Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 3-8 3 Vilhjálmur Rafnsson DÁNARMEIN MÁLARA Á ÍSLANDI INNGANGUR í málningu eru ýmis litarefni, bindiefni og leysiefni (1). Sum litarefni geta haft eiturverkun í för með sér og nægir hér að nefna blý,- kopar- og kadmíumsambönd. Við málningarframleiðslu geta litarefni rykast upp og er því hætta á, að menn andi að sér þessum efnum í svo miklu magni, að eitrun hljótist af. Ekki stafar ryk af leysiefnunum, en þau geta gufað upp og segja má að þau séu af tveim aðal gerðum þ.e. vatn og vatnsleysanleg efni annars vegar og lífræn leysiefni hins vegar. Lífræn leysiefni eru rokgjarnir vökvar lífrænna efna, sem hafa fengið nafn sitt af því notagildi sínu að geta haldið fljótandi í upplausn málningu, lökkum, lími, gúmmíi og plasti. Þessir eiginleikar eru nýttir í málningu og lökk og raunar er ætlast til, að leysiefnin gufi upp úr málningunni, þegar henni hefur verið strokið á flötinn þannig að hún þorni. Verði menn fyrir langvarandi og síendurtekinni mengun af lífrænum leysiefnum, er hætta á, að þeir geti orðið fyrir langvinnum eituráhrifum (2). Um er að ræða varanlega skerðingu á starfsgetu heilans, sem lýsir sér sem minnisleysi, þreyta, deyfð, breytingar á skapgerð og fleira. Þetta eru einkenni, sem eru viðvarandi og hverfa ekki þó viðkomandi hætti vinnu með lífræn leysiefni. Með sálfræðilegum prófum er hægt að staðfesta skerðingu á starfsgetu miðtaugakerfisins hjá þeim, sem orðið hafa fyrir slíkri langvinnri eitrun. Sá sem veikist af þessari málaraveiki, sem svo hefur verið kölluð, er oft viðutan og með skerta starfshæfni. í dag er engin þekkt lækning til við þessu. Nokkur lífræn leysiefni eru grunuð um að geta valdið krabbameini. Þar má nefna að bensen hefur tengst blóðkrabba eða hvítblæði (3,4) og klóróform, sem í dýratilraunum hefur tengst lifrarkrabbameini (5). Á seinni árum hefur aukin notkun plastefna og epoxíefna sett málara í meiri hættu en áður að fá ofnæmi, sem aðallega hefur komið fram í Frá Vinnueftirliti ríkisins. Barst 22/07/1986. húðsjúkdómum en einnig lungnasjúkdómum og astma. Málarar verða fyrir rykmengun þegar sparslað er og slipað. Áður fyrr var asbest notað sem fylliefni í málningu og samkvæmt bandariskum frásögnum (6) hefur asbest verið notað í sparsl. Asbest er velþekktur krabbameinsvaldur. Ef sparsl hér á landi hefur einnig innihaldið asbest gætu málarar hafa orðið fyrir því við rykmengun, sérstaklega við að slípa og pússa. Vinna í stigum og á pöllum setur málara í slysahættu. Niðurstöður úr erlendum dánarmeinarannsóknum meðal málara benda til aukinnar dánartíðni úr ýmsum illkynja nývexti, svo sem lungnakrabbameini (7-12), krabbameini í barkakýli (7, 13), vélinda (13), maga (12, 13) og hvítblæði (leukemias) (3, 14). Ofangreind atriði eru baksvið þessarar rannsóknar á dánarmeinum íslenskra málara. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknaraðferðin, sem notuð er, kallast aftursýn hóprannsókn (retrospective cohort study) (15, 16). Skilgreindur er rannsóknarhópur, sem í eru allir íslenskir karlar, sem nefndir eru í bókinni Islenskir málarar (17) og tekið hafa sveinspróf eða fengið sveinsréttindi hér á landi og fæddir eru 1900 og síðar. Þar sem einungis örfárra kvenna er getið með réttindi var ekki hægt að gera eiginlega rannsókn á dánarmeinum þeirra og þeim því sleppt. Rannsóknarhópurinn telur 622 málara. Hópurinn er því skilgreindur i bókinni löngu áður en þessi rannsókn hefst. Hópurinn er ekki jafn stór allan tímann, þar sem í upphafi eru fáir málarar en fjölgar með árunum, nýir menn gerast sveinar og þeir eldri safnast til feðranna. Leitað var að afdrifum málaranna í Þjóðskrá Hagstofu íslands 1. desember 1983 og athugaó hvort þeir væru á lífi. Að þeim, sem ekki fundust í nafnnúmeraskránni var leitað í skrá horfinna. Ef í ljós kom, að menn væru búsettir erlendis, var

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.