Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 40

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 40
380 LÆKNABLAÐIÐ Kransæðaþrengsli (>50% þvermálsminnkun) fundust hjá 9 sjúklingum (30%); 8 þeirra voru 60 ára eða eldri. Útstreymisbrot vinstri slegils við hjartaþræðingu spannaði frá 43 til 85 (meðaltal 71 ±10)%. Mínútuútstreymi hjartans, leiðrétt fyrir líkamsyfirborð, var á bilinu 1,8 til 4,0 (meðaltal 2,6±0,5) lítrar á mínútu/m2. Sjúklingarnir voru með reglulegan sinus hjartslátt, ef frá er skilinn einn með gáttaflökt. Við aflestur Doppler og hjartaþræðingargagna var tekið meðaltal af 3 hjartaslögum og af 10 slögum hjá sjúklingnum með gáttaflökt. Doppler-ómun var gerð hjá öllum sjúklingunum skemur en 48 tímum fyrir hjartaþræðingu og hjá flestum þeirra daginn áður. Klínískt ástand sjúklinganna var óbreytt á þeim tíma er leið milli Doppler rannsóknar og hjartaþræðingar. Hjartsláttarhraði sjúklinganna þegar Doppler rannsóknin fór fram var á bilinu 50 til 107 (meðaltal 69 ±16) slög á mínútu og 48 til 105 (meðaltal 70 ± 14) slög á mínútu við hjartaþræðingu. Enginn sjúklingur var CW-DOPPLER S O rpm/ s Mynd 1. Slbylgju (continuous wave) Doppter ómróf skráðfrá broddsláttarstað hjá sjúklingi með ósceðarlokuþrengsli. Hámarks þrýstingsfal! 88 mmHg, meðal þrýstingsfaU 58 mmHg. útilokaður frá rannsóknaruppgjöri vegna ófullnægjandi Doppler-ómunar. Doppler-hjartaómun. Rannsókn með síbylgju Doppler-ómun fór fram með IREX Meridian TM hjartaómtæki. Notaðir voru 2 MHz sjálfstæður Doppler ómbreytir og samsettur,2-3/3,5 MHz Doppler og tvíviddar ómbreytir. Skráning ósæðarlokubununnar var kerfisbundið gerð með sjálfstæða ómbreytinum ofan bringubeins eða (með sjúkling í hægri hliðarlegu), við hægri hlið bringubeins. Ennfremur var skráð frá broddsláttarstað undir tvivíddar innsýn með samsetta ómbreytinum og var sjúklingurinn þá í vinstri hliðarlegu. Leitast var við að fá góða Doppler skráningu með því að hlusta eftir hæstu heyranlegu hljóðtíðni er gaf skýrast Doppler ómróf og hámarks hraðaútslag. Ekki var leiðrétt fyrir hugsanlega hornskekkju milli stefnu Doppler-ómunar geislans og ósæðarlokubununnar. Bestu Doppler skráningarnar fengust ofan bringubeins hjá 16 sjúklingum, frá broddsláttarstað hjá 12 og hægra megin bringubeins hjá tveimur. Hámarks hraðaútslagið var ákvarðað beint frá Dopplerómrófinu og umbreytt í hámarks ósæðarlokuþrýstingsfall með líkingu Bernoulli (1): dP = 4xV2, þar sem dP = þrýstingsfallið (mmHg) og V = hámarks hraði blóðstreymis (m/s). Meðal þrýstingsfallið samkvæmt Doppler var reiknað út með IREX Meridian mæli og reikniútbúnaði sem umreiknar Doppler ómrófið á 10 ms fresti yfir í þrýstingsföll eftir fyrrnefndri líkingu og tekur síðan meðaltal af þeim öllum (Mynd 1). Hjartaþrœðing. Æðaíkoma var frá nára. Vinstri slegill var þræddur bakstreymis eða með stungu gegnum gáttaskilvegg. Mínútuútstreymi hjartans var ákvarðað með hitaútþynningar aðferð. Vinstri slegill var myndaður með inndælingu röntgenþéttiefnis í 30 gráðu hægra skásniði og ósæðarstofninn í 45 gráðu vinstra skásniði. Kransæðamyndataka með aðferð Judkins var gerð hjá öllum sjúklingum er voru 40 ára og eldri. Þrýstingsmælingar voru gerðar gegnum vökvafyllta æðaleggi með þrýstiskynjarann á hæð við miðlínu holhandar. Hjá 23 sjúklinganna var ósæðarlokuþrýstingsfallið ákvarðað með því að leggja ósæðarþrýstingskúrfuna yfir þrýstingskúrfuna frá vinstri slegli. Þrýstingskúrfur voru skráðar samtímis frá ósæð og vinstri slegli hjá 7 sjúklingum þegar beitt var gáttaskils ástungu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.