna minni háttar óþæg- inda frá lærhnútu, sem hurfu eftir aðgerð. Einungis 14 sjúklinganna fóru beint til heimilis við útskrift frá legudeild slysadeildar. Eftir aðgerð fluttust þrír sjúklingar á annað sjúkrahús, þar af einn til lokadvalar. Á endurhæfingardeild fluttust 34 sjúklingar. Legutimi á slysadeild var 9-110 dagar. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.