Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ 113 við öldungar vorum ungir á fjórða áratug- num og lukum embættisprófi 1936, sex i febrúar og sjö í júní. Margt hefur breyst á þessari hálfu öld, sem liðin er frá kreppu- áratugnum 1930-40. Flestir þessara manna höfðu lokið stúdentsprófi 1930, en það var þremur vikum fyrr en vant var vegna Alþingishátiðarinnar. Á sama tíma var hér einnig haldið norrænt stúdentamót, einnig á Þingvöllum, svo mikið var að gera þá og næg atvinna í boði fyrir námsmenn við að reisa tjöld \ stormasamri tíð á völlunum, auk annars undirbúnings og það á Dagsbrúnar- kauppi, l,36kr. átimmanogþóttiþaðgóðbú- bót i þá tið fyrir nýbakaða blanka stúdenta. Fjórði áratugurinn var um margt lítt frábrugðinn fyrstu aldamótaárunum. Mest- öll munnleg læknakennsla fór þá fram í einu herbergi á neðri hæð Alþingishússins, en þar voru þá hinar þrjár deildirnar einnig til húsa, lagadeild, norrænudeild og guðfræðideild og svokölluð heimspekideild. Prófessorar voru fáir á þessum árum og kenndu flestir tvö til þrjú fög. Flest þessara ára útskrifuðust innan við 10 læknar á ári, en þó voru allar stöður setnar, meira að segja fámennustu og afskekktustu læknishéruð. Fyrir þá sem höfðu sérstakan náttúrufræða- eða raunvísindaáhuga þurfti að leita út fyrir landsteinana, en til þess lágu hvorki lán né styrkir á lausu og var þá oft læknadeildin valin með sína raunvísindalegu undirstöðu. Á fjórða áratugnum var þegar farið að tala um að takmarka aðgang að læknadeild vegna offjölgunar í stéttinni. Flestir okkar hafa starfað á íslandi og hafa sumir einhvern tíma á ævinni lent í stjórnmálaþátttöku og ýmis konar öðrum störfum samhliða lækningum. Af þeim sem enn tóra er Agnar Johnson í Danmörku en þrír mættir hér. Elstur okkar er Oddur Ól- afsson, sem gert hefur garðinn frægan með byggingum í stórum stíl yfir fatlaða og öryrkja, svo athygli hefur vakið langt út fyrir landsteina. Hann hefur einnig verið þing- maður Suðurnesjamanna þaðan sem for- feður hans eru upprunnir og um leið verið talsmaður á Alþingi fyrir þessa hópa þjóðfélagsins, sem mest hafa þurft á hjálp að halda, þar sem eru fatlaðir og öryrkjar. Yngstur okkar er Úlfar Þórðarson, augn- læknir, sem á sínum tíma var einn af bestu sundboltamönnum þessa lands og var for- svarsmaður íþróttamanna og fulltrúi í borg- arstjórn Reykjavíkur um árabil. Sá, sem hér talar nú var fljótlega mikið gefinn fyrir ferðalög og byrjaði strax, eftir að hafa verið þrjá mánuði héraðslæknir á Flateyri, hinn 1. júlí 1935 ferð á flutningum, sem nú heitir »á puttanum«, mest fót- gangandi í kringum land sumarið það, i náttúruskoðunarskyni. Og var það hvorki fyrsta né síðasta náttúruskoðunarferðin hér heima og utanlands. Þess vegna má segja, að ferðalög eins og lýst er hér stuttlega á eftir, hafi ekki verið æfðum ferðamanni á móti skapi. Það hefur ekki aðeins margt breyst í þjóðfélaginu síðan á fjórða áratugnum, heldur einnig og þá sérstaklega í læknavís- indum. Þá voru virk sérlyf á borð við jurtalyfið digitalis teljandi á fingrum annarr- ar handar. Penisillin var ekki fundið og súlfa aðeins í feluformi (prontosil). Þó tókust oft lækningar á lungnabólgusjúklingum með hjúkrun og húsráðum, sem byggðu á reynslu kynslóðanna. Sjúkdómslýsing barst stund- um bréflega eða sem skilaboð um þriðja mann og var oft úr vöndu að ráða í strjálbýli, þegar vitjunar var beiðst. Hér verður að lokum sagt í stuttu máli frá dæmigerðri læknisvitjunarferð á Vestfjörð- um fyrir um að bil 50 árum, sem þó fékk óvæntan endi. Það bárust skilaboð um símstöð innan úr ísafjarðardjúpi á Þorlák- smessu, að nauðsynlegt væri að fá lækni vegna lungnabólgusjúklings á bæ þar innfrá. Um var að ræða unga vinnustúlku á bænum með háan hita og tak og þyrfti líklegast sjúkraskýlisvist. Formaður í nágrenninu var fenginn til að flytja lækninn á hálfopinni trillu sinni fjögurra tíma sjóferð, aðra leiðina. Formaðurinn var hinn hressasti að aflok- inni skötuustöppumáltíð með tilheyrandi brennivíni, eins og tíðkaðist á Þorláksmessu þar í sveit og víðar og gekk ferðin vel, þrátt fyrir ágjafasjó og hríðarbyl af norðri i upp- gangsveðri. Læknirinn stökk í land er trillan renndi upp í vörina og hélt upp kaffennt túnið heim að bæ. Átti læknirinn aðeins von á stuttum stans ef sjúklingurinn að aflokinni rannsókn yrði talinn ferðafær, eftir að hafa verið vaf- inn í sængur og brekán og fluttur á kviktrjám um borð i trilluna og breiddur yfir hann segldúkur til að verjast ágjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.