Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 8
392
LÆKNABLAÐIÐ
3. Sjúkdómar í hjarta.
4. Blóðþrýstingsfall í standandi stöðu.
5. Sjúkdómar í miðtaugakerfi.
6. Metabólískar orsakir.
7. Óþekkt orsök.
Yfirlið vegna ofvirkni í flökkutaug
(skreyjutaugarertingar) var greint þegar saga var
um tilefni eins og sársauka, hræðslu eða tíð
yfirlið af minnsta tilefni og ekki fundust aðrir
sjúkdómar sem orsökuðu yfirliðið.
Oföndun var greind ef mikil spenna var undanfari
yfirliðsins og einkenni svo sem köfnunartilfinning
eða dofi í höndum og munni voru til staðar og
ekki aðrir sjúkdómar sem skýrðu yfirliðið.
Þeir sjúklingar sem féllu í yfirlið í tengslum við
hægðir, þvaglát eða hósta eru gjarnan flokkaðir
sér, en í töflu IV eru þeir taldir með flokki eitt.
YFIRLIÐ
Nafn sjúklings:
Heimili:
Fædinqard./nnr.:Simi:
Afdrif sjúklings:
Læknir:
Sjúkrasaga: (í stuttu máli hvernig tildrög yfirlids voru, hversu
snögglega einkenni komu og hve lengi yfirlidid vardí)
Lýsing vitnis:
Voru eftirfarandi einkenni til stadar:
Já/nei Já/nei
Hrædsla □ □ Löng stada □ □
Sársauki □ □ Nýstadin/n á fætur □ □
Stress □ □ Úr badi □ □
Adgerd □ □ Skrýtid bragd/lykt □ □
Dofi höndum/munni □ □ Kippir í últimum □ □
Köfnunartilfinning □ □ Bit í tungu/kinn □ □
Hröd öndun □ □ Misst þvag/saur □ □
Ógledi □ □ Brjóstverkur □ □
Sviti □ □ Óreglul. hjartsiáttur □ □
Hóstakast □ □ Likamleg áreynsla Erting á □ □
Verkur i tungu □ □ hálsi/rakstur □ □
Verkur v. kyngingu □ □ Horft til hlidar □ □
Þvaglát □ □ Mædi Áreynsla á □ □
Hægdir □ □ handlegg □ □
Stuttu eftir máltíd Fastandi □ □ □ □ Áfengi □ □
Athugasemdir v. einkenni:
Mynd 1. Atriðalisti sem notaður var við töku
sjúkrasögu eftir yfirlið.
Sjúkdómar í hjarta voru taldir orsaka yfirlið ef
eftirtöldum skilmerkjum var fullnægt:
1. Hjartalínurit og/eða ensímmælingar leiddu í
ljós brátt hjartadrep.
2. Ef á hjartasíriti eða á hjartarafsjá komu í ljós
hjartsláttartruflanir sem voru taldar hafa
nægileg áhrif á blóðföll til þess að skýra
yfirlið. Helstu hjartsláttartruflanirnar eru:
Gáttahraðtaktur > 180 slög./mín.
Gáttatitringur eða gáttaflökt > 180 slög./mín.
Slegilshraðtaktur >3 slög í röð.
Hægur hjartsláttur <40 slög./mín. í vöku og
hlé á hjartslætti sem standa lengur en 3
sekúndur.
Þessar hjartsláttartruflanir geta stafað af
ýmsum orsökum svo sem kransæðasjúkdómi,
hjartavöðvabólgu og
ofþykktarhjartasjúkdómi (cardiomyopathia
hypertrophica) eða af óþekktum orsökum.
3. Sjúkdómar sem valda minnkuðu útfalli frá
hjarta vegna útflæðishindrunar, svo sem
þrengsli í ósæð og ofþykktarhjartasjúkdómur.
Blóðþrýstingsfall í standandi stöðu var greint ef
tvö atriði af eftirtöldum voru til staðar:
1. Tíð yfirlið eða næstum því yfirlið við
stöðubreytingar.
2. Mælingar á blóðþýstingi sýna fall á
slagþrýstingi 25 mmHg eða að slagþrýstingur
fellur í 85 mmHg við stöðu.
3. 24 klukkustunda blóðþrýstingsrit sýnir fram á
blóðþrýstingsfall t.d. á ákveðnum tíma dags
eða í tengslum við lyfjagjafir.
NIÐURSTÖÐUR
Á þeim 12 mánuðum sem rannsóknin stóð yfir
voru 111 einstaklingar athugaðir vegna yfirliða.
Þar af komu tveir með endurtekið yfirlið. Fjöldi
yfirliða var því alls 113. Konur voru 54 (48,6%)
og karlar 57 (51,4%). Meðalaldur hópsins var
52,9 ár og aldursdreifing 10-91 árs. Fimmtíu og
fimm (49,5%) af þessum 111 höfðu áður fallið í
yfirlið en 54 ekki. Hjá tveimur vantaði
upplýsingar um þetta atriði. Þrjátíu og einn
(27,9%) hafði þekktan hjartasjúkdóm, þ.e.
kransæðasjúkdóm, hjartsláttartruflun eða
hjartabilun. Hækkaður blóðþrýstingur einn sér er
ekki talinn þar með. í töflu I eru yfirliðin flokkuð
eftir orsökum.
Fjölmennastur er hópur skreyjutaugarertingar
eða 36 manns. Konur voru jafnmargar og karlar.
Meðalaldur þessa hóps var 39,6 ár og aldursbil
14-91 árs.