Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 243-5 243 Már Kristjánsson, Sigurður Ingvarsson, Valgarður Egilsson, Egill Jacobsen SJÚKLINGUR MEÐ KRABBAMEIN í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI OG HÆGFARA EITLA- FRUMUHVÍTBLÆÐI: FÆKKUN EITILFRUMNA í BLÓÐI EFTIR ESTRÓGEN-MEÐFERÐ Af eftirfarandi sjúkrasögu má ráða, að estrógen-meðferð getur fækkað eitilfrumum í blóði sjúklings með hægfara eitlafrumuhvítblæði. Estrógen og skyld efni (t.d. díetylstilbestról (DES), tamoxífen) hafa verið notuð i meðferð gegn krabbameini í brjósti og blöðruhálskirtli (hvekk). í lok 19. aldar benti Beatson (1) á, að við brottnám eggjastokka úr sjúklingi með brjóstakrabbamein rénuðu sjúkdómseinkenni. Árið 1941 sýndu Huggins og Hodges (2) fram á verulegan klíniskan bata og lengingu lífs eftir brottnám á eistum sjúklings með krabbamein í hvekk. Fljótt varð ljóst, að estrógen hafði svipuð áhrif. Um miðjan sjötta áratuginn uppgötvast sértækir estrógen viðtakar (estrogen receptorac (ER)) í brjóstaæxlisfrumun (3) og hafa þeir síðan fundist í mörgum æxlum, m.a. í hvekk. Ekki er til fulls vitað á hvern hátt estrógen og skyld efni hægja á æxlisvexti (4, 5). Þáttur sérhæfðra ónæmissvara við æxlum í brjósti eða hvekk er lítt kannaður (6). Sjúkrasagan lýsir eitilfrumufækkun eftir estradiol-meðferð í blóði sjúklins með krabbamein í hvekk og langvarandi eitilfrumu-hvítblæði (chronic lymphocytic leukemia, CLL). Einnig verður greint frá mælingu á estrógen-viðtökum (ER) í hvítum blóðkornum (HBK) sjúkling með CLL. SJÚKRASAGA Karlmaður, hálfníræður ára, greindist með hægfara eitlafrumuhvítblæði (chronic lymphocytic leucemia, CLL) í júlí 1978. Sjúkdómurinn þá talinn á 1. stigi (Rai-stigun) (7). í september sama ár greindist hjá honum krabbamein í hvekk. Hvít blóðkorn í blóði voru þá óeðlilega mörg eða 70x 10’/1 (sjá mynd). Gerð var beinmergsástunga, og sýndi hún íferð eitilfruma: Rúmlega 90% þeirra reyndust »litlar eitilfrumur«. Blóðhagur var a.ö.l. eðlilegur. Röntgenmyndir af Frá Rannsóknarstofu Háskólans í veirufræði, frumulíffræðideild Rannsóknarstofu Háskólans við Barónstig og skurðdeild Landspítalans. Barst ritstjórn 15/03/1986. Samþykkt til birtingar 05/04/1986. lungum og beinum sýndu ekki meinvörp og beinaskann með ísotópum ekki heldur. Krabbameinið í hvekknum var fjarlægt með skurðaðgerð um þvagrás, og síðan fékk sjúklingurinn estrógen-meðferð (E2) (sjá mynd). Á einni viku féll fjöldi hvíta blóðkorna um 60% og var kominn í 10% af upphafsgildi eftir þriggja vikna meðferð. Hlutur eitilfrumna í deilitalningu lækkaði á sama tíma úr 90% í 62%. E2-meðferð varð að stöðva í febrúar 1979 vegna djúpbólgu (bláæða) í fótum, en hún var hafin á ný í maí 1979 vegna vaxandi þvagteppu. Fyrst á eftir var líðan sjúklings þolanleg, en svæsnir brjóstverkir og þvagteppa leiddu til sjúkrahúsvistunar í ágúst 1979. Beitt var estramústíni (Estracyt®), frumueyðandi lyfjum og geislun (sjá mynd), en sjúklingur lést í nóvember 1979. Krufning sýndi krabbamein í hvekk (adenocarcinoma) með útbreiðslu í lifur, hægri hjartagátt, í báðum lungum, auk merkja um blóðrek (í lungum) og bláæðabólgur; einnig flákar »lítilla eitilfrumna« í merg og lifur. Peripheral blood leukocyte count, drugs adrninistered, cobolt irradiation. A patient with concurrent chronic lymphocytic leukemia and carcinoma of the prostate. 1. Cyclophosphamide (Endoxan) 500 mg iv, administered only once. 2. Chlorambucil (Leukeran) 2 mg/day orally. 3. Prednisolon 60 mg/day orally. 4. X-ray irradiation, initially 150 kv, 400 rad 3 times against nipples. Terminally cobalt (4.000 rad) administered to the pelvis. 5. Estramustin (Estracyt*) 300 mg/day (half the time as injections, then orally). 6. Polyestradiol (Estradurin) 80 mg monthly (initially 160 mg). 7. Ethynil estradiol 150 microg/day orally.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.