Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 32
18 1987; 73: 18-19 LÆKNABLAÐIÐ Fundarstjóri, góðir fundarmenn Hálf öld er nú liðin síðan TR var stofnuð samkvæmt fyrstu almannatryggingalögum á íslandi. Almannatryggingar teljast samkvæmt þessum lögum: Lifeyristryggingar, slysatryggingar og sjúkratryggingar. TR annast lifeyristryggingar og slysatryggingar, en sjúkratryggingar eru í höndum sjúkrasamlaga og Tryggingastofnunar eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Sjúkrasamlög eru undir umsjón og yfirstjórn Tryggingastofnunar, en heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með allri starfsemi hennar. Eðli sínu samkvæmt er TR hið sameiginlega tryggingafélag allra landsmanna. Öll höfum við greitt iðgjöld og öðlast þannig rétt til bóta. Hverjar þær eru á hverjum tíma er pólitísk ákvörðun. Með síaukinni starfsemi TR og vaxandi fjölda lækna með æ margbrotnari starfsemi hafa samskipti þessara aðila orðið margslungnari með hverju ári. Lengst af hafa samskiptin verið jákvæð og snurðulítil, en nú hefur orðið breyting á til hins verra. Hvað veldur? Það hefur orðið hugarfarsbreyting af hálfu starfsfólks TR í garð lækna. Andi tortryggni gagnvart læknum er alls ráðandi. Þeir eru grunaðir um græsku þar til annað sannast. Fjöldi kvartana hefur borist stjórnum L.í. og L.R. Vottorð lækna eru véfengd, þótt þau séu rétt útfyllt. Krafist er skriflegra skýringa og greinargerða langt umfram það sem vottorðaeyðublöð segja til um. Læknar eru snupraðir fyrir skrif og frágang. Talað er niður til þeirra í hrokafullum kansellístíl. Ekki veit ég hver les allar greinargerðirnar. í stuttu máli: Læknum er ekki treyst, læknum er sköpuð óþarfa vinna við tví- eða þrítekningu hins sama, afgreiðsla mála er tafin og sjúklingar fá bætur sínar óeðlilega seint. Ein er sú tegund vottorða, sem ég skrifa oft sem fæðingarlæknir. Þetta eru vottorð um fjórða mánuð í fæðingarorlofi. Stór hluti þessara vottorða er sendur til baka með kröfum um nánari skýringar á einstökum atriðum umfram það, sem gert er ráð fyrir á eyðublaði. Kröfur og nánari greinargerð eru svo oft út í hött og án sambands við það vandamál, sem leiðir til lengingar fæðingarorlofs, að því verður vart trúað að tryggingayfirlæknir hafi sjálfur gert þær. Ég tek hér dæmi: Kona nokkur fæddi heilbrigt barn á síðasta ári. Hún hafði verið sjúkraskrifuð seinustu tvo mánuði meðgöngu vegna brjóskloss í baki og gliðnunar á lífbeini. Eftir fæðingu fékk hún akut depression, dvaldi á geðdeild í tvo mánuði og náði fullum bata. Ég útfyllti vottorð um lengingu fæðingarorlofs fyrir þessa konu. Bréf barst um hæl. Óskað var eftir nákvæmri lýsingu á heilsufarsástandi barns við fæðingu, þrátt fyrir það, að krossað væri í reit í eyðublaðinu um, að barnið væri heilbrigt. Til hvers? Hverjum er þjónað með svona vitleysu? Ég gæti nefnt mýmörg hliðstæð dæmi. Eigum við að taka þátt i svona vitleysu? Við höfum gert það hingað til, sjúklinganna vegna. Þegar mér barst svona ósk i fyrsta skipti, algerlega út í hött, datt mér í hug saga af Lása kokki, sem var frægur maður í flotanum, þegar ég var til sjós sem unglingur. Skip hans lá í höfn og gáfnaljósin um borð skemmtu sér við að leggja þrautir hver fyrir annan. Lási hlustaði og lagði lengi vel ekkert til málanna, en kom síðan með þraut: Lagarfoss og Goðafoss voru systurskip og gengu bæði 12 mílur. Lagarfoss leggur úr höfn í Reykjavík kl. 11.30 þann 16.6. áleiðis til New York, en vegalengdin er svo og svo margar sjómílur. Goðafoss leggur úr höfn í New York 17.6. kl. 12

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.