Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 61

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 281 UMRÆÐA Fyrri rannsóknir hafa sýnt að nýgengi skjaldkirtils- krabbameins er hátt á íslandi samanborið við flest önnur Iönd (2, 3), en þessi rannsókn staðfestir, að svo er einnig, þótt tilfelli greind af tilviljun við krufningu, séu ekki talin með (hópur B). Nýgengi á íslandi 1955-1984 miðað við 100.000 íbúa á ári fyrir hóp A + B og hóp A er sýnt í töflu VII í samanburði við önnur lönd. í Svíþjóð greindust 368 tilfelli af skjaldkirtilskrabbameini 1980 (8). Af þessum fjölda greindust 24 fyrst við krufningu eða 6%, sem er lægra hlutfall en á íslandi (tafla VII). Svipað nýgengi og í Svíþjóð er í Noregi og Finnlandi en aftur lægra í Danmörku (2). Nýgengi á vissum stöðum í Japan var nokkru hærra en á Norðurlöndum, en hæst var það meðal innfæddra á Hawaii (2). Allar þessar tölur eru staðlaðar við heimsstaðal (World Population). Athyglisverð er sú hækkun, sem varð í nýgengi á íslandi á árunum 1965-69, bæði í hóp A og B. Eins og fram kemur mátti rekja þessa aukningu að verulegu leyti til totumyndandi vefjagerðar, sömuleiðis fækkunina síðustu fimm árin. Erfitt er að gera sér grein fyrir orsökum þeirrar hækkuðu tíðni sem varð kringum 1965. Á sama tíma batna lífslíkur þessara sjúklinga verulega (mynd 13 og 14). Eftir þennan tíma greinast æxlin einnig minni en áður og fleiri finnast við almenna læknisskoðun. Þrátt fyrir þessa aukningu í fjölda greindra tilfella skjaldkirtilskrabbameins, var ekki um að ræða fleiri dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms. Því er hugsanlegt að eftir 1965 hafi greinst fleiri einstaklingar með meira hægfara krabbamein en áður. Hækkandi meðalaldur íslendinga á þessum 30 árum gæti út af fyrir sig haft áhrif á nýgengi. Meðalaldur karla hækkkaði um nálægt þrjú og hálft ár og kvenna um tæp fimm ár, en skjaldkirtilskrabbamein er algengast í Table VII. Comparition of incidence rates of thyroid cancer in different countries: Number of patients per 100.000 population per annum. Adjusted to World Population. Country/pcriod Females Males Iceland 1955-1984 ..................... 12.0 4.6 Clinical group...................... 10.0 3.5 Sweden 1980.............................. 4.4 1.8 Clinical group........................ 4.3 1.6 Denmark 1973-1976....................... 1.4 0.9 USA (Connecticut) 1973-1977 ............. 4.2 1.9 USA (Hawaii) 1973-1977 ................ 17.6 6.0 Japan (Nagasaki City) 1973-1977 ......... 7.3 2.2 elstu aldurshópunum. Einnig var mikill áhugi fyrir rannsóknum á skjaldkirtilskrabbameini hér á landi kringum 1965 (9,10) og gæti það hafa stuðlað að bættri greiningu á þessum sjúkdómi. Ólíklegt verður að teljast að fjölgun nýrra tilfella sé vegna geislaáhrifa, þó geislar séu vel þekktur orsakaþáttur (11). í rannsókn sem gerð var á sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein á íslandi 1940-60 (9) fannst enginn undir 30 ára aldri við greiningu sem fengið hafði geislameðferð vegna góðkynja sjúkdóms áður. Bent hefur verið á, að hátt joðinnihald í fæðu íslendinga gæti átt þátt í þessari háu tíðni á totumyndandi krabbameini hér á landi, sem og í Japan (9). Breyting á kynhlutfalli krabbameins í skjaldkirtli hefur orðið á þessum þremur áratugum, lækkun úr 2,9:1 niður í 1,7:1. Sams konar breyting á kynhlutfalli hefur verið lýst í öðrum rannsóknum (12). Fjöldi sjúklinga sem greinist fyrst við krufningu er mjög breytilegur í birtum rannsóknum. Þar sem sérstaklega hefur verið leitað eftir krabbameini við krufningu er tíðnin gefin upp frá 3,6% í Chile (13) upp í 35,6% í Finnlandi (14). Hér voru framkvæmdar að meðaltali 4-500 krufningar árlega þetta tímabil og greindust að meðaltali nálægt 3 sjúklingar árlega með skjaldkirtilskrabbamein við krufningu, sem er innan við 1 % af heildarkrufningum á þessu tímabili. Þess ber þó að geta að hér hefur ekki verið leitað eftir þessu sérstaklega og framkvæmdin verið eins og lýst er að framan. í rannsóknum sem gerðar hafa verið ásjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein áíslandi 1940-1962 (9, 10) var skipting ívefjaflokka svipuð og á þessu athugunartímabili (1955-1984). Þó var hlutfall totumyndandi vefjagerðar nokkru minna þá en nú. Við samanburð kemur einnig fram, að nýgengi hefur aukist jafnt og þétt frá 1940 fram til 1980. í rannsóknum frá USA (15, 16), er hlutfall milli vefjaflokka einnig svipað. í rannsóknum frá Norðurlöndum (3, 17) og víðar í Evrópu (18, 19) er hlutfall totumyndandi vefjagerðar aftur á móti lægra. Meðal sjúklinga með merggerðarkrabba-mein hafa rannsóknir sýnt ættgengi (auto-somal dominance) hjá í kringum 20%greindra tilfella (11) og hafa þessi ættgengu tilfelli betri lífslíkur en hin (20). Á íslandi hefur ekki verið lýst ætt með háa tíðni af merggerðarkrabbameini, svo höfundi sé kunnugt um. Óvíst er, að sá skyldleiki, sem kom í ljós í rannsókninni, sé meiri en vænta má meðal íslendinga. Það mælir einnig gegn því, að um ættgengt form af merggerðarkrabbameini

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.