Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
17
heilbrigðisþjónustunnar sjá um framkvæmd
hennar. Vel má vera að stöðugildum muni þó
eitthvað fækka og sjúkradeildir yrðu aftur
miðaðar við fjölda sjúklinga en ekki fjölda
hjúkrunarfræðinga.
Viljum við finna okkur hliðstæður til
fyrirmyndar þarf reyndar ekki langt að leita.
Ríkisvaldið hefur gengið á undan með góðu
fordæmi í vegagerð. Þar hafa útboð sparað
ómælt fé þótt gæðaeftirlit og heildarstefnumótun
séu enn í höndum verkkaupanda. Óskir okkar
hljóta því að verða þessar:
Að hjúkrun, fæðingarhjálp, sjúkraþjálfun eða
önnur meðferð verði ekki aðskilin frá annarri
læknismeðferð í lögum.
Að lögum um almannatryggingar verði breytt
þannig að frelsi sjúklings til læknavals sé
skýlaust.
Að ákvæði heilbrigðisþjónustulaga um opinberar
heilsugæslustöðvar gildi aðeins fyrir héruð með
færri en 1500 íbúa sé þeirra þar þörf. Aðstæður
allar utan stærri byggða hafa gjörbreyst frá 1974,
búsetuskilyrði batnað og í stað læknaskorts
komið offramboð lækna.
Að ákvæðum um stjórn heilsugæslustöðva og
sjúkrahúsa verði breytt á þann veg að yfirlæknir
stofnunarinnar sé jafnframt stjórnarformaður.
Að læknadeild Háskóla íslands og læknaráð
Landspítalans fái fulltrúa í stjórn ríkisspítala
samanber tillögu L.í. 1983.
Að leitast skuli við að fá lækna til að taka að sér
rekstur heilbrigðisstofnana fyrir eigin reikning
sem víðast. Sýnist eðlilegt að kostnaður af
heilsugæslu yrði þá greiddur af sama aðila en ekki
skipt á milli sveitarfélags, ríkissjóðs og
tryggingastofnunar eins og nú er.
Að læknadeild H.f. hefji kennslu í stjórnun og
rekstri heilbrigðisstofnana fyrir læknanema.
Að heilbrigðisyfirvöld hafi yfirlit yfir
raunkostnað hinna ýmsu liða
heilbrigðisþjónustunnar og gerð sé grein fyrir hve
mikla þjónustu þau vilja kaupa á hverju tímabili.
Ýmsum kann kannski að virðast sem hér sé
harkalega spyrnt við fótum. Sjálfsagt finnst
einhverjum sem brot út hans eigin himni hafi
dottið á stélið á honum. Ég held samt að læknar
komist ekki undan að taka stöðu sína til ferskrar
íhugunar vilji þeir ná fyrri reisn og fá áfram
stúdenta af sama gæðaflokki í stétt sína. Gleymið
því ekki að allar breytingar kosta baráttu. Miklu
auðveldara er í dagsins önn að láta reka á
reiðanum og leyfa öðrum að skipuleggja vinnu
sína. Með því móti endum við þá allir sem grísir á
búi félaga Napóleons. Öll teikn sýnast mér benda
til að á því búi yrðum við fremur minna jafnir en
meira.
Minnumst þess því að frelsi Iæknastéttarinnar er
fjöregg sjúklingsins.
(Erindi flutt á aðalfundi Læknafélags íslands á
Sauðárkróki 1986.)