Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 107-9 107 f? n KVARTANIR OG KÆRUR VARÐANDISAMSKIPTI ALMENNINGS OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR Skipun nefndar sem tekur til meðferðar ágreiningsmál í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 var landlækni gert skylt, »að sinna kvört- unum eða kærum, er varða samskipti al- mennings og heilbrigðisstétta.» Þetta á- kvæði var óbreytt í lögum nr. 57/1978, en með lögum nr. 40 25. mars 1983 um breyt- ingu á fyrrgreindum lögum var sett inn nýtt ákvæði, (sjá nú 3. grein 5. tölulið laga nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu): »Landlækni er skylt að sinna kvörtunum eða kærum, er varða samskipti almennings og heilbrigðisþjónustunnar. Heimilt er að vísa ágreiningsmálum til sérstakrar nefndar, sem í eiga sæti þrír menn, tilnefndir af Hæstarétti og ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Enginn nefndarmanna má vera starfsmaður heilbrigðisþjónustunnar, og einn skal vera embættisgengur lögfræðingur og jafnframt formaður. Sömu reglur gilda um varamenn. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur að fengnum tillögum hennar. Kostnaður vegna starfa nefndarinnar greið- ist úr ríkissjóði.« í samræmi við ofangreint heimildar- ákvæði voru 19. mars 1983 settar starfsregl- ur fyrir nefndina. Nefndin sem hér um ræð- ir, er skipuð eins og fram kemur í reglu- gerðinni, af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. í nefndinni eru nú Ólafur St. Sigurðsson lögfræðingur, formaður, María Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur og Baldur Johnsen læknir. í 2. og 3. tölulið fyrstu greinar reglu- gerðarinnar er fjallað um hlutverk nefndar- innar, sem aðallega felst í því, að leitast við að meta skaða á heilsu sjúklings vegna mis- taka eða rangrar meðferðar lækna, hjúkr- unarfræðinga eða annars starfsfólks inn- an eða utan sjúkrastofnana. Hér er gert ráð fyrir, að meta skuli mistök til sektar hlutaðeigandi og skoða bótaskyldu ef svo ber undir. Fram til þessa hafa slík mál verið fá hér á landi, en hafi þau komið upp á yfirborðið, hefur þeim stundum verið vísað til landlæknis, siðanefndar lækna, lækna- ráðs o.s.frv. Ekkert bannar að þessi leið sé enn farin og ef þannig tekst að leysa mál og komast að niðurstöðu, þá er vel. Starfsreglur nefndar- innar eru birtar i heild hér i blaðinu. STARFSREGLUR NR. 150 19. MARS 1985 FYRIR NEFND UM AGREININGSMAL SAMKVÆMT LÖGUM NR. 59/1983 UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU 1. KAFLI Almenn ákvæði og verksvið. 1. gr. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skip- ar þriggja manna nefnd til fjögurra ára í senn, til þess að taka til meðferðar ágrein- ingsmál, sem rísa vegna samskipta almenn- ings og heilbrigðisþjónustunnar og vísað er til nefndarinnar. Nefndinni ber að skila álitsgerð í slíkum málum, þar með talið um ætlaðan skaða á heilsu sjúklings vegna aðgerðar lækna í eða utan sjúkrastofnana, rangra aðgerða eða of seint framkvæmdra, svo og vegna hjúkrunar eða vistunar á heilbrigðisstofnun, svo og önnur þau atriði, sem kærur eða kvartanir fjalla um. Nefndin skal leitast við að meta ábyrgð aðila og bótaskyldu, komi fram beiðni um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.