Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 105 Kröfurnar til vinnuframlags minnkuðu ekki og Sigurður naut þeirra i ríkum mæli við skipulag og rekstur stórrar sjúkrahúsdeildar, sem er til fyrirmyndar. Jafnframt umsvifa- miklum stjórnunarstörfum sinnti Sig- urður kennslu og rannsóknum af alúð og kostgæfni og varð meðal vinsælustu kennara læknanema. Hann hafði einnig tíma til að sinna rannsóknum og hjálpa ungum læknum af stað við rannsóknarverkefni auk erilssamra læknisstarfa og stöðugrar bakvaktar, sem forstöðulæknir verður að gegna fyrir alla aðra sem með honum starfa. Þetta eru ærin verkefni fyrir flesta, en Sigurður mætti þeim kröfum, sem gerðar voru til hans og tók að sér ýmis trúnaðarstörf, bæði í stjórn læknaráðs Landspítalans og með setu í deildarráði læknadeildar og nú síðast sem deildarforseti. í því starfi komu kostir Sigurðar fram eins og í öllu öðru sem hann tók að sér. Forystuhæfi- leikar hans og lagni við að ná settu marki urðu deildinni til mikils gagns á erfiðu skeiði, þegar ráða þurfti fram úr þeim vanda sem skapaðist vegna mjög fjölmennra árganga lækna- stúdenta, sem nú eru að ljúka námi. Sigurði var mjög í mun að auka veg læknadeildar Háskóla íslands og Landspíta- lans. Nýbyggingu kvennadeildar var að ljúka, þegar Sigurður tók við prófessors- og forstöðumannsstarfinu. Var þar skapaður ytri rammi til þess að auka og bæta þjónustu kvennadeildarinnar sem Sigurði og sam- starfsmönnum hans hefur tekist með svo miklum ágætum að trauðla gerist betra annars staðar. Sem deildarforseti vann Sig- urður að undirbúningi að endurskoðun á kennsluskipulagi og hafði brennandi áhuga á að auka og bæta rannsóknir við læknadeild- ina. Þó að við ramman reip væri að draga á samdráttartíma tókst Sigurði að þoka málum í rétta átt. Kynni okkar Sigurðar hófust ekki að ráði fyrr en haustið 1948, þegar við Páll Sig- urðsson nú ráðuneytisstjóri og Sigurður ákváðum að flýta námi okkar í læknadeild og taka 1. hluta próf í byrjun árs 1949. Að frumkvæði Sigurðar ákváðum við að vinna saman að þessu markmiði. Gerðum við áætlun um hvernig við gætum komist yfir námsefnið, sem þurfti að skila til prófs, í tæka tíð og haft það nægjanlega á takteinum. Hittumst við á hverju kvöldi inni á Kleppi og ræddum sameiginlega námsefni dagsins og settum það í kerfi, sem dugði okkur vel. Myndin er af Sigurði S. Magnússyni og var tekin þegar að hann var kjörinn heiðursfélagi Royal College of Obstetri- cians and Gynaecologists i júni1982. Dugnaður og ódrepandi áhugi Sigurðar var okkur mikill hvati og skemmtun, því að hann hafði líka lag á að sjá broslegar hliðar við annars heldur þurran doðrant, sem við slógumst mest við, nefnilega Gray’s anatomy. Þá kynntumst við einnig dugnaði Sigurðar og bjartsýni hans þegar hann réðst á topografi- una sem var á þýsku, án þess að hafa lært nokkra þýsku áður. Yfirleitt var ekki neinu sinnt nema náminu, en einstöku sinnum brugðum við okkur þó úr herberginu og Sigurður greip í píanó, en hann var mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.