Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 42

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 42
104 LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 104-6 t Sigurður S. Magnússon prófessor, dr. med. Fæddur 16. apríl 1927 Dáinn 21. október 1985 Genginn er góður maður. Prófessor Sigurður S. Magnússon veiktist skyndilega að kvöldi þess 21. október s.l. og lést sama kvöld á sjúkrahúsi úr infarctus myocardii. Þremur dögum áður höfðum við hizt á stéttinni fyrir utan Hjúkrunarskólann og Sigurður beðið mig að senda sér skriflegt erindi. Hann var þá óvenju þreytulegur, en ekki vissi ég til þess, að hann hefði kennt sér meins og þaðan af síður að hann færi að kvarta, jafnvel ekki við nánustu vini sína. Allir vissu hins vegar að Sigurður misbauð heilsu sinni með þrotlausri vinnu og miklum reykingum. Þannig var Sigurður þegar við kynntumst fyrir 38 árum og alla tíð síðan og skeytti lítið um, þó að við félagar hans hefðum orð á að slíkt líferni væri ekki heilsusamlegt. Slíkum athugasemdum eyddi Sigurður með góðlátlegri kímni. Sigurður fæddist í Reykjavík, sonur hjón- anna frú Ingibjargar Sigurðardóttur og Sigur- steins Magnússonar, síðar framkvæmda- stjóra SÍS í Leith og aðalræðismanns íslands i Edinborg um langt skeið. Sigurður fluttist ungur með foreldrum sínum utan og ólst upp á heimili þeirra með þremur systkinum. Þegar Sigurður kom aftur til íslands tæplega tví- tugur maður og settist í læknadeild Háskóla íslands, bar hegðun hans og framkoma það með sér, að hann hefði hlotið uppeldi og almenna menntun sem skoskur hefðarmaður. Málfar hans bar einnig nokkurn keim þess. Sigurður var stoltur af hvoru tveggja og undi því vel, að í félagahópi fékk hann viðurnefnið Skoti, þrátt fyrir að hann hefði alla tíð litið á sig sem íslending og ætlað sér að starfa sem læknir á íslandi. Sigurður lauk menntaskólanámi i Edin- borg 1944 og innritaðist síðan í læknadeild Háskóla íslands haustið 1945. Hann lauk kandidatsprófi vorið 1952 ásamt 11 félögum okkar. Fyrst eftir komu sína til íslands dvaldist Sigurður með frændliði sínu, sem hann gerði sér mjög títt um, en flutti s'íðar á stúdentagarðinn, vegna þess að hann vildi vera sjálfs sín og ekki íþyngja ættmönnum sínum. Að loknu kandídatsprófi og stað- gengilsstörfum fyrir lækna hér heima hvarf Sigurður aftur til Skotlands og var þar við framhaldsnám á árunum 1953-1956. Hann var áfram um að afla sér mjög alhliða framhaldsmenntunar, áður en hann hæfi sérnám í kvenlækningum og notaði því mest- an hluta þessa tíma í Edinborg, til þess að afla sér viðbótarmenntunar í lyflækningum og sérstaklega innkirtlasjúkdómum. Vorið 1956 kom Sigurður aftur til íslands og varð þá aðstoðarlæknir á fæðingardeild Landspíta- lans og gegndi því starfi næstu fjögur ár. Þá, eins og áður, kom mjög í Ijós mikið vinnuþrek og áhugi Sigurðar á læknisstörfum. Honum dugði ekki einasta að vera aðstoðarlæknir á fæðingardeild og vera þar á tíðum vöktum, heldur tók hann einnig að sér næturvaktir fyrir bæjarlækna í Reykjavík og þótti mörg- um með ólikindum hve lítið Sigurður þurfti að sofa eða hvíla sig. Sigurður vann síðan stuttan tíma á ungbarnadeild Royal Infirmary í Edinborg áður en hann réðst til fram- haldsnáms og starfa í Svíþjóð á árinu 1961. Þar starfaði hann fyrst á svæfingardeild í nokkra mánuði, en síðan á handlækninga- deild í tæp þrjú ár, vegna þess að Sigurður taldi nauðsynlegt að kvensjúkdómalæknir væri góður handlæknir. Haustið 1964 réðst hann til kvensjúkdóma- og fæðingardeildar háskólasjúkrahússins í Umeá, en þar var starfsvettvangur hans næstu 10 árin, eða þangað til hann flutti alkominn til íslands vorið 1974. Síðustu 4 árin í Umeá var Sigurður aðstoðarprófessor þar og um tíma settur prófessor. Sigurður lauk doktorsprófi við háskólann í Umeá vorið 1973. Eins og margir aðrir afburðamenn átti Sigurður margra kosta völ bæði í Svíþjóð og Bretlandi. En trúr því markmiði sem hann hafði sett sér ungur, sneri hann aftur til íslands og tók við stöðu sem sérfræðingur við kvennadeild Landspítalans og lektor við læknadeild Háskóla íslands. Ári síðar varð hann prófessor í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp og jafnframt forstöðumaður kvennadeildar Landspítalans og skólastjóri Ljósmæðraskólans. Þar með var hafinn loka- kaflinn í ævistarfi Sigurðar, sem hann hafði búið sig undir með 30 ára þrotlausu námi og starfi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.