Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 9

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 355 meðferð með lóvastatín, 40 mg og 80 mg á dag. Meðallækkun á heildarmagni kólesteróls í sermi á 80 mg af Ióvastatín varð 34% og LDL-kólesteról lækkaði enn meira eða um 41%. Svörunin varð heldur meiri að meðaltali (tölfræðilega marktækur munur) á 80 mg skammti en 40 mg skammti en í allmörgum tilfellum náðist hámarkssvörun þegar á 40 mg skammti. Engin marktæk breyting varð á HDL-kólesteróli á lóvastatín 80 mg á dag en lítilsháttar en þó marktæk hækkun varð á 40 mg skammti. Mest varð lækkunin á hlutfalli LDL/HDL-kólesteróls, eða um 42%. Heildarþéttni þríglyseríða lækkaði marktækt í hópnum um 27% á 80 mg skammti af lóvastatín. Enginn munur varð á kólesterólsvörun þess hóps sem hafði arfbundna hyperkólesterólemiu (FH) samanborið við hina, í báðum hópunum lækkaði kólesteról um 34%. Tafla II sýnir svörun hópsins með hækkuð fituprótín af flokki Ilb. Veruleg lækkun varð bæði á kólesteróli og þríglyseríðum. Svipuð varð svörun þess eina einstaklings sem hafði hækkun fituprótíns af flokki III en kólesteról hans lækkaði úr 361 mg/dl í 177 mg/dl, eða um 51%, og þríglyseríðar lækkuðu úr 461 mg/dl í 315 mg/dl, eða um 32%. Engin marktæk breyting varð á almennum blóðrannsóknum eða meinefnarannsóknum á meðferðartímanum. Tveir einstaklingar fengu tímabundna hækkun á kreatínín-kínasa (CPK) og tveir aðrir fengu tímabundna væga hækkun á glútamýl-transferasa í sermi (S-GGT) án einkenna. Einn einstaklingur kvartaði um tímabundið svefnleysi við upphaf meðferðar sem lagaðist, einn kvartaði um höfuðverk og suð fyrir eyrum i upphafi meðferðar sem lagaðist af sjálfu sér og einn einstaklingur kvartaði um almenna þreytu sem einnig hvarf. Meðallíkamsþyngd hópsins jókst marktækt (p<0,01) pm 1,1 kg eftir sex mánaða meðferð. Blóðþrýstingur hélst óbreyttur og engra breytinga varð vart á hjartalínuriti. Engin breyting varð á augnskoðun, sérstaklega varð ekki vart drerbreytinga. Einn karlmaður á sextugsaldri tók eftir hárlosi á sjötta mánuði meðferðar sem þegar var hætt. Að mati húðmeinafræðings (Ellen Mooney) er hér liklega um að ræða alopecia areata (androgenháða) óskylda töku lyfsins þótt ekki sé unnt að fullyrða að svo sé. UMRÆÐA Niðurstöður okkar eru svipaðar og nokkurra fyrri rannsókna (11, 12, 13) og sýna að lóvastatín 40 mg tvisvar á dag lækkar heildarþéttni kólesteróls og einkanlega LDL-kólesteróls verulega, um 34-40%. Þessi svörun nægir flestum sem byrja með kólesterólgildi undir 400 mg/dl (10 mmol/1). Table I. Lipoproteins before and during treatment with lovastatin. Lovastatin therapy Mean baseline values 40 mg/day 80 mg/day mg/dl + SD mmol/1 mg/dl mmol/1 mg/dl mmol/1 " Max difference % Total se-cholesterol 386 + 65 10.0 280 7.3 255 6.6 - 34 p<0.01 (range 18-55%) LDL-cholesterol 303 + 70 7.9 196 5.2 179 4.6 - 41 p<0.01 HDL-cholesterol LDL/HDL ratio 56+18 6.0 + 2 1.45 60 3.6 1.6 57 3.5 1.5 - 42 p<0.01 Total se-triglycerides 153 + 91 1.73 119 1.34 111 1.26 - 27 p<0.01 Table II. Patients with type Ilb hyperlipoproteinemia (n = 12). Lovastatin therapy Mean baseline values 80 mg/day mg/dl mmol/1 mg/dl mmol/1 Max. difference °7o Total se-cholesterol 369 9.9 217 5.6 -41 (p<0.01) Total se-triglycerides 254 2.6 163 1.8 - 36 (p<0.01)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.