Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 10
248 LÆKNABLAÐIÐ mörkin 23/24 notuð við skimleit fyrir glöpum hjá þeim sem hafa stutta skólagöngu og eru aldraðir þá geti hlutfallslega margir af þeim flokkast ranglega sem skertir (6). FRAMKVÆMD ATHUGUNARINNAR OG EFNIVIÐUR Prófið var lagt fyrir samtals 169 einstaklinga á tímabilinu frá 14.10.1985 til 18.04.1986. Athugaðir voru fimm hópar: þrír sjúklingahópar, á öldrunarlækningadeild, á lyflækningadeild, og á áfengisdeild og utan sjúkrahúss voru athugaðir tveir hópar, verkamenn og aldraðir sem búa einir (sjá töflu I). Notað var »Mini Mental State«-próf með »Benton Visual Retention« afbrigði (BVRT). Sjúklingar á lyflækningadeild voru einnig prófaðir með Bender-Gestalt afbrigði (BG). BVRT felst í því, að sjúklingurinn á að skoða fimmhyrning í 10 sekúndur og teikna hann síðan eftir minni. BG byggist á tveimur fimmhyrningum, sem skerast og á sjúklingurinn að líkja eftir þeirri mynd. BVRT gerir þennan prófþátt væntanlega meira minnisháðan og þar með aldursháðan, sem er mun betur afmarkanleg breyta en menntun, sem torvelt er að meta hjá gömlu fólki, sem alið er upp við allt aðrar kringumstæður en yngra fólk. Auk þess má búast við, að breytingin dragi úr áhrifum klaufsku, sem hlýtur að vera æskilegt, ef rúmlægt fólk er prófað. Flestir voru prófaðir milli klukkan 08 og 19, en þó voru nokkrir á áfengisdeild prófaðir á öðrum tímum, ef þeir komu inn að kvöldi eða næturlagi. Á öldrunarlækningadeild voru prófaðir 37 sjúklingar. Þetta eru mikið veikir öldungar, sem sumir liggja lengi á deildinni. Bráðainnlagnir eru fáar, en öldungarnir eru flestir lagðir inn á deildina með tilliti til þeirra rannsókna, endurhæfingar og umönnunar sem deildin getur boðið. Sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum stjórnar meðferð á deildinni og þar starfa tveir aðstoðarlæknar. Fyrir hvern sjúkling er til vandamálalisti og vinnugreiningar, sem gerð eru af aðstoðarlæknum undir umsjá sérfræðings deildarinnar. Niðurstöður á MMS-prófinu voru bornar saman við vinnugreiningarnar. Einni til tveimur vikum síðar var prófið síðan lagt aftur fyrir þá einstaklinga, sem samkvæmt gögnum deildarinnar voru við óbreytta líðan, alls 26 einstaklinga. Lýsingar á tölvusneiðmyndum af höfði 26 sjúklinga deildarinnar voru bornar saman við MMS niðurstöður sömu sjúklinga. Orðið heilarýrnun er aldrei notað í þessum 26 svörum, en hér eru svör, þar sem getið er um »víða gyrusa, sulci og víkkun á heilahólfum«, flokkuð sem heilarýrnun. Sjúklingar lyflækningadeildar voru á fjórum göngum eftir tegund eða eðli vandamála (hjarta, lungna, innkirtla, meltingar, gigtar o.fl.). Á hverjum gangi eru tveir aðstoðarlæknar, reyndur aðstoðarlæknir, sem er ráðinn til eins árs í senn og náms-aðstoðarlæknir (kandidat), sem ráðinn er í 2-4 mánuði í senn, oftast fjóra. Á hverjum gangi eru 2-4 hjúkrunarfræðingar á morgunvakt. Á rannsóknardegi voru 80 sjúklingar á deildinni. Fimmtiu og átta voru 60 ára og eldri og af þeim þreyttu 56 prófið. Þeir tveir sem féllu út voru annars vegar 85 ára karl með hjartadrep og 67 ára kona, sem vildi ekki láta prófa sig. Sólarhring síðar (20-28 klukkustundum) voru 48 sjúklingar prófaðir aftur, fimm höfðu útskrifast og þrír voru í öðrum rannsóknum, þannig að ekki var hægt að prófa þá innan þessara tímamarka. Þá voru báðir aðstoðarlæknarnir og tveir hjúkrunarfræðingar á morgunvakt á hverjum gangi beðnir um að meta hverjir væru með glöp eftir skalanum »veit ekki - ekki dement - kannski dement - dement - mjög dement«. Þeir sem voru með óráði skyldu merkjast »kannski dement«. í niðurstöðunum eru þeir flokkaðir sér sem starfsfólkið telur »ekki dement« og hinir settir í einn flokk »glöp«. Starfsfólkið var einnig beðið um að merkja við þunglyndisskala »veit ekki - ekki þunglynd(ur) - kannski þunglynd(ur) - þunglynd(ur)«. Sömuleiðis var starfsfólkið beðið um að merkja við wástand batnandi - ástand stöðugt - ástand versnandi«. Álit starfsfólks á þunglyndi og ástandi sjúklings var fengið til þess að starfsfólkið hugsaði meira um hann þegar það væri að meta hvort sjúklingurinn væri með einhver glöp. Þriðji hópurinn voru allir sjúklingar sem komu til afeitrunar á áfengisdeild á hálfum mánaði alls 24 einstaklingar. Áður en sjúklingar leggjast inn á deildina eru þeir metnir af lækni í göngudeild, sem ákveður hvort afeitrun getur farið fram þar eða hvort sjúklingurinn þarf að leggjast inn. Sérfræðingur í geðsjúkdómum með reynslu á sviði lyflækninga stjórnar meðferð sjúklinganna. Auk hans eru á deildinni aðstoðarlæknir og hjúkrunarfólk. Sjúklingarnir voru prófaðir innan 8 klukkustunda frá komu og aftur, þegar sjúklingurinn lauk frá hvarfsmeðferðinni. Aðeins tveir útskrifuðust í skyndingu án þess að hægt væri að prófa þá aftur. Því voru 22 tvíprófaðir. Sjúkrasaga þeirra var skoðuð með sérstöku tilliti til áfengis-, krampa- og slysasögu og sú saga borin saman við niðurstöður á MMS-prófinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.