Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 55

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: II1-2 111 FRÁ ÁRSHÁTÍÐ LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1986 Hér á eftir fara ávörp sem flutt voru á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur, 18. janúar 1986. ÁVARP: KRISTJÁN BALDVINSSON Góðir samkomugestir Fyrir hönd stjórnar L.R. býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar árshátíðar. Mér er það sérstök ánægja að bjóða vel- komna heiðursgesti félagsins og þeirra dömur. Þeir sem hingað eru komnir eru: Af heiðursfélögum L.R. þeir Bjarni Jónsson, Jón Sigurðsson og Arinbjörn Kolbeinsson. Af 50 ára kandídötum þeir Baldur Johnsen, Oddur Ólafsson og Úlfar Þórðarson. Af 45 ára kanídötum Karl Strand. Ræðumaður kvöldsins er Baldur Johnsen. Mörg okkar sem hér erum í kvöld hafa notið handleiðslu þessara heiðursmanna sem allir hafa skilað ósviknu dagsverki í íslenskri læknisfræði. Við bjóðum þá hjartanlega velkomna og gefum þeim gott klapp. Veislustjóri kvöldsins verður okkar ágæti kollega Sigurður Þ. Guðmundsson. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Sigurði. Eina mynd geymi ég í huga mér. Þegar hann útskrifaðist sem læknir var ég læknanemi á öðru ári og keyrði vörubíl fyrir frystihús hér í bæ. Ég var að koma með fisk frá Keflavík klukkan 5 að morgni og ók yfir Suður- landsbraut. Sólin var að koma upp. Sigurður kom gangandi eftir miðri götunni hress í bragði, elegant i smoking og með stórsígar og naut greinilega líðandi stundar. Við gef- um Sigurði ósvikið klapp. Margt hefur verið sagt um lækna í aldanna rás, mismunandi satt eins og gengur. Para- celsus sagði að bestu læknarnir væru þeir sem gerðu minnstan skaða. Mikil umræða hefur að undanförnu átt sér stað um AIDS eða ónæmistæringu. Oftar en einu sinni hefur skotið upp í hugann gömlu kvæði eftir óþekktan höfund. Væri skipt á orðinu sýkill og veira þess í stað ætti það vel við. Tvennt er til— að þú hafir sýkilinn eða ekki. Og takirðu sýkilinn er tvennt til- að þú veikist eða ekki. Og ef þú veikist, er tvennt til- að þú deyir eða ekki. Og ef þú deyrð, ja, þá er tvennt til.... Samskipti lækna og T.R. hafa verið með stirðara móti að undanförnu. Af hálfu sjúkratrygginga hefur ríkt veruleg tortryggni gegn tæknivæðingu og nýjungum í ýmsum sérgreinum. Litið er með söknuði til þeirra gömlu góðu daga þegar lækningar voru ódýrar og læknar jafnvel óþarfir. Mér barst njósn um að T.R. hafi í handriti lækn- ingabók fyrir almenning og greip ég nið- ur í hana af handahófi. 1. Gula: Algengasta ráðið er að éta marflær soðnar i mjólk eða þá lifandi tvær til þrjár í graut- arspæni einu sinni á dag. Verkunin byggist á því að marflærnar skríða úr maganum í lifr- ina og éta burt skemmdina þar. 2. Kláði: Áburður úr sméri og brennisteini, einnig kornsúrulögur eða njólarótarseyði í ungven- ta. Ráðlagt er að velta sér allsberum úti í dögg á Jónsmessunótt áður en fugl flýgur yfir. Við ofsakláða skal steypa yfir mann köldu vatni og veifa síðan Saltaranum yfir brjósti hans.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.