Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 62

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 62
282 LÆKNABLAÐIÐ sé að ræða á íslandi, að æxlin voru bundin við annan skjaldkirtilslappann, en það form er síður tengt ættgengi (21). Nálægt 50% sjúklinganna höfðu önnur einkenni við greiningu en fyrirferð á hálsinum. Þetta er heldur hærra hlutfall en aðrir hafa lýst (18, 22). Þó er þetta breytilegt eftir rannsóknum og hefur verið lýst mun lægra hlutfalli sjúklinga með hæsi, verki, öndunar- og kyngingarörðugleika (17). Þessi einkenni eru lang algengust meðal sjúklinga með villivaxtar- krabbamein en fremur fátíð við aðrar vefjagerðir. Þó voru þau ekki óalgeng við aðrar vefjagerðir þegar æxlin voru tiltölulega stór við greiningu eins og í upphafí þessa athugunartímabils. Lífslíkur sjúklinga með totumyndandi krabbamein á íslandi eru svipaðar og í nágrannalöndum okkar, 90% töldust læknaðir eftir fyrstu meðferð og 77% kvennanna og 52% karlanna voru lifandi 10 árum eftir greiningu. Þó kemur fram í rannsóknum frá Bandaríkjunum (15, 23, 24) að lífslíkur sjúklinga með þessa vefjagerð eru betri þar en hér á landi eða vel yfir 90% fimm og tíu ára lífslíkur. Margt getur komið þar til en sennilega hefur það mest áhrif að með- alaldur greindra sjúklinga í bandarísku rannsóknunum er nálægt 10 árum lægri en hér á landi. Á Norðurlöndum virðast lífslíkur sjúklinga með þessa vefjagerð svipaðar og hér á landi (17, 25). En þessar niðurstöður gætu einnig bent til þess, að totumyndandi krabbamein sé ekki aðeins algengara á íslandi heldur og illvígara, ef meðferð er sambærileg. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa bent til þess að skildilsbúskrabbamein sé illvígara en totumyndandi og fimm ára lífslíkur taldar milli 60-80% (26, 27) og jafnvel hærri (28). Falla íslenskar konur vel innan þessa ramma en nokkuð kemur á óvart, hversu góðar lífslíkur íslenskra karla eru með þessa vefjagerð. Gæti þetta skýrst að hluta út frá lágum meðalaldri þessa hóps við greiningu, en einnig út frá litlum æxlum við greiningu með vel afmarkað hýði og lítinn ífarandi vöxt en sjúklingar með þess konar æxli hafa mjög góðar lífslíkur (26, 29). Lýst hefur verið minnkandi tíðni á skildilsbúskrabbameini og sömuleiðis hækkandi aldri við greiningu (26) en hvorugt virðist eiga við hérlendis. Lífslíkur íslenskra sjúklinga með merggerðar- og villivaxtarkrabbamein eru svipaðar og jafnslæmar og aðrar rannsóknir hafa sýnt. Þó er oft talað um 5-15% fimm ára lífslíkur sjúklinga með villivaxtarkrabbamein (17, 18), en enginn sjúklingur með þessa vefjagerð hefur lifað svo lengi hér á landi. Eins og fram kemur i niðurstöðum hefur aldur við greiningu veruleg áhrif á afdrif sjúklinganna. Kemur þetta vel heim við niðurstöður annarra (21,23). Meðalaldur við greiningu var 56 ár fyrstu fimm árin, en 57 ár síðustu fimm árin, þannig að aldur við greiningu hefur lítið breyst á þessu tímabili. Rannsóknin leiddi í ljós, að lífslíkur sjúklinga, sem greindust undir 50 ára aldri, virðast hafa verið svipaðar allt tímabilið. Til dæmis létust einungis tveir sjúklingar úr - totumyndandi krabbameini, sem greindust fyrir þennan aldur (tafla IV). Þrátt fyrir vaxandi fjölda greindra tilfella af krabbameini í skjaldkirtli á íslandi á þessu tímabili, hafa dauðsföll nokkurn veginn staðið í stað (3-4 dauðsföll á ári að meðaltali). Skýring á þessu gæti verið, eins og áður var nefnt, að æxlin finnast fyrr og minni en áður og fleiri hægvaxandi krabbamein greinast nú. Þetta kann einnig að skýrast af bættri meðferð á þessu tímabili (geislajoð, breytt skurðtækni, L-týroxín, o.fl.), en í þessari rannsókn hefur ekki verið reynt að meta sérstaklega árangur meðferðar á afdrif sjúklinganna. Athyglisvert verður að fylgjast með tíðni krabbameins í skjaldkirtli á íslandi á næstu árum, t.d. hvort tíðnin haldi áfram að lækka meðal kvenna. Frekari rannsókn á þeirri breyttu tíðni, sem þessi könnun hefur leitt í ljós síðan 1980 kynni að varpa einhverju ljósi á orsakaþætti þessa krabbameins á íslandi og hugsanlega skýra háa tíðni þess á síðustu áratugum hér á landi. Þakkir: Sérstakar þakkir eru færöar Gunnari Sigurðssyni yfirlækni lyflækningadeild Borgarspítalans og Hrafni Túliníus yfirlækni krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands fyrir aðstoð og ábendingar við gerð rannsóknarinnar. Þá er Ólafi Bjarnasyni prófessor, Sigurði Þ. Guðmundssyni og Guðjóni Lárussyni sérfræðingum í innkirtlasjúkdómum þökkuð þeirra hlutdeild. Einnig öðrum læknum sem upplýsingar veittu, starfsfólki sjúkrahúsa og Krabbameinsfélags íslands fyrir þeirra hjálp. Helga Sigvaldasyni verkfræðingi er þökkuð aðstoð við gagnavinnslu og forráðamönnum viðkomandi sjúkradeildaog Rannsóknarstofu Háskólans fyrir aðgang aö gögnumdeilda þeirra. Visindasjóður hefur veitt styrk til þessa verk-efnis. SUMMARY A retrospective study of the incidence of thyroid cancer in Iceland 1955-1984 was carried out on behalf of the Icelandic Endocrine Society and the Registry of the Icelandic Cancer Society. During this 30 year period 526 cases of thyroid cancer were registered in Iceland. 428 cases or 81% were diagnosed clinically and verified by histology but in 98 (19%) cases the cancer was found

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.