Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1986, Side 8

Læknablaðið - 15.10.1986, Side 8
246 1986; 72: 246-59 LÆKNABLAÐIÐ Kristinn Tómasson ATHUGUN Á GLÖPUM HJÁ ÖLDRUÐUM OG ÁFENGISSJÚKLINGUM MEÐ AUÐVELDU STÖÐLUÐU PRÓFI BORIN SAMAN VIÐ MAT STARFSFÓLKS ÚTDRÁTTUR Tilgangur rannsóknarinnar, sem hér verður lýst, var að kanna gagnsemi íslenskrar þýðingar á einföldu prófi til athugunar á truflunum á vitrænu hugarstarfi (óráði og glöpum) svo nefndu Mini-Mental State Examination (MMS) hjá ýmsum hópum með mismunandi tíðni slíkra truflana. í þessu skyni voru endurteknar nokkrar athuganir, sem gerðar hafa verið með ensku útgáfunni, til þess að sjá hvernig íslensku útgáfunni bæri saman við þá ensku. Stöðugleiki prófsins var athugaður hjá öldruðum, en hjá háöldruðum hefur hann hingað til verið hvað minnst rannsakaður. Jafnframt var ætlunin að kanna algengi glapa og hversu vel niðurstöðum prófsins bæri saman við aðrar rannsóknir og við mat aðstoðarlækna og hjúkrunarfræðinga. Þá voru breytingar á niðurstöðum prófsins athugaðar hjá sjúklingum í afeitrun til þess að sýna hvort skerðing á hugarstarfi þeirra gengi til baka. í samræmi við ábendingar, sem fram hafa komið, var Bender-Gestalt (BG) prófþættinum breytt þannig að hann yrði einfaldari og ekki eins háður menntun. Þurfti þvi að athuga hvaða áhrif þessi breyting hefði í för með sér. í þessu skyni var valið Benton Visual Retention próf (BVRT) í stað BenderGestalt-prófs. Prófið er mjög þægilegt í notkun, tekur 5-10 mínútur, og er án óþæginda fyrir sjúklinginn. Það greinir glöp og óráð af töluverðu öryggi og er mjög stöðugt við endurtekningu við óbreytt ástand. Prófið eitt sér er þó ekki nothæft til að greina tegund glapa eða óráðs. Notkun á Benton Visual Retention prófi í stað Bender-Gestalt hafði ekki marktæk áhrif á prófniðurstöður. Hins vegar réðu fleiri háaldraðir við fyrrnefnda prófið en það síðarnefnda. Niðurstöður rannsóknarinnar á prófinu voru mjög sambærilegar við erlendar athuganir á því. Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 25.06.1986. Samþykkt 04.07.1986. Athugunin leiddi í ljós hátt algengi glapa og óráðs meðal aldraðra, sérlega á sjúkrahúsum. Algengi glapa sjúklinga lyflækningadeilda reyndist vanmetið af aðstoðarlæknum og hjúkrunarfræðingum. í samanburðarhópi aldraðra voru glöp álíka algeng og aðrar íslenskar rannsóknir hafa sýnt. Prófið sýndi nokkurn bata á vitrænu hugarstarfi áfengissjúklinga við afeitrun en án þess að ná meðaltali samanburðarhópsins, þó batnaði næmi og minni áfengissjúklinganna ekki. INNGANGUR Mat á vitrænu starfi hugans hefur lítt verið staðlað við venjulegar læknisskoðanir. Það hefur leitt til óvissu um framvindu og greiningu truflana á því, óráðs og glapa, hjá sjúklingum. Til þess að komast hjá erfiðleikum sem þessum, er nauðsynlegt, að hafa hlutlægan mælikvarða, sem ekki er háður því, að sami aðili rannsaki sjúklinginn alltaf. Slíkir mælikvarðar eru t.d. greindarpróf, er gefa nokkuð nákvæma mynd af einstaklingnum. Þau eru hins vegar löng, sérþjálfun í notkun þeirra æskileg, ef ekki nauðsynleg, til þess að komast að ábyggilegri niðurstöðu. Þau henta því illa sem skimpróf, sem hægt er að beita hvenær sem er af fólki án sérþjálfunar. Allmörg próf hafa verið reynd, til þess að leysa þennan vanda, en flest eiga þau sameiginlegt að vera ekki notuð nema af fremur þröngum hópi sérfræðinga og áhugasamra heilbrigðisstarfsmanna. Markmið með flestum þeirra hefur verið að reyna að staðla greiningu á glöpum á einfaldan og fljótlegan hátt. Jafnframt þessu hefur þeim verið ætlað hlutverk við skimleit og sem tæki, er næmt sé á breytingar á skýrleika sjúklinga. Dæmi um slík próf eru Cognitive Capacity Screening Examination (CCSE), Mattis Dementia Rating Scale (MDRS), Mini-Mental State Examination (MMS), Mental Status Questionary (MSQ), Short Portable Mental

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.