Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.04.1986, Qupperneq 60
114 LÆKNABLAÐIÐ En þetta fór allt annan veg, því þegar heim á bæinn kom, var þar allt í uppnámi; sjúklingurinn var horfinn og hafði leit um bæinn, sem var tvílyft timburhús með svefnlofti fyrir griðkonur og öðru fyrir vinnumenn, engan árangur borið, né heldur Ieit i útihúsum. Þótti nú sýnt, að sjúklingurinn, sem átti jólaheimboð til kærastans hinum megin við fjallið, hefði klætt sig og laumast út á meðan annað vinnufólk á bænum hafði verið önn- um kafið við jólaundirbúning í eldhúsi eða búri og haldið á vit elskhuga síns með stórhríðina í fangið, yfir fja.ll, dal og fljót í stað þess að bíða úrskurðar læknis. Það mátti ekki gerast að hennar dómi, að læknirinn truflaði fyrirhugaðan ástvinafund með kyrrsetningu eða sjúkrahúsvistun. Þetta reiknuðu aðrir heimamenn út. Ekki þótti þó annað fært, en að leita sjúklingsins þar sem á var bent og nauðsynlegt að læknir sæi hver afdrif hans hefðu orðið. Farið var út fjörðinn og inn dalinn, krækt fyrir fjallið, heim á bæinn, þar sem sjúkling- urinn var þá búinn að hreiðra um sig í volgu rúmi kærastans. Hún hafði sem sagt farið eins og getið var til um, upp yfir fjallið og yfir dalinn, út á ísilagt fljótið, en isinn brast og hún lenti í jökulköldu vatninu og mátti litlu una að þar lyki ferð. En nú dró snöggvast úr hríðinni og grillti í ljós í glugga, þar sem kærastinn beið og nægði það til að gefa nýjan styrk til þess að komast upp á ísskörina og heim á bæinn á bakkanum. Þegar læknirinn seint um kvöldið eða nánar tiltekið aðfararnótt aðfangadags, kom að bænum, fundust engin einkenni sjúk- dómsins, ekki vottur af bólgu né sótt. Þannig læknar ástin lungnabólgu. Karl Strand í GAMNI OG ALVÖRU Stutt veisluspjall á árshatíð L.R. 18. janúar 1986 Herra veislustjóri. Háttvirta stjórn L.R. Virðulegu heiðursgestir. Ágæta samkvæmi. Mér er ljúft og skylt að þakka Lækna- félagi Reykjavíkur fyrir auðsýndan heiður mér og frú minni með boði til þessa ágæta hófs. Þá hefir sú skylda fallið mér á herðar, að færa þakkir af hálfu lækna- kandidata, árgangsins 1941. Þeir, sem þá luku prófi í læknisfræði, voru aðeins fjórir talsins: Friðrik Kristófersson, Kristján Jónasson, Ólafur Sigurðsson og Karl Strand. Tveir þessara lækna hafa »crost the bar« eins og skáldið Tennyson orðar það, klofið brimgarð lífs og dauða, þeir Friðrik Kristófersson og Kristján Jónasson, báðir um aldur fram. Blessuð sé minning þeirra. Sá þriðji, Ólafur Sigurðsson, er ekki hér í kvöld. Þessi litli hópur, fast knýttur saman eftir erfiði lesturs og prófa, gekk himinglað- ur út í sólskinið 23. maí, átti dýrðlegar sam- verustundir í viku, en tvístraðist síðan yfir höfin til vesturs og suðurs. Við hittumst aldrei aftur allir saman. Við innritun í læknadeild Háskóla íslands, haustið 1934, dundi á okkur sama hrakspáin um offjölgun lækna, sem glymur enn i dag. Svo rammt kvað að ótta við offjölgun þess- arar stéttar, að þeir stúdentar, sem fyrir voru í deildinni, nokkrir a.m.k., stofnuðu það, sem nú mundi vera kallaður »þrýstihópur« til þess að vara »rússana« við því, að kasta tíma og fé í læknisnám, þar sem við líklega yrðum felldir af illri nauðsyn í fyrsta eða öðrum hluta, en yrðum vafalaust atvinnu- lausir ef við skyldum slampast í gegn. Góður vinur minn úr menntaskóla fékk það hlutverk að telja um fyrir mér og helst mjaka mér inní guðfræðideildina, sem á þessum árum þótti ekki skila nógri fram- leiðni, svo notað sé nútímamál. Þessi tilraun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.