Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1986, Side 43

Læknablaðið - 15.10.1986, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 267 konur og 7 karlar á lífi, sem ekki fengust nægar upplýsingar um og er þeim þess vegna sleppt úr samanburði. Einn karl reyndist hafa vinstra greinrof og féll þess vegna úr hópnum. Heildarfjöldi lifandi einstaklinga til marktæks samanburðar varð þvi 62 konur (92,5%) og 82 karlar (91,1%). Upplýsingar um sjúkrasögur hinna látnu nýtast einnig til samanburðar. í fyrri grein (1) var lýst sams konar rannsóknum á greinrofshópnum utan áreynsluprófs, sem gert var á traðkmyllu eftir fyrirsögn Bruce (5), nema sérstök frábending væri fyrir hendi. Áreynsluþol greinrofshóps var metið eftir sjúkrasögu og áreynsluprófi og flokkað eftir skiimerkjum New York Heart Association. Áreynsluþolið var borið saman við gönguþol kyrrsetufóiks á traðkmyllu í rannsókn Bruce frá 1973 (5), af sama aldri og kyni. Einnig var athugað, hvort fram kæmu breytingar á hjartarafriti svo sem hjartsláttartruflanir eða frekari leiðslurof. Áreynslu var hætt þegar sjúklingarnir gáfust upp vegna þreytu í fótum, mæði eða vegna brjóstverkja. Einnig ef fram komu tíð eða fjölþætt aukaslög frá sleglum. Kí-kvaðrati og t-prófi stúdents var beitt við tölulega útreikninga. NIÐURSTÖÐUR Hjarta- og œðasjúkdómar. Samanburður á algengi hjarta- og æðasjúkdóma hjá greinrofshópi og samanburðarhópi leiddi í ljós, að ekki var marktækur munur á hjartakveisu, hjartadrepi eða háþrýstingi (tafla II). Ein kona í samanburðarhópi reyndist hafa ofþykktarsjúkdóm í hjartavöðva (cardiomyopathia hypertrophica), en sjö karlar í greinrofshópi (p< 0,001) þar af einn með ofþykktarsjúkdóm en sex með ofrýmissjúkdóm (cardiomyopathia congestiva). Einn karl og ein kona í samanburðarhópi höfðu frumsjúkdóm í leiðslukerfinu (primary conduction disorder). Þau höfðu bæði hægra greinrof án annarra merkja um hjartaeða æðasjúkdóma. Níu sjúklingar á lífi í greinrofshópi höfðu frumsjúkdóm í leiðslukerfinu. Mismunandi heildarfjöldi einstaklinga í samanburðarhópi í töflu II, auðkennt með stjörnum, er vegna þess, að misítarlegar upplýsingar lágu fyrir varðandi hvern og einn. Annars vegar er eingöngu stuðst við sjúkraskýrslur sjúkrahúsanna og Hjartaverndar eða krufningaskýrslur. Hins vegar er um að ræða einstaklinga sem mættu til skoðunar. Tveir karlar og ein kona úr greinrofshópi höfðu hjartagangráð en enginn i samanburðarhópi. Einn karl úr greinrofshópi og fimm úr samanburðarhópi höfðu farið í kransæðaaðgerð, en engin kona. Ekki er marktækur munur á fjölda látinna í hópunum tveimur (tafla III). Þrír karlar voru látnir vegna hjartavöðvasjúkdóms í greinrofshópi, en enginn í samanburðarhópi (p<0,02). Annars var ekki munur á dánarorsökum. Hjartaómritun. Hún reyndist möguleg hjá 35 úr greinrofshópi og 122 úr samanburðarhópi. Af þessum 35 höfðu 9 frumsjúkdóm í leiðslukerfinu og af 122 í samanburðarhópi virtust 56 heilbrigðir, án merkja um sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi. Þykkt sleglaskiptar (septum intervetriculare) var að meðaltali áþekk í greinrofshópi (1,23 sentimetrar ±0,38) og í samanburðarhópi (1,19 sm±0,26), einnig þegar eingöngu eru bornir saman þeir með frumsjúkdóm í leiðslukerfinu (1,17 sm±0,19) og heilbrigðir (1,13 sm±0,20). Munurinn er í hvorugu tilvikinu marktækur. Þykknuð sleglaskipt (> 1,5 sm) fannst hjá þremur Table II. Associated cardiovasculer diseasesfor LBBB group and controls. Cardiovascular diagnosis LBBB M + W Controls M + W P Valuc Angina pectoris.................................... 12(27,3%) 39*) (23,9%) N.S. Myocardial infarction ............................. 8 (18,2%) 27*) (16,6%) N.S. Arterial hypertension.............................. 15(34,1%) 60**) (41,4%) N.S. Cardiomyopathy..................................... 7(15,9%) 1***) (0,8%) p<0.001 Primary conductio disorder......................... 13(29,5%) 2***) (1,5%) Deaths.............................................. 7(15,9%) 19 (10,8%) N.S. Total 44 163 *) A total of 163 controls, •*) A total of 145 controls, •*•) A total of 130 controls.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.