Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 19

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 399 UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensk börn á aldrinum þriggja til tólf ára hafa mótefni gegn Legionella ssp í ríkum mæli. Orsök breytingarinnar sem verður á algengi mótefnanna við þriggja ára aldur er enn ekki ljós. Þessi breyting á þó ekki rót sína að rekja til breytinga í heildarmagni IgM þessara ára enda nær magn IgM helmingi fullorðinsgilda á fyrsta ári og helst eftir það all-stöðugt til níu ára aldurs (20). Hin stöðugu IgM mótefni gegn Legionella ssp sem mældust í aldurshópnum þriggja til tólf ára benda til endurtekins smits af völdum þessarar bakteríu eða annarra náskyldra sýkla. IgM mótefni eru yfirleitt mælanleg vikum eða mánuðum eftir smit en hverfa þá úr blóðrásinni (21, 22). Hækkun á IgM mótefni gegn Legionella ssp sem greinist með örkekkjunar-aðferð eins og notuð var í þessari rannsókn getur mælst mánuðum eða árum eftir smit (23). Mótefnin eru þannig ekki alltaf merki um nýgengna sýkingu. Örkekkjunar-aðferðin er einföld í framkvæmd og aðferðin hefur reynst áreiðanleg og sérhæf (11, 23, 24). Ennfremur hefur góð samsvörun fengist við samanburð á þessari aðferð og glitprófi (immunofluorescent assay) (25, 26). Þó svo að fjórföld títrahækkun sé nauðsynleg til staðfestingar nýrrar eða bráðrar sýkingar er afar mikilvægt að skilgreina tíðni títersins í þýðinu. Það er athyglisvert að algengasta mótefnið sem mældist í rannsókninni var gegn L. bozemanii (67/86) en slíkri svörun hefur áður verið lýst meðal heilbrigðra einstaklinga (24, 27). Hafa verður í huga að sérhæfni örkekkjunarprófs varðandi undirflokka Legionella er ófullnægjandi og að fjölbreytileiki Legionella-mótefna er mikill (28, 29). Því er ekki hægt að draga fullnægjandi ályktun varðandi undirflokkana af niðurstöðunum. Ástæða þess að engin marktæk % Einkennalausir Efri Astma eda fyrri loftvegaeinkenni lungnabólga Mynd 4. Hlulfallsleg dreifing barna eflir mótefnasvörun með lilliti lil öndunarfœraeinkenna. Tafla I. Mótefni gegn Legionella ssp með tilliti til aldurs og kyns. Aldur Börn Jákvæö mótefni drengir stúlkur öll drengir stúlkur öll Á fyrsta ári 29 10 39 0 0 0 Eins árs.... 25 13 38 0 í 1 2ja ára .... 21 19 40 0 0 0 3ja ára .... 22 16 38 2 2 4 4ra ára .... 23 16 39 9 8 17 5 ára 14 26 40 1 11 12 6 ára 23 16 39 6 11 17 7-8 ára .... 18 21 39 4 5 9 9-10 ára ... 24 25 49 7 6 13 11-12 ára .. 17 18 35 5 8 13 Samtals 216 180 396 34 52 86 Tafla II. Dreifing mótefna gegn Legionella ssp með tilliti tii aldurs. Títri Börn -------------------------------------------- aldur <1/8 1/16 1/32 1/64 1/128 AIIs Á fyrsta ári....... 25 14 — — — 39 Eins árs............ 25 12 1 — — 38 2ja ára............. 23 17 — — — 40 3ja ára............. 14 20 1 2 1 38 4ra ára............. 10 12 13 4 — 39 5 ára.............. 10 18 7 4 1 40 6 ára............... 1 21 13 3 1 39 7-8 ára.............. 5 25 4 4 1 39 9-10 ára............. 7 29 6 5 2 49 11-12 ára.......... 2 20 8 4 1 35 53 26 7 Samtals 122 188 86 396 mótefni greindust gegn L. pneumophila SG 1 getur verið misræmi milli þess stofns sem notaður var (Knoxville-stofn frá Centers for Disease Control, Atlanta, USA) og þeirra stofna sem þrífast á íslandi. Einnig er mögulegt að íslensk börn séu ekki útsett fyrir L. pneumophila SG 1 sem þó er algengasta orsök fyrir legionellosis í öðrum löndum. Flest þeirra barna sem rannsökuð voru höfðu ekki sögu um öndunarfærasýkingar. Þetta styður frekar þá kenningu að smit með Legionella og mótefnamyndun eigi sér oft stað án einkenna um legionellosis (14-16). Dæmi um þetta er einnig Pontiac fever en komið hefur í ljós að pest þessi orsakaðist af Legionella og einkenndist gagnstætt Philadelphia-faraldrinum af mildum öndunarfæraeinkennum án dauðsfalla (30, 31). í faraldsfræðilegri rannsókn á tíðni mótefnabreytinga gegn L. pneumophila fundu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.