Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 17

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 397 Ásgeir Haraldsson'1, Alice-Friis Möller2’, Catherine Rechnitzer2', Haraldur Briem31 LEGIONELLOSIS MEÐAL ÍSLENSKRA BARNA ÚTDRÁTTUR Algengi IgM mótefna gegn Legionella species meðal íslenskra barna var athugað í framvirkri rannsókn. Mótefni voru mæld hjá 424 börnum á aldrinum eins mánaðar til tólf ára. Flest barnanna höfðu engin einkenni um lungnabólgu við töku sýnanna. Mæld voru mótefni gegn Legionelia pneumophila sermigerð 1-6, L. bozemanii, L. dumoffii og L. micdadei með örkekkjunar- aðferð. Mótefni gegn Legionella ssp hjá börnum án lungnabóigu fundust í tæplega 22% tilfellanna en hjá 30% barna eldri en þriggja ára. Flest börn með mótefni gegn Legionella ssp höfðu ekki fyrri sögu um lungnabólgu eða tíðar öndunarfærasýkingar. Börn með lungnabólgu, tíðar öndunarfærasýkingar, astma eða fyrri, lungnabólgu höfðu ekki hærri tíðni mótefna en önnur börn. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að íslensk börn verði oft fyrir smiti af völdum Legionella species eða skyldrar bakteríu. INNGANGUR Legionellosis var fyrst lýst er faraldur braust út í Philadelphia árið 1976 (1, 2). Af 4.400 fyrrverandi hermönnum sem þar þinguðu, sýktust 149 af legionellosis auk 72 einstaklinga sem þingdagana áttu leið um fundarstaðinn. Af 221 einstaklingi sem sýktist, létust 34 (3). Síðar kom í ljós að orsök pestarinnar reyndist vera áður óþekkt baktería sem nefnd var Legionella. Afturvirkar rannsóknir á legionellosis hafa leitt í ljós allmarga smærri faraldra og stök tilfelli löngu fyrir þennan tíma (4, 5). Síðar hafa einstök tilfelli og faraldrar greinst um heim allan (4, 6-9). Margt er nú orðið ljósara varðandi þessa gram-neikvæðu bakteríu, hina miklu útbreiðslu hennar og tilvist í volgrum, vatni og jarðvegi (10, 11). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt i ljós mótefnasvörun meðal heilbrigðra fullorðinna 1) Barnadeild Landakotsspitala, 2) Statens Seruminstitut, Rigshospitalet, Köbenhavn, 3) Sýklarannsóknadeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 19/07/1988. Samþykkt 16/09/1988. einstaklinga í 1-32% tilfella (6, 12, 13) og hugmyndir hafa verið settar fram þess efnis, að sýkingar af völdum Legionella ssp séu oft einkennalitlar, einkum meðal barna (14-16). Markmið þessarar framvirku rannsóknar var að meta tíðni mótefna gegn Legionellaceae meðal íslenskra barna. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Frá júní til desember 1985 voru sýni til mælinga á mótefnum gegn Legionella ssp tekin úr 424 börnum við innlögn á barnadeild Landakotsspítala. Börnin voru á aldrinum eins mánaðar til tólf ára. Barnadeild Landakotsspítala er almenn barnadeild, barnaskurðdeild, bæklunarskurðdeild barna og augndeild barna. Flest barnanna komu frá höfuðborgarsvæðinu. Af 424 börnum í rannsókninni höfðu 396 engin einkenni um lungnabólgu við innlögn, en 28 voru hins vegar innlögð af þeim sökum. Börn innlögð vegna lungnabólgu voru ekki tekin með í heildarútreikninga rannsóknarinnar, enda var markmiðið að meta algengi mótefnanna meðal íslenskra barna, en ekki tíðni Legionella lungnabólgu. Algengast var að börnin væru innkölluð af biðlistum til rannsókna eða meðferðar vegna ýmissa sjúkdóma og börn með sýkingar af þekktum eða óþekktum toga voru um fimmtungur innlagnanna. Öndunarfæraeinkennum var skipt í fjóra flokka, þ.e. engin einkenni, efri loftvegasýking, astma eða fyrri saga um lungnabólgu og lungnabólga við innlögn. Langflest börnin voru einkennalaus við innlögn (mynd 1). Drengir í rannsókninni voru 236 (56%) en stúlkur 188 (44%). Tuttugu og átta barnanna höfðu fyrri sögu um lungnabólgu eða berkjuastma. Meðal tuttugu og átta barna sem innlögð voru vegna bráðrar lungnabólgu voru 20 drengir og átta stúlkur. Átján þessara barna voru innan við þriggja ára aldur, en 10 börn voru á aldrinum þriggja til tólf ára. Blóðvatnssýnin voru geymd við -20°C þar til mælingar fóru fram hjá Statens Seruminstitut við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.