Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 13

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 249 Til samanburðar við sjúklingahópana voru valdir tveir hópar utan sjúkrahúss og prófið lagt fyrir þá. Annars vegar hópur háaldraða á aldrinum 78-99 ára, sem búa sjálfstætt í þjónustuíbúðum. Þeir, sem búa í þessum íbúðum, verða að vera að mestu sjálfbjarga, en fá sumir hjálp vegna baða og lyfjatiltekta. í þessum hópi eru 23 einstaklingar, sem voru prófaðir á heimilum sínum milli klukkan 16 og 19. Heilsufar þeirra var ekki athugað frekar en sem nam prófinu, og að aðgætt var í sjúkraskrám spítalanna, hvort þeir hefðu legið þar á síðast liðnum 5 árum. Sjúkdómsgreiningar og sjúkraskrá voru athugaðar með það í huga, hvort þær gæfu til kynna einhver merki um glöp eða áverka á heila t.d. heilablóðfall eða alvarleg höfuðhögg. Hins vegar var valinn til samanburðar hópur 29 verkamanna, sem hafði verið í sömu vinnu hið minnsta í tvo mánuði en flestir um árabil, þegar þeir voru prófaðir. Þeir voru á aldrinum 18-67 ára. Þeir voru prófaðir á vinnustað. Þeirra heilsufar var ekki rannsakað frekar og þeir skilgreindir heilbrigðir án frekari athugunar. Tafla I lýsir efnivið rannsóknarinnar. Kynskipting í hópunum er ójöfn nema á lyflækningadeild þar sem hún var þó ójöfn innan ganga. í hverjum hóp er meðalaldur nokkuð miðlægur og 4 staðalfrávik spanna aldursdreifingu hvers hóps. Verkamannahópurinn var valinn sambærilegur við áfengissjúklingana með tilliti til aldurs og kyns. íbúar þjónustuíbúða voru valdir á sama hátt með tiliti til aldurs sambærilegir við sjúklinga öldrunarlækningadeildar. Efniviðurinn gefur ekki ástæðu til að bera saman árangur á MMS-prófinu hjá körlum og konum þar sem slík meðhöndlun mundi leiða til of lítilla undirhópa. NIÐURSTÖÐUR Prófið reyndist mjög þægilegt í notkun bæði fyrir prófandann og þá sem prófaðir voru. Þó hættu tveir einstaklingar í prófinu þar sem þeim fannst það óviðeigandi. Annar var með ofsóknarhugmyndir (paranoia), en hinn er eðlilegur í háttum og hugsun. Atriði í kaflanum um mál þótti mörgum óvenjulegur hluti af skoðun hjá lækni, en kvörtuðu ekki frekar undan því og samþykktu aðferðina, þegar þeir fengu viðhlítandi skýringar. Það tók um 5 mínútur að prófa þá sem eru 60 ára og yngri, en gamla fólkið um 10 mínútur. Það breyttist lítið frá fyrra prófinu til seinna prófsins. Þannig má gera ráð fyrir að áfengissjúklingar hafi verið skoðaðir í Table I. Material in MMS study. Patients Control groups Geriatric Medical Alcoholic Aged Workers Number ... . 37 56 24 23 29 Men . 13 25 19 3 23 Women ... . 24 31 5 20 6 Age-range . . 68-98 60-93 26-61 78-99 18-67 Mean age.. . 84.2 77.6 42.3 86.7 41.0 s.d . 7.36 9.10 9.59 5.48 13.41 2x5 mínútur, en sjúklingar á lyflækninga- og öldrunarlækningadeild í 2x 10 mínútur. Munur á tímalengd virtist fyrst og fremst stafa af því að lengri tíma þurfti til kynningar hjá eldra fólkinu. Tafla II sýnir hvernig einstakir hópar í athugunni standa sig. Miðað við dreifingu út frá frá meðaltals árangri þá er sýnt að sjúklingar á öldrunarlækningadeild og á lyflækningadeild eru samsettir af misleitum sjúklingahóp þar sem þeir spanna nær allan skalann. Öfugt við eru verkamenn einsleitur hópur, sem allir ná 25-30 stigum, sem er innan þeirra marka, sem aðrir hafa fundið fyrir heilbrigða menn. Af árangri verkamannanna má fá hugmynd um eðlileg gildi með 95% vikmörkum. Ef miðað er við heildarniðurstöður þá eru mörkin við 24/25. Séu hins vegar valin neðri 95% vikmörk einstakra undirþátta prófsins og þau lögð saman er 95% öryggismörk við 20/21 (sjá töflu III). Table II. MMS scores of patients and control groups. Patients Alcoholic Control group Geriatric Medical Admission Discharge Aged Workers Range. 0-28 0-30 13-30 19-28 8-30 25-30 Mean . 12.2 17.3 21.2 24.2 21.5 27.9 s.d. ... 7.55 9.61 4.11 2.87 4.99 1.51 Table III. 95% confidence limit of MMS results of workers according to subtests and total scores. Mean 95% score Confidence limit Orientation to time ... 4.9 4.0 Orientation to place... 4.8 4.0 Registration 2.8 1.9 Attention & calculation 4.4 2.7 Recall 2.7 1.9 Language 8.3 6.7 Subtests, total 27.9 21.2 Total score 27.9 24.9

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.