Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 38

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 38
102 LÆKNABLAÐIÐ Við mat á árangri var stuðzt við eftirfarandi: Árangur Verkir Skoðun ÁJit sjúkiings Ágætur Góður Sæmilegur Lélegur Óþægindalaus Eðlilegur hreyfiferill - engin helti Óþægindalaus í hvíld. Minni háttar óþægindi Eðlilegur hreyfiferill - engin helti við áreynslu Óþægindalaus í hvíld. Meiri háttar óþægindi Væg helti. Væg (0-40°) skert hreyfigeta við áreynslu Hvíldarverkir Veruleg helti. Verulega skert hreyfigeta (hnébeygja undir 90°) Ánægður Ánægður Óánægður Óánægður Athuguð voru óþægindi, sem sjúklingar kvörtuðu yfir, bæði í hvíld og við áreynslu, helti ásamt hreyfigetu mjaðmar og hnjáliðar. Niðurstöðurnar má lesa úr töflu VII. Árangur telst fullnægjandi í rúmlega 90% tilvika, en ófullnægjandi í tæplega 10% tilvika. Af þeim fjórum sjúklingum, sem gengust undir end- uraðgerð vegna skertrar grósku í broti greru þrír. Árangur reyndist fullnægjandi hjá að- eins einum þessara sjúklinga. Tíu sjúklingar sem áður stunduðu íþróttir, hættu íþróttaiðkun vegna afleiðinganna og fjórir sjúklingar skiptu um atvinnu. UMRÆÐA Eftir að Kúntscher (1) lýsti tækni sinni við mergneglingu lærleggsbrota árið 1940, hafa verulegar framfarir orðið við aðgerðartækni og aðstöðu. Kúntschernaglinn hefur verið verulega endurbættur me?d því að forbeygja hann eftir eðlilegri sveigju lærleggs og notkun skrúfgangs á efri enda naglans, til þess að auðvelda útdrátt hans (10). Á síðustu árum hefur ábendingum fyrir mergneglingu fjölgað með tilkomu nagla með þverskrúfum, bæði við hné og lærhnútu, sem gefa aukinn stöðugleika við brot á nær- og fjærþriðjungi lærleggs svo og við kurluð brot (11). Þrátt fyrir öruggari tækni og bættan árangur hafa ekki allir verið á eitt sáttir um beztu meðferð á lærleggsbrotum. í saman- burðarrannsókn á 1003 sjúklingum frá Svíþjóð (3) var skert gróska eftir togmeðferð (5%) en eftir opna mergneglingu eða aðrar opnar aðgerðir (12-15%). Með nútímatækni Tafla VI. Staðbundnirflygikvillar. Síðgróin brot - greru eftir beinígræðslu......... 3 Ógróið brot - þrátt fyrir beinígræðslu........... 1 Djúp sársýking - beinsýking...................... 1 Grunn sársýking.................................. 1 Alls 6 er skert gróska fátíð (1%) og aðrar aukaver- kanir sjaldgæfar (6). Skert gróska reyndist koma fyrir í 7.8% tilvika í þessari rannsókn. í þessum tilvikum var um að ræða kurluð brot eða brot með brotflaska. Enginn þessara sjúklinga var meðhöndlaður með ytri stuðningi aukalega (gipsbuxur) og beinígræðsla var upphaflega framkvæmd hjá aðeins einum þeirra. Vafalaust mætti leysa þetta vandamál að verulegu leyti með traustari festingu og beinígræðslu strax í upphafi, í ríkari mæli. Djúpar sýkingar hafa verið taldar mesta vandamálið við mergneglingu á lærleggsbrot- um. Lýst hefur verið 6-11 % sýkingartíðni við opna mergneglingu (3, 12) og allt að 24-30%, ef um opin brot var að ræða (1, 3, 13). Við lokaða mergneglingu er sýkingartíðnin mun lægri, þ.e. 0-3% (6, 14, 15). Sýkingartíðnin í þessari rannsókn reyndist aðeins 2%. Um var að ræða lokað brot, sem neglt var opið. SKIL Niðurstaða þessarar rannsíknar er sú, að mergnegling á lærleggsbrotum sé örugg meðferð, árangur góður og fylgikvillar tiltölulega fátíðir. Með bættri tækni má trúlega ná enn betri árangri og jafnframt fjölga ábendingum fyrir mergneglingu. Lærleggsbrot koma iðulega fyrir hjá fjölslösuðu fólki og því oft nauðsynlegt að geta gert mjög tímanlega að brotinu, til að draga úr hættu á fylgikvillum, auðvelda hjúkrun og meðhöndlun annarra áverka. Tafla VII. Árangur meðferðar. Ágætur Góður >90% Sæmilegur Lélegur >10% Alls 51

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.