Læknablaðið - 15.01.1987, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 9-10
9
Baldur Johnsen
ÆXLI í NÝFÆDDUM BÖRNUM Á ÍSLANDI ÁRIN
1955-1972
INNGANGUR
Grein þessi um illkynja æxli í nýburum hér á landi
er liður í greinaflokki um dánarorsakir nýfæddra
barna hér á landi, (sér í lagi burðarmálsdauða),
sem byggja á meinafræðilegum rannsóknum
höfundar og annarra starfsmanna á
Rannsóknastofu Háskólans (RH). Greinin er
meðal annars byggð á erindi, sem höfundur flutti
um þetta efni á ráðstefnu »Nordisk Forening for
pediatrisk patologi« í Tromsö 1974. Farið var að
hugsa um þetta viðfangsefni á ný þegar til stóð að
halda hér norræna meinafræðingaráðstefnu
1985, sem ekki varð þó af, og átti aðalefnið að
vera barnaæxli. Þá vantaði í fyrrnefndan
greinaflokk um burðarmálsdauða þátt um þetta
efni, þ.e. æxlin.
Fyrsta greinin um burðarmálsdauða birtist í Acta
Pathologica Microbiologica Immunologica
Scandinavica 1968, en þrjár þær síðustu í
Læknablaðinu. Um ginklofann 1982 (1),
yfirlitsgrein 1983 (2), um meðfætt lungnaleysi
1984 (3) og um þyngd skjöldungs í íslendingum
1986 (4). Þessi grein er hin tíunda í röðinni í
greinaflokknum og eru þá aðeins tvær eftir.
Lítið hefur verið fjallað um æxli í börnum hér á
landi til þessa og síst um ungbarnaæxli
sérstaklega. í erindaflokki Krabbameinsfélagsins
á Kjarvalsstöðum fyrir almenning fyrr á þessu ári
var þó flutt erindi um æxli í börnum 0-15 ára (5).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Farið var yfir krufningsskýrslur RH ásamt
tilheyrandi smásjársýnum áranna 1955-1972
þessu efni viðkomandi svo og
krabbameinsskráningu frá sama tíma. Þá var
farið yfir dagbækur St. Jósefsspítala Landakoti,
sjúkrahúss Hvítabandsins (nú að finna i
skjalasafni Borgarspítalans), fæðingadeildar og
barnadeildar Landspítalans (með góðfúslegu
samþykki viðkomandi stofnana, sem hér með er
Frá Rannsóknastofu Háskólans. Barst 09/10/1986.
þakkað). Við skoðun nefndra gagna var
sérstaklega lögð áhersla á aldur er fyrstu einkenna
varð vart.
NIÐURSTÖÐUR
Á töflu I er að finna lista yfir skrásett æxli í
nýfæddum börnum á íslandi á tímabilinu
1955-1972 þar sem þau ein æxli eru tekin með í
úrtakið, sem þegar voru komin í ljós við fæðingu
eða snemma á fyrsta ári. Þannig eru af þessum 13
æxlum þrjú greind í andvana fæddum börnum,
þar af tvö fjölkímsæxli, annað talið góðkynja.
Eitt tilfelli með fjölkímsæxli (teratoma) lifði í 11
mánuði.
í úrtakinu koma fyrir sex tilfelli af hvítblæði
(leucemia), fjögur sveinbörn og tvö meybörn, þar
af eitt andvana fætt barn. Oftast var um að ræða
bráð eitilfrumuhvítblæði tilfelli. Bæði illkynja
fjölkímsæxlin, (teratoma chorioid presacralis og
teratoma malignum c. carcinoma papilliferum)
voru í meybörnum. Tvisvar komu illkynja æxli
fyrir í augum, augnkímsæxli (retinoblastoma) og
taugakímsæxli (neuroblastoma) og lifði hið
síðartalda barnið af eftir skurðaðgerð, en hið
fyrra lést eftir aðgerð. Heilaæxli komu tvisvar
fyrir, medulloblastoma, sem lifði af eftir aðgerð
(meybarn), en hitt, sveinbarn með pinealoma,
sem leitt hafði til stíflunar á hjarnasmugu
(aqueductus mesencephali eða aqueductus
cerebri) með þar af leiðandi vatnshaus
(hydrocephalus) varð fárra lífdaga auðið.
UMRÆÐA
Það er vert að gefa því gaum, hve mörg tilfelli af
illkynja æxlum einkum hvítblæði koma fyrir í
nýfæddum börnum á árunum 1955-1972. Þetta er
margfalt meiri tíðni en þekkt er á seinni árum, 0,2
af þúsundi allra fæðinga á tímabilinu. Flest
hvítblæðitilfellin koma á fá ár 1955-1958, eða
þegar hæst stóðu kjarnorkuvopnatilraunir í
andrúmslofti. Hér á iandi mældist einnig mikið
geislavirkt úrfelli árið 1958 fyrsta mælingaárið
hér (6). Hin mikla tíðni hvítblæðis á þessum árum
er því varla tilviljun, heldur í fullu samræmi við