Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 57

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 277 Table II. Anatomical extent of thyroid cancer. Prctrcatment clinical classification (TNM) Postsurgical histopathological classification (pTNM) T Nl-3 M1 pT pNl-3 pMl T0 41 32 5 pTO 2 2 _ T1 189 13 4 pTl 57 7 4 T2 26 3 - pT2 150 13 1 T3 73 3 1 pT3 98 29 6 T4 76 33 15 pT4 77 32 7 Tx 23 5 6 pTx 54 21 7 Total 428 89 31 Total 428 104 25 totumyndandi vefjagerð við greiningu (24%) og fjarmeinvörp 11 (4%). Meðal sjúklinga með skildilsbús-krabbamein höfðu 16 (21%) eitlameinvörp og 8 (12%) fjarmeinvörp við greiningu. Meðalstærð æxlis við greiningu var mest fyrstu tvö fimm ára tímabilin, en hefur síðan farið minnkandi, sem sést t.d. á því að aðeins einn sjúklingur reyndist hafa æxli innan við einn sentimetra við vefjarannsókn fyrstu tíu árin, en 28 sjúklingar næstu tíu ár og sami fjöldi þriðja tíu ára tímabilið. í hópi B reyndist æxlið innan við einn og hálfur sentimetri hjá 74 sjúklingum (þar af þrír sjúklingar með eitlameinvörp), stærð óviss hjá þrem sjúklingum en 21 reyndist hafa stærra æxli, þar af þrír með eitla-meinvörp. Athugunartímabilinu var skipt niður í sex fimm ára tímabil og kom í ljós, að fyrstu 10 árin var greining við krufningu fátíð eða sex sjúklingar. Næstu tvö fimm ára tímabil 1965-1974 greindust 53 sjúklingar og síðustu 10 árin 39. Krufningar voru að meðaltali 335 á ári fyrstu 10 árin eða 28% af dauðsföllum. Næstu tvö 5 ára tímabil 1965-1974 voru þær 500 á ári að meðaltali og 35% af dauðsföllum fyrir þetta tíu ára tímabil. Einkenni: í töflu III eru skráð algengustu einkenni sjúklinganna við greiningu. Algengast var að sjúklingar hefðu einkennalausa fyrirferð eða 203 (47%). Tvö hundruð og tuttugu (51%) sjúklingar höfðu eitt eða fleiri önnur einkenni (flestir einnig fyrirferð á hálsi). í þessari rannsókn voru aðeins skráð tvö einkenni hjá hverjum sjúklingi og voru valin þau einkenni, sem voru mest áberandi, ef um fleiri en tvö einkenni var að ræða. Þessi einkenni skiptust á eftirfarandi hátt: Þrýstingseinkenni í hálsinum (þrengsli við öndun) 56, hæsi 51, kyngingarörðugleikar 39, verkir 30 og 14 höfðu ofstarfsemi á skjaldkirtli. Flestir þeirra síðasttöldu gengust undir aðgerð vegna ofstarfsemi á skjaldkirtli (Graves’-sjúkdóms, adenoma toxica) og fannst lítið krabbamein af tilviljun við vefjarannsókn. Hjá tveimur þessara sjúklinga hafði upptaka skjaldkirtils á geislajoði sýnt heitan hnút á skanni, sem síðar við vefjarannsókn reyndist innihalda krabbamein. Áttatíu og fimm sjúklingar höfðu ýmis önnur almenn einkenni og ekki fengust neinar upplýsingar um fimm (1%) sjúklinga. Meðal 118 sjúklinga af 428 (28%) fannst fyrirferð á hálsinum við almenna læknisskoðun, án þess að þeir hefðu tekið eftir slíku. Meðal 11 sjúklinga var engin fyrirferð, en ekki fengust upplýsingar um 15 sjúklinga. í töflu IV sést skipting í fimm ára tímabil og kemur þar í ljós að fyrstu tvö fimm ára tímabilin var óalgengt að æxlið fyndist fyrst við skoðun en síðan hefur þessum einstaklingum farið fjölgandi þar til á síðasta tímabili. Skurðaðgerðir og geislameðferð: Skurðaðgerðir á þessum sjúklingum sjást í töflu V. Algengasta aðgerðin var að skera burt annað skjaldkirtilsblaðið með eða án eiðisbrottnáms Table III. Initial symptoms and signs in 428patients. 1. A palpable tumor only..................... 203 2. Symptoms ................................. 275 a. Pressure symptoms (difficulty in breathing) 56 b. Hoarseness............................. 51 c. Dysphagia.............................. 39 d. Pain................................... 30 e. Thyrotoxicosis......................... 14 f. Other symptoms......................... 85 3. Unknown..................................... 5 Total number of symptoms and signs 483 Table IV. Tumor in thyroid gland found on rutine clinical examination. 1955-1959 ............................... 5 patients 1960-1964................................ 8 patients 1965-1969............................... 14 patients 1970-1974............................... 29 patients 1975-1979 .............................. 39 patients 1980-1984............................... 28 patients Total 118patients Table V. Extent of surgery in 428 patients. Total thyroidectiomy.................. 94 patients Subtotal thyroidectomy............... 101 patients Lobectomy (and isthmus).............. 122 patients Nodulectomy........................... 48 patients Biopsy................................ 37 patients Tracheotomy............................ 3 patients No operation.......................... 23 patients Total 428 patients

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.