Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 26

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 26
368 LÆKNABLAÐIÐ hlutföllunum 2:1. Öndunartíðni var valin 18-20/mínútur og öndunarrúmmál (tidal volume) 10 ml/kg. Eftir byrjunarskammt af alfentaníli 20 Hg/kg í æð fengu börnin 20 ng/kg eftir þörfum þar til 10-15 mínútum fyrir áætluð aðgerðarlok (Tafla II). Við lok aðgerðar var skipt yfir á 100% súrefni og barkaslanga fjarlægð þegar sjálfkrafa öndun var talin fullnægjandi. Vöðvaslökun var metin með taugaáreiti (train of four, mat á vöðvaslökun á bilinu 0/4-4/4), þrýstingur í öndunarvegi mældur í barkaslöngu með þrýstinema (Statham-Transducer) og öndunarmagn með Siemens öndunarmæli. Blóðþrýstingur var mældur »oscillometriskt« með sjálfvirkum blóðþrýstingsmæli af gerðinni Dinamap. Tíminn þar til börnin voru fullvöknuð var tekinn og öndun og loftskipti mæld. Einnig var hegðun þeirra við vöknun metin. Borinn var saman blóðþrýstingur, hjartsláttur, þrýstingur í öndunarvegum, vöðvaslökun fyrir (I) og eftir (II) gjöf alfentaníls meðan á vöðvaslökun stóð og eftir gjöf alfentaníls þegar vöðvaslökun var horfin (III). Niðurstöður voru metnar tölfræðilega með pöruðu »student t-test«. NIÐURSTÖÐUR Innleiðsla og svæfing var vandkvæðalaus hjá öllum börnunum. Meðallengd svæfingar var 75,1 ±41,9 mínútur. Meðal alfentanílgjöf var 1,15 ±0,15 pg/kg/mín, (SEM). Við útleiðslu leið að meðaltali 1,8 ±1,27 mín. þar til greindar urðu fyrstu sjálfkrafa hreyfingar og 4,1 ±2,64 mínútur þar til börnin opnuðu augun, en þá var barkaslanga fjarlægð (Tafla III). Eftir innleiðslu við mælipunkt 1 (TOF 0/4) voru efri blóðþrýstingsmörk 108 ±13,6, neðri mörk 64 ± 10,2 og hjartsláttartíðni 163 ±24,7 slög/mín. Við mælipunkt II eftir að alfentaníl hafði verið gefið og TOF 0/4 voru efri mörk 100 mmHg±16,7, neðri mörk 58 mmHg±13,6 og hjartsláttartíðni 148±25,7 slög/mín. Við mælipunkt III þar sem TOF var 4/4 og eftir alfentanílgjöf voru ofangreind gildi 106 mmHg±16,9, 63 mmHg±ll,5 og 148±24,9 slög/mín. (Tafla IV). Meðalöndunarmagn á mínútu hélst nánast óbreytt milli mælipunkta eða 2,27 1/mín., meðalþrýstingur í öndunarkerfinu hækkaði lítilega milli mælipunkta I og II, hækkaði hins vegar marktækt milli mælipunkta I og III (Tafla V). Þegar sjálfkrafa öndun var talin nægileg og börnin höfðu opnað augun var barkaslanga Tafla II. Undirbúningur og svœfing meö alfentanil. Lyfjaforgjöf......... Klorprothixen 1 mg/kg i.m. Innleiðsla........... Tiopental 5 mg/kg i.v. Vöðvaslökun.......... Vecuronium 0,1 mg/kg i.v. Öndunarform ......... Stjórnað. N20:02 = 2:l VT= 10 ml/kg f= 18-20/min. Svæfingalyf.......... Alfentanil 0,02 mg/kg Tafla III. Mœligildi l og eftir svœfingu. Svæfingarlengd ............. 75.1 ±41.9 mín. Alfentanilþörf.............. 1.15 ±0.15 g/kg/mín. Fyrstu sjálfkrafa hreyfingar .. 1,8 ± 1,2 mín. Barkaslanga fjarlægð........ 4,12,6 mín. Ópíatmótefni................ 0/30 Uppköst..................... 0/30 Lyfjaþörf eftir aðgerð...... 0/30 PcCÓ2 eftir svæfingu ....... 41,3 ±5,3 mmHg Pcó2 eftir svæfingu......... 57,0 ± 11,9 mmHg Tafla IV. Hjartsláttur og blóðþrýstingur fyrir og eftir alfentanilgjöf með og án vöðvaslökunar. I. (TOF 0/4) . Blþr. 108 ±13,6/64±10,2 mmHg Hs. 163 ±24,7 min-1 II. (TOF 0/4) . Blþr. 100±16,7/58 ±13,6 + Alfentanil .... mmHg . Hs. 148 ±24,9 mín-1 III. (TOF4/4) . Blþr. 106 ±16,9/63 ±11,5 + Alfentanil .... mmHg . Hs. 148±24,9 mín'1 Blþr. I vs. II p<0,01... Blþr. II vs. III p< 0,01 . . Hs. I vs. II p< 0,01 . Hs. II vs. III ns. Tafla V. öndunarþrýstingur og öndunarmagn fyrir og eftir aifentanil með og án vöðvaslökunar. öndunarmagn á mínútu Meöalþrýstingur í öndunarvegum I. (TOFO/4) .. . 2,27 ±0,46 1/mín 18,5 ±4,5 mbar II. (TOFO/4) .. + Alfentanil . 2,25 ±0,45 1/mín 19,1 ±4,7 mbar III. (TOF4/4) .. + Alfentanil . 2,26 ±0,46 1/mín 20,1 ±5,1 mbar Mþr. í öndunarf. I vs II:ns. Mþr. í öndunarf. II vs III: p£0,01. fjarlægð og þau síðan flutt á gæsluskála. Innan fimm mínútna frá komu á gæsluskála voru í blóðgös mæld. Meðalgildi PcC02 (koltvísýringsþrýstingur í háræðablóði) var 41,3 ±5,3 mmHg og Pc02 (súrefnisþrýstingur í háræðablóði) 57 ±11,9 mmHg.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.