Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 6
244 LÆKNABLAÐIÐ Estógen-viðtakar í hvitum blóðkornum sjúklinga með hœgfara eitlafrumuhvítblœði. Út frá framangreindri sjúkrasögu þótti forvitnilegt að sjá hvort estrógen-viðtaka væri að finna í hvítum blóðkornum sjúklinga með CLL. HBK voru einangruð úr blóði fjögurra sjúklinga; notuð var aðferð sem Simonsson hefur lýst (8). Við mælingar á hormónviðtökum var notuð s.k. dextran coated charcoal aðferð (9) og eru niðurstöður birtar í töflu. UMRÆÐA í sjúkrasögu að ofan er lýst, að sjúklingur með krabbamein í hvekk og hægfara eitla- frumu-hvítblæði fær estrógen-meðferð (E2) (vegna krabbameinsins í hvekknum). í kjölfar þess fylgir veruleg eitilfrumufækkun í blóði, sem entist í sjö mánuði. Líklegt verður að teljast, að svörunin sé vegna E2-meðferðar: Aðrir hafa lýst sambærilegum svörunum í sjúklingum með hægfara eitlafrumuhvítblæði þegar notað hefur verið dietylstilbestról (10, 11) eða tamoxífen (12) vegna annarra sjúkdóma. Við estrógen-verkun verður það yfirleitt fyrst, að estrógenið binst sértækum viðtökum í frumum. Til að skýra fækkun eitilfrumanna sýnast tveir möguleikar fýsilegastir. í fyrsta lagi, að estrógen verki beint á hvítblæðifrumurnar og hefti vöxt óeirra eða flýti fyrir eyðingu þeirra. Lýst hefur verið estrógen-viðtökum (ER) í hringsólandi eitilfrumum (circulating lymphocytes) í 8 af 11 CLL sjúklingum (Rosan o.fl. (12)). Við fundum einnig ER í hvítblæðisfrumum frá einum sjúkling af fjórum með hægfara eitlafrumuhvítblæði. ER hafa fundist í eitlum sjúklinga með Hodgkins- og non-Hodgkins-eitlakrabbamein (13, 14). f annan stað gætu áhrifin verið óbein, með því að estrógen verki á T-bælifrumur, T-hjálparfrumur eða jafnvel á stoðfrumur í eitillíffærum. Sýnt hefur verið fram á minnkaða blastasvörun (blastogenic respones) eitilfruma blóðs in vitro eftir DES-meðferð (15). Þá var notuð fýtóblóðkekkjunar örvun; frumurnar teknar úr sjúklingum með krabbamein í hvekk eða Peyronie’s sjúkdóm (eitilfrumurnar örvaðar fyrir og eftir inntöku DES (15)). f tímgli (thymus) úr rottum er að finna ER með sérlega mikið næmi fyrir estrógeni (16). Talið er víst að ER séu í þekju-ættuðum frumum tímgils (thymic reticular epithelium) en ekki í sjálfum tímgil framurur (thymocytes) (16, 17). Áhrif estrógens þarna eru talin vera bæling á frumubundnu ónæmissvari (cell-mediated immunity) (16). Ofantaldar rannsóknir á mönnum og rottum benda til að estrógen og skyld efni hafi viðtæk Estrogen receptors in blood lymphocytes. Estrogen receptors in peripheral blood leukocytes infour patients with chronic lymphocytic leukemia. Values given as fmot/mg cytosol protein. Patient Sex Year of birth ER concentration 1 ............ Male 1897 Not detectable 2 ............ Male 1917 Not detectable 3 ............ Female 1915 (16 fmol/mg) 4 ............ Female 1923 Not detectable áhrif á ónæmiskerfi. í mönnum virðast áhrifin ekki aðeins á sjúkt ónæmiskerfi, heldur einnig heilbrigt (15). Við leggjum til að rannsökuð verði frekar áhrif estrógena og líkra efna á frumur ónæmiskerfisins einkum m.t.t. hvítblæðis; mögulegt er að nýta megi þetta við meðferð sjúkdómsins. Á hitt er þá einnig að líta, hvort frumubundin ónæmissvör gætu bælst í sjúklingum með krabbamein, er fá estrógen meðferð. SUMMARY Lymphopenic response in a patient with chronic lymphocytic leukemia (CLL) treated with estradiol for concurrent carcinoma of the prostate is presented. This response lasted seven months; relapse lead the patient to death within few months. Estrogen receptor activity in peripheral blood leukocytes of four patients with CLL was measured. One had positive level (16 fmol/mg cytosol protein); in three of the patients no activity wasa detected. Possible mechanism of the lymphopaenic response is discussed. The need for a more detailed knowledge of estrogenic actions in the human immune system is stressed. HEIMILDIR 1. Beatson GT. On the treatment of inoperable cases of carcinoma of the mamma. Suggestions for a new method of treatment with illustrative cases. Lancet 1896, 2: 104-7. 2. Huggins C, Hodges CV. Studies on prostatic cancer. I. The effect of castration, of estrogen and androgen injection on serum phosphatases in metastatic carcinoma of the prostate. Caricer Res 1941, 1: 292-8. 3. Jensen EV, DeSombre ER, Jungblut PW. Estrogen receptors in hormone-responsive tissue and tumours. In; Wissler RW, Dao TL, Wood S Jr, eds. Endogenous factors influencing host-tumour balance, Chicago: University of Chicago Press, 1967, 68: 15-30. 4. Lindstedt E. östrogenterapi vid prostatacancer. In: Prostatacancer och dess behandling Nordisk symposium. Helsingborg: AB Leo, 1979, 47-63. 5. Segaloff A. Hormone therapy of breast cancer. In:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.