Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1987, Síða 23

Læknablaðið - 15.01.1987, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 13 Sjónskerpa nú á hægra auga 6/60 með +4.0-2.0 ax 85°, vinstra auga 6/36 með +3.5-1.5 ax 90°. Les N-8 með eigin gleraugum. Augnbotnamyndir sýndu vel afmarkað egglaga svæði yfir gula blettinum með tilfærslu á fínkornóttum litarefnum. Rannsókn með þríspegli leiddi ekkert athugavert í ljós í framhluta sjónu. III-26. 38 ára karlmaður, tvíburi sjá 111-27, sem hefur séð illa alla ævi. Sjón hans hefur farið versnandi með aldrinum. Sjónskerpa nú hægra auga 6/24 með +5.0 sph., vinstra auga 6/60 með + 5.5 sph. Augnspeglun hægra auga sýndi stjörnulaga drer í aftari hluta augasteins. Sjónurof á víð og dreif frá sjóntaugarósi og í ytri hluta augnbotns. Augnspeglun vinstra auga sýndi miklar tilfærslur á litarefni og aflitun á sjónu á stórum blettum og fellingar. Rof í sjónu neðantil. 111-27. 38 ára karlmaður, tvíburi sjá III-26, sem hefur séð illa allt frá fæðingu. Sjón farið versnandi með aldrinum. Sjónskerpa nú, hægra auga greinir handhreyfingu fyrir framan augað með + 6.0 sph., vinstra auga 6/36 með +7.0 sph. Við augnspeglun hægra auga var innsýn erfið vegna drers í augasteini, sjónurof á víð og dreif um allan augnbotn. í vinstra auga góð innsýn og þar sást punktadrer (blue dot cataract), sjónurof um allan augnbotn. Augnbotnamyndir sýndu rof í sjónu með tættum börmum, á víð og dreif eru stór svæði með litarefnisklumpum, sjá mynd 2. III-33. 28 ára karlmaður, hefur séð illa frá unga aldri. Sjón farið versnandi. Sjónskerpa hægra auga 6/24 með +0.75 sph., vinstra auga 6/18 með + 1.5-0.5 ax 0°. Augnspeglun sýndi sjónurof í báðum augnbotnum. Augnbotnamyndir sýndu óreglulegt útlit á miðgróf augans (macula) með fellingum í sjónu, sem allar stefna að gula blettinum, líkt og teinar í hjóli, samanber mynd 3. 111-35. 30 ára karlmaður. III-36. 28 ára karlmaður. 111-37. 27 ára karlmaður. Fig. 2. Fundus pholography, case III-27. Retinoschisis with torn edges of the superficial layers of the retina. Irregular pigment flakes dispersed in the fundus. Fig. 3. Fundus photography, case III-33. The macular area is slightly elevated, the superficial retinal layer shows a typical radiate folding (spoke wheel). Sjónskerðing eykst þar til ákveðnu hámarki er náð, oft um þrítugsaldur. Sjónskerðing á Iokastigi sjúkdómsins er mismikil, oftast er sjónskerpa á bilinu 6/12 og til þess að aðeins greinast handhreyfingar fyrir framan augað, breytileg milli augna og einstaklinga. Útlit augnbotns er mismunandi eftir einstaklingum, og því er oft erfitt að greina sjúkdóminn. Allir sem höfðu sjónurof og voru skoðaðir af höfundum voru fjærsýnir eða með fjærsýnissjónskekkju. Flokkun hefur verið reynd eftir útliti augnbotns og því hve sjónskerðing er mikil (4, 9, 12): Þessir þrír einstaklingar eru búsettir erlendis og hafa verið rannsakaðir af augnlækni þar. Allir hafa þeir mikla sjónskerðingu og breytingar á augnbotni sem svara til þessa sjúkdóms. UMRÆÐA Eins og vitað var fyrir og sést á ættartrénu, er þetta kynbundinn víkjandi sjúkdómur. Einkenni hans er slæm sjón við fæðingu eða á unga aldri. 1. Vægur kvilli, þar sem aðeins er sjónurof í miðgróf augans, eins og sést á mynd 3. 2. Meðalslæmur kvilli, sjónurof í miðgróf augans, auk þess sjónurof framar í auganu og ef til vill gat eða göt í efsta blaði sjónu. 3. Slæmur kvilli, hér er útbreitt sjónurof í framhluta auga sem teygir sig aftur í augnbotn og að sjóntaugarósi. Hrörnun á sjónu og litarefni í klumpum á víð og dreif, eins og sést á mynd 2.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.