Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 6

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 6
354 LÆKNABLAÐIÐ Afleiðing þessa verður svo lækkun á LDL og í minna mæli á VLDL í blóði (5, 6). Lóvastatín hefur verið notað til reynslu í fáein ár og var skráð af Matvæla- og lyfjaráði Bandaríkjanna (Food and Drug Administration, FDA) síðla árs 1987. Við lýsum hér sex mánaða reynslu okkar af lóvastatín (Mevacor) meðferð í 51 einstaklingi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Lóvastatín (Mevacor) í töfluformi, 40 mg, var fengið frá Merck, Sharp & Dohme og leyfi var fengið frá heilbrigðismálaráðuneyti og Lyfjanefnd til þessarar rannsóknar þar sem lyfið var ennþá óskráð á íslandi. Fimmtíu og einn einstaklingur með verulega hækkun kólesteróls í blóði, 300-500 mg/dl, samþykktu að taka lyfið til reynslu í sex mánuði. Af þeim voru 26 karlar á aldrinum 23-65 ára og 25 konur, allar úr barneign, á aldrinum 46-66 ára. Nítján þessara einstaklinga höfðu arfbundna kólesterólhækkun (familial hypercholesterolemia FH), skilgreind sem veruleg hækkun á LDL-kólesteróli, ásamt xanthomata tendinosum í þeim sjálfum eða nánum ættingja. Allir þessir einstaklingar virðast arfblendnir (heterozygotes) m.t.t. þessa erfðaeigindis en Nóbelsverðlaunahafarnir Goldstein og Brown greindu það sem vöntun á eðlilegum fjölda LDL-viðtaka á yfirborði fruma líkamans (7). Nítján einstaklingar höfðu hátt kólesteról án xanthomata tendinosum í þeim sjálfum eða ættingjum og kólesterólhækkunin því væntanlega bundin mörgum erfðaeigindum (polygenic) eða öðrum þáttum (multifactorial). Tólf einstaklingar höfðu hækkun á bæði kólesteróli (>300 mg/dl) og þríglyseríðum (>200 mg/dl) og tilheyra því flokki Ilb samkvæmt flokkun Frederickson (8) (einnig kallað »combined hyperlipoproteinemia«). Fituprótín eins einstaklings voru af hinum sjaldgæfa flokki III, (type III hyperlipoproteinemia) með xanthomata tuberosum ásamt hækkun á kólesteróli og þríglyseríðum (8). Allir þessir einstaklingar höfðu fengið mataræðisráðgjöf í a.m.k. þrjá mánuði (einkanlega ráðlagt að draga úr neyslu á mettaðri dýrafitu) og blóðfitugildi höfðu náð jafnvægi samkvæmt tveimur til þremur blóðfitumælingum áður en meðferð með lóvastatín var hafin. Sykursýki, skjaldvakabrestur og aðrar þekktar orsakir fyrir hækkun fituprótína voru útilokaðar. Allir þátttakendur höfðu eðlilegt kreatínín og lifrarpróf. Hverjum einstaklingi var gefið lóvastatín í töfluformi, 40 mg með kvöldmat fyrstu 6-12 vikurnar og síðan 40 mg tvisvar á dag að sex mánuðum. Hópurinn kom í lækni'sviðtal og blóðsýnitöku á sex vikna fresti rannsóknartímabilið, sem var sex mánuðir fyrir hvern einstakling. Líkamsskoðun var framkvæmd fyrir og í lok rannsóknartímabils, en líkamsþyngd og blóðþrýstingur voru mæld í hverri komu. Hjartalínurit var tekið fyrir meðferð og eftir þrjá og sex mánuði á meðferð. Augnskoðun var framkvæmd fyrir og eftir sex mánaða meðferðina af Eiríki Bjarnasyni augnlækni og fól í sér m.a. skoðun með raufarlampa (slit-lamp). Blóðsýni voru tekin að morgni eftir meira en 10 klukkustunda föstu á sex vikna fresti í sex mánuði. Kólesteról, þríglyseriðar og HDL-kóIesteról voru mæld í sermi á Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Við kólesterólmælingu var notuð aðferð byggð á hvatavirkni (enzymatic) á Technicon SMA (Alpkem method no. ALP-CC11-03). HDL-kólesteról var mælt með sömu aðferð í floti (supernatant) eftir útfellingu á VLDL og LDL með blöndu fosfór-sýra og volfram-sýru (phosphotungstic acid, PTA) og magnesíumklóríði (9). Þríglyseríðar voru mældir á Technicon SMA (Alpkem method no. ALP-0021-02). LDL-kóIesteról var síðan reiknað út samkvæmt nálgunaraðferð Friedewald (10) þannig; LDL-kólesteról mg/dl = heildarkólesteról í sermi—(þríglyseriðar/5 + HDL kólesteról). Eftirtaldar mælingar voru jafnframt mældar af rannsóknadeildum Landspítalans í blóðmeinafræði og meinefnafræði með hefðbundnum aðferðum (sjá Handbók rannsóknadeildar Landspítalans 1985); almenn blóðrannsókn, blóðrauði, deilitalning, blóðflögutalning, sökk, glúkósi, kreatinin, bílírúbín, alkalískur fosfatasi, kreatínkínasi, gamma-glútamyl-transferasi (GGT), laktat-dehydrógenasi (LDH). Þvagrannsóknir (morgunþvag); Almenn þvagrannsókn (glúkósa, prótín og blóð) og smásjárskoðun. Tölfræðilegur samanburður á meðalgildum var framkvæmdur með pöruðu students-test. NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir meðalblóðfitugildi fyrir og á

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar: 9. tölublað (15.11.1988)
https://timarit.is/issue/364455

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

9. tölublað (15.11.1988)

Gongd: