Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 10
4 LÆKNABLAÐIÐ grennslast fyrir um þá hjá aðstandendum hér á landi eða hjá sendiráðum og ræðismannsskrifstofum erlendis, og þannig fengnar upplýsingar um hvort þeir væru lífs eða liðnir. Á þennan hátt fengust óyggjandi upplýsingar um afdrif allra málaranna í rannsóknarhópnum. Upplýsinga um dánardag og dánarmein var aflað af dánarvottorðum hjá Hagstofu íslands. í þeim tilvikum er menn höfðu látist erlendis var aflað dánarvottorða frá viðkomandi yfirvöldum erlendis. Dánarmeinin voru öll flokkuð til samræmis við 7. útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrár. Til þess að unnt sé að bera saman hættuna á að deyja eru talin i málarahópnum miðað við þjóðina i heild, svokölluð mannár málaranna. Það er gert a þann hátt (16) að fyrir hvern málara, sem kemur inn í hópinn, þ.e.a.s. þegar hann fær sveinspróf eða -réttindi, eru talin árin, sem hann er í hópnum fram til 1. desember 1983, eða til dánardægurs ef það var fyrir 1983 og telst hvert ár sem eitt mannár. Síðan eru lögð saman öll mannár einstaklinganna, frá því að þeir koma inn í hópinn þangað til að rannsóknin endar eða til dánardægurs þeirra, sem fallið höfðu frá fyrir þann tíma. Væntanlegur fjöldi dáinna (expected number) fyrir hvert dánarmein var reiknaður út á grunni samsvarandi dánartalna fyrir karla á íslandi á árabilinu 1951 - 1983 (16). Gerður er hlutfallslegur samanburður milli fundins fjölda dáinna (observed number) í rannsóknarhópnum og væntanlegs fjölda dáinna. Reiknað er út hlutfallið milli fundins og væntanlegs fjölda dáinna, sem á ensku er kallað Standardized Mortality Ratio, SMR, en hefur verið þýtt á íslensku sem staðlað dánarhlutfall. Þar sem dánarhlutfallið er stærra en 1.0 er dánartíðni hærri í rannsóknarhópnum, en sé dánarhlutfallið lægra en 1.0 er dánartíðni lægri í rannsóknarhópnum en vænta má. í megin dráttum er aðferðin sú, að fundinn fjöldi dáinna úr málarahópnum er borinn saman við þann fjölda, sem búast má við að deyi hjá samsvarandi úrtaki hvað varðar aldur, almanaksár og dánarmein meðal islenskra karla. Við ákveðna sundurgreiningu á rannsóknarefniviðnum er notaður huliðstími eða fortími, sem þýðir að athugun beinist einungis að þeim, sem lokið höfðu sveinsprófi eða fengið réttindi fyrir meira en 20 árum eða meira en 30 árum síðan. Við frekari sundurgreiningu eru teknir út allir þeir sem fæddir eru á árabilinu 1905 - 1945 og athugað dánarhlutfall þeirra. Þegar hópurinn er skilgreindur á þennan hátt, er hann sambærilegur að aldri við það, sem er i rannsóknum, sem áður hafa verið gerðar á múrurum og vélstjórum. Einnig hér var athugað dánarhlutfall m.t.t. 20 og 30 ára huliðstíma. Að lokum var athugað sérstaklega dánarhlutfall m.t.t. þess, á hvaða tímum menn hefðu orðið málarar. Þannig var hópnum skipt í sex flokka: Þá sem höfðu fengið sveinsréttindi fyrir 1936, þá sem höfðu fengið sveinsréttindi fyrir 1936, 1946, þá sem hefðu fengið réttindi eftir 1945 og fyrir 1956, þá sem hefðu fengið réttindi eftir 1955 og fyrir 1966 og þá sem hefðu fengið réttindi eftir 1965 og fyrir 1976. Þeir sem fengið höfðu réttindi eftir 1975 voru fáir og enginn þeirra hafði dáið. Tekið er tillit til Poisson-dreifingar (16) til þess að athuga hvort dánarhlutföllin eru tölfræðilega marktæk, þ.e.a.s. hvort líkindi eru til þess að niðurstöður hafi komið fram fyrir tilviljun, en sú aðferð tekur sérstakt tillit til þess að fáir hafa dáið og dauðsföllin hafa orðið strjált yfir langan tíma. Reiknuð eru 95% öryggismörk (confidence limits) (16,18) og þar sem þau innihalda ekki 1.0 er staðlað dánarhlutfall tölfræðilega marktækt á 5% stigi. NIÐURSTÖÐUR í töflu I er sýndur fundinn og væntanlegur fjöldi dáinna úr öllum dánarmeinum og sérstökum undirflokkum dánarmeina ásamt stöðluðu dánarhlutfalli (SMR) og 95% öryggismörkum fyrir allan hópinn, 622 málara á árabilinu 1951 - 1983. í ljós kemur, að fundinn fjöldi dáinna, alls 91, er talsvert lægri en sá fjöldi, sem vænta má 120,23. Dánarhlutfallið verður 0,76 og öryggismörkin innihalda ekki 1.0 þannig að um tölfræðilega marktækar niðurstöður er að ræða. Þessi lága dánartíðni er aðallega skýrð af lágri dánartíðni í flokkunum önnur krabbamein og allar aðrar dánarorsakir, en í þessum tveim flokkum eru færri dánir en búast má við og þessar niðurstöður tölfræðilega marktækar. í töflu II er sýndur fundinn og væntanlegur fjöldi dáinna úr öllum dánarmeinum og einstökum dánarmeinaflokkum fyrir þá, sem fæddir eru á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.