Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ
247
Status Questionary (SPMSQ) (1). Notkun þeirra
tekur 3-30 mínútur.
MSQ á sér lengsta forsögu og hefur verið
rannsakað töluvert. Það reynir fyrst og fremst á
áttun og minni og er mjög einfalt. Fundvísi þess
og sértækni hefur hins vegar þótt vera í lægsta
lagi. SPMSQ er svipað en reynir einnig á athygli
og reiknigetu.
CCSE er ítarlegra og bætir við á sviði næmi og
málskilnings en form- og verkskilningi er minna
sinnt.
MMS er svipað og CCSE en tekur meira til form-
og verkskilnings. Þessi próf taka um 3-10
mínútur. MDRS er Iengra, um 30 mínútur, og
hentar því illa sem skimpróf hjá mikið veiku fólki
eða til að fylgja eftir sjúklingum með óráð. Með
þetta að leiðarljósi var ákveðið að skoða eitt af
styttri prófunum frekar. MMS varð fyrir valinu
þar sem það tekur til form- og verkskilnings, sem
er æskilegt vegna þess að próf, sem ekki taka til
slíks, eru ekki eins næm til að meta hæfni
einstaklingsins til sjálfshjálpar (2).
Um Mini-Mental State Examination (MMS);
Prófið var hannað af Folstein og félögum (3), þar
sem þeim fannst vanta próf fyrir vitrænt
hugarstarf sem væri fljótlegt. Þær aðferðir sem
voru í notkun væru seinlegar og sjúklingar með
óráð (delerium) eða með glöp (dementia)
þreyttust of fljótt til þess að hægt væri að slá mati
á þá. í ljósi þessa hönnuðu þeir MMS, sem stutt
próf er liti að vitrænu hugarstarfi (cognitive
function), en snerti lítið eða ekki á lundarfari,
ranghugmyndum eða formi hugsunar.
Fræðilega skiptist prófið í tvo hluta. Sá fyrri
gefur 21 stig fyrir svör við stöðluðum spurningum
um áttun, næmi, athygli eða reiknigetu og minni.
Seinni hlutinn metur hæfni til að nefna hluti,
fylgja leiðbeiningum, skrifa eigin hugmyndir og
líkja eftir Bender-Gestaltmynd og gefur 9 stig.
Hæsta einkunn á prófinu er þannig 30 stig (sjá
viðbæti).
Prófið hefur verið rannsakað allnokkuð. Fyrsta
athugunin (3) laut að sjúklingum með elliglöp
(dementia senilis), þunglyndisglöp
(pseudodementia) og þunglyndi í samanburði við
heilbrigða. Helstu niðurstöður voru þær að
elliglapasjúklingar fengu 9,7 stig að meðaltali,
þeir sem hrjáðust af þunglyndisglöpum 19,0,
þunglyndir 25,1 og heilbrigðir 27,6. Einkunn fyrir
neðan 21 benti á einhver glöp. Einnig voru
athuguð tengsl við greindarpróf Wechslers fyrir
fullorðna, sem er mjög mikið notað og er samsett
úr munnlegum og verklegum hluta. Tengslin
virtust góð við munnlega hlutann (R = 0,776) og
sömuleiðis við þann verklega. Prófið reyndist
mjög stöðugt og óháð því hverjir lögðu það fyrir.
Hins vegar var ekki hægt að greina orsakir glapa
með því.
Reynt hefur verið að kanna með hjálp
tölvusneiðmynda af höfði tengsl sjáanlegra
skemmda með þessari tækni við árangur
samkvæmt MMS. Niðurstöður bentu á að prófið
væri hjálplegt við mat á heilaskemmdum (4).
Einstaklingar með eðlilega tölvusneiðmynd hafa
hærri einkunn en þeir sem eru með óeðlilega
mynd. Heilarýrnun með eða án staðbundinna
skemmda tengdist lægri einkunn á prófinu frekar
en staðbundnar skemmdir einvörðungu. í annarri
rannsókn á 126 sjúklingum á taugasjúkdómadeild
reyndist prófið ekki gagnlegt til að greina
einstaklinga með dreifðar heilaskemmdir frá
þeim, sem hafa staðbundnar skemmdir (5). Þó
fengu sjúklingar með skemmdir í báðum
heilahvelum eða aðeins í því vinstra færri stig en
einstaklingar með eðlilega tölvusneiðmynd eða
eingöngu skemmdir í hægra heilahveli. Sjúklingar
með sjáanlega skemmd í heila gátu haft upp undir
27 stig. í þessari athugun var prófið likt og þau
fyrrnefndu mjög stöðugt og fengu einstaklingar, í
óbreyttu ástandi sama stigafjölda frá einum tíma
til annars en prófstöðugleikinn hefur ekki farið
niður fyrir 0,89 hjá sama prófanda og ekki niður
fyrir 0,82 milli prófenda (6). Einkunn fyrir neðan
21 stig virðist glögg vísbending um að glöp væru á
ferðinni.
Þetta gaf því tilefni til að athuga hversu
áreiðanlegt prófið er til skimleitar. Við leit að
glöpum á lyflækningadeild var fundvísi (næmi)
prófins 87.0% og sértækni 82,4% ef miðað er við
23/24 mörkin. Falsk jákvæðir voru um 39% og
falsk neikvæðir 4,7%. Þeir sem voru falsk
jákvæðir höfðu stutt skólanám að baki («9ár) og
voru flestir eldri en 60 ára. Minni virtist einkum
versna með hækkandi aldri en menntun hafði
áhrif á tímaáttun, athygli, minni og færni til að
afrita Bender-Gestalt mynd (BG). BG færni var
mjög tengd menntun en það jók sértækni prófsins
aðeins lítilega að sleppa því hjá þeim sem höfðu
stutta skólagöngu að baki. Því var lagt til að reynt
yrði að einfalda verkefnið og aðgæta hvaða áhrif
það hefði. Önnur atriði voru ekki eins tengd
menntun en vegna þess að vægi þeirra í prófinu er
meira jókst sértæknin hlutfallslega meira við að
sleppa þeim en það var á kostnað næmis.
Samkvæmt framansögðu má gera ráð fyrir að séu