Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.01.1987, Qupperneq 12
6 LÆKNABLAÐIÐ Tafla III sýnir fundinn og væntanlegan fjölda dáinna úr öllum dánarmeinum og einstökum dánarmeinaflokkum hjá þeim, sem fæddir eru á árabilinu 1905 - 1945 þegar lagður hefur verið á 20 ára huliðstími. Alls er í þessum hópi 361 málari og fundinn fjöldi dáinna alls er 60 þegar vænta mátti fjöldans 64,82, sem gefur dánarhlutfallið 0,93. í töflu IV er sýndur fundinn og væntanlegur fjöldi dáinna úr öllum dánarmeinum og einstökum dánarmeinaflokkum hjá þeim, sem fæddir eru á árabilinu 1905 - 1945 þegar lagður hefur verið á 30 ára huliðstími. Alls eru í þessum hópi 248 málarar. Fundinn fjöldi dáinna alls er 37 en væntigildið 41,39, sem gefur dánarhlutfallið 0,89. f töflu I sést að dánarhlutfallið fyrir krabbamein í nýra, heila og öðrum hlutum taugakerfisins og hvítblæði er hærra en 2, en þær niðurstöður eru ekki tölfræðilega marktækar. Frekari sundurgreining á einstaka dánarmeinum, og þegar litið er á minni hópa, leiðir yfirleitt til enn meiri óvissu í meðferð talnanna þannig að þó dánarhlutföllin séu í nokkrum tilvikum hærri eru þau yfirleitt ekki tölfræðilega marktæk og því ekki hægt að draga af þeim sérstakar ályktanir. Ein undantekning er á þessu hvað varðar krabbamein í nýra þegar litið er á þann hóp málara, sem fæddir voru á tímabilinu 1905 til 1945 og rannsóknin einskorðuð við þá sem lokið höfðu sveinsprófi fyrir meira en 30 árum, sjá töflu IV. Dánarhlutfallið fyrir þetta krabbamein hefur verið að hækka í töflum II og III. En x töflu IV sést að dánarhlutfallið er 5.88, sem er tölfræðilega marktækt á 5 % stigi. Gerð var athugun á dánartíðni eftir tíu ára sveinsprófsárgöngum. Þessar niðurstöður eru ekki sýndar í töflum. í öllum árgöngunum, jafnt þeim yngsta og þeim elsta kemur fram að færri deyja en búast mátti við, og er ekki hægt að segja að einn árgangur skeri sig úr. Það er þó athyglisvert að elsti árgangurinn, þeir sem hlutu sveinsprófi fyrir 1936, er með lægsta heildar dánarhlutfallið og það er á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækt. UMRÆÐA í þessari rannsókn var hægt að að fá með vissu upplýsingar um afdrif allra málaranna, sem voru í rannsóknarhópnum. Það eykur á áreiðanleika niðurstaðnanna. Reyndar líða þær einna mest fyrir það hvað hópurinn er í upphafi lítill, frá faraldsfræðilegu sjónarmiði, og er síðan skipt í minni hópa þegar gerðar eru athuganir með tilliti til huliðstíma og árganga. í heild er manndauði í hópnum lægri en búast má við. M.ö.o. málarar lifa að jafnaði lengur en Table III. Observed and expected number of deaths, standardized mortality ratio (SMR) and 95% confidence limits for 361 painters born 1905 to 1945, with a latency period of 20 years after finishing education. Causes of deaths (ICD, 7th revision) Observed deaths Expected deaths SMR 95% confidence limits Lower Upper All causes (001-E985) 60 64.80 0.93 0.71 1.19 Malignant neoplasms (140-205) 14 16.00 0.88 0.48 1.47 - of esophagus (150) 0 0.36 - - - - of stomach (151 3 3.74 0.80 0.17 2.34 - of large intestine (152, 153) 1 1.06 0.94 0.02 5.26 - of rectum (154) 0 0.50 - - - - of trachea, bronchus and lung (162, 163) 1 2.93 0.34 0.01 1.90 - of kidney (180) 3 0.85 3.53 0.73 10.31 - of bladder and other urinary organs (181) 1 0.53 1.89 0.05 10.51 - of brain and other parts of nervous system (193) 2 0.58 3.45 0.42 12.46 Lymphosarcoma and reticulosarcoma (200) 0 0.16 - - - Hodgkin’s disease (201) 0 0.12 - - - Leukemia and aleukemia (204) 1 0.46 2.17 0.06 12.11 Other neoplasms of lymphatic and hematopoetic tissue (202, 203, 205) 0 0.24 - - - Malignant neoplasms of other sites (158, 177) 2 4.47 0.45 0.05 1.62 Cerebrovascular disease (330-334) 4 4.66 0.86 0.23 2.20 Ischemic heart disease (420) 20 23.33 0.86 0.52 1.32 Respiratory disease (470-527) 2 3.07 0.65 0.08 2.35 Accidents (E800-E985) 10 6.58 1.52 0.73 2.79 All other causes (322, 430, 450, 540, 577, 581, 600, 610) 10 11.16 0.90 0.43 1.65

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.