Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 42
382 LÆKNABLAÐIÐ = (0,97 hámarks hjartaþræðingar þrýstingsfall - 13) = (1,03 hámarks Dopplerþrýstingsfall - 12,5 ) mmHg. Meðal Dopplerþrýstingsföll voru á bilinu 12 til 102 (meðaltal 50 ±25) mmHg og meðal þrýstingsföll við hjartaþræðingu mældust frá 12 til 111 (meðaltal 58 ±28) mmHg. Þótt góð fylgni væri milli þessara þrýstingsfalla (r = 0,93) (Mynd 4), reyndust meðal Doppler þrýstingsföll að jafnaði nokkru lægri en meðalþrýstingsföll við hjartaþræðingu (p< 0,001). Tengsl meðal og hámarks Doppler þrýstingsfalla voru þannig (r = 0,93); Meðal þrýstingsfall = 0,70 hámarks þrýstingsfall - 5 mmHg. Tengsl þrýstingsfalla og ósœðarlokuflatarmála. Kúrfulínulegar líkingar lýstu tengslunum milli hámarks og meðal Doppler þrýstingsfalla annarsvegar og ósæðarlokuflatarmála, leiðréttum fyrir líkamsyfirborð, hinsvegar (Mynd 5 a, b). Hið sama gegndi um sambandið milli þrýstingsfalla frá toppi til topps og leiðréttra ósæðarlokuflatarmála (Mynd 5 c). Mikil dreifing fannst aftur á móti fyrir öll þrýstingsföll er samsvöruðu marktækum ósæðarlokuþrengslum. Fyrir leiðrétt ósæðarlokuflatarmál < 0,5 cm2/m2 fundust þannig hámarks Doppler þrýstingsföll á bilinu 31 til 144 mmHg, meðal Doppler þrýstingsföll frá 17 til 102 mmHg og hjartaþræðingar þrýstingsföll frá toppi til topps er spönnuðu frá 35 til 140 mmHg. Mean doppler gradient, mmHg Mynd 4. Fylgni milli meðat (mean) Doppler þrýstingsfalla og meðal þrýstingsfalla við hjartaþræðingu. UMRÆÐA Hið hefðbundna þrýstingsfall frá toppi til topps við hjartaþræðingu hefur venjulega verið notað til að meta þrýstingsfallið yfir Doppler max. grad. (mmHg) AVA ind. (cm^/m2) Peak-to-peak grad. (mmHg) AVA ind. (cm^/m2) Mynd 5. Tengsl þrýstingsfalla við ósœðarlokuflatarmál, leiðrétt fyrir likamsyfirborð (AVA index). a)Hámarks(max.)Dopplerþrýstingsföllá móti leiðréttum ósæðarlokuflatarmálum. b) Meðal (mean) Doppler þrýstingsföll á móti leiðréttum ósœðarlokuflatarmálum. c) Topp til topps (peak-to-peak) hjartaþræðingarþrýstingsföll á móti leiðréttum ósœðarlokuflatarmálum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.