Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 43

Læknablaðið - 15.12.1988, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 417 alvarlegra sjúkdóma. Hann gat um könnun er Læknafélag Finnlands gekkst fyrir árið 1973. í henni svöruðu 96% aðspurðra að þeir vildu fá nákvæmar upplýsingar um sjúkdóma sem þeir kynnu að fá og meðferðarmöguleika. En hvers væntir sjúklingur af upplýsingum sem læknar veita? í fyrsta lagi væntir sjúklingur þess að sjúkdómsgreining feli i sér að sjúkdómurinn sé hvorki alvarlegur, hættulegur né langvarandi. Eins væntir sjúklingur þess að meðferð sé hvorki hættuleg né sársaukafull. Sjúklingi finnst hann yfirleitt hafa rétt til sjúkdómsgreiningar sem skapar öryggistilfinningu. Læknir hefur sjaldnast sambærilega skoðun á markmiðum upplýsinga og telur oftar en ekki að þær beri að takmarka sem allra mest þannig að sjúklingur fá ekki »ónauðsynlegar grillur«. Taskinen kvað þetta ekki rétta afstöðu. Ef sjúklingur veit lítið um raunverulegt ástand sitt ýtir það fremur undir allskyns hugaróra og elur á ótta. Skýrar upplýsingar slá á hræðslu og auka samstarfsvilja sjúklings. Sjúklingurinn á eigin líkama og meðvitund, en sjúklingurinn á líka þær sjúklegu breytingar og truflanir sem kunna að verða í líkama og meðvitund. Það getur haft afgerandi þýðingu fyrir trúnaðarsamband læknis og sjúklings hvernig til tekst með miðlun upplýsinga. Yfirleitt er best að segja sjúklingi satt og rétt frá þeim sjúkdómi sem hann er haldinn, meðferð og batalíkum. Sannleikurinn er yfirleitt léttbærari en óraunsæ hræðsla og hugarórar um sjúkdóminn. Framsetning skiptir einnig máli. Stuttar, einfaldar setningar gefast betur en flóknar útskýringar. Forðast ber fræðiheiti og leitast við að nota hugtök sem sjúklingur skilur. Skynsamleg upplýsingamiðlun felur í sér að sjúklingur hafi færi á að spyrja og ber að hvetja til þess. Læknir skal ætíð reyna að vera þess fullviss að sjúklingur hafi skilið veittar upplýsingar. Taskinen fjallaði sérstaklega um hvernig veita ætti sjúklingi upplýsingar um greint krabbamein, vegna þeirra gífurlegu hræðslutilfinninga sem tengjast krabbameini. Þar varðar mestu að læknirinn sé hreinskilinn og virði varnarviðbrögð sjúklings. Hreinskilni felur ekki í sér að læknir upplýsi sjúkling um allt varðandi viðkomandi sjúkdóm. Mikilvægast er að allt sem læknirinn segir sé sannleikanum samkvæmt. Bregðist það segir það til sín fyrr eða síðar. Taskinen rakti dæmi um réttar og rangar aðferðir við upplýsingamiðlun, þar sem önnur aðferðin jók vonir og jákvæða afstöðu sjúklings en hin leiddi til andlegs áfalls. Upplýsingar um alvarlega sjúkdómsgreiningu hafa að markmiði að skapa sem allra besta möguleika fyrir læknismeðferð. Við alvarlegustu sjúkdómstilvik sagði Taskinen rétt að muna það grundvallarlögmál sem gildir um hjúkrun dauðvona: »Þegar ekkert reynist lengur unnt að gera er samt enn hægt að gera margt.« Kennsla læknanema Að loknum framsöguerindum stjórnaði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir pallborðsumræðum, þar sem framsögumenn svöruðu spurningum og athugasemdum og ræddu það sem fram hafði komið. Hér verður drepið á nokkur atriði. Tekin var til umræðu kennsla læknanema og nefnt að þar skorti tilfinnanlega fræðslu um samskipti við sjúklinga. Hverjum og einum er látið eftir að finna út úr því, eftir að starf er hafið. Holm kvað læknanámið móta persónuleika þeirra er það stunda, jafnvel mætti tala um að námið afmyndaði persónuleikann. Hún nefndi sérstaklega hve áberandi væri að hæfileiki til hluttekningar skertist í námi og eins virtist læknanám móta kvenlækna mjög í anda karllækna. Að loknu námi væru kvenlæknar orðnar líkari karllæknum en öðrum konum. Varpað var fram þeirri spurningu hver væru áhrif kennara í þá veru að gera hvern lækninn öðrum líkan. Einnig voru rædd inntökuskilyrði í læknadeildir háskóla. Þangað veljast nemendur eftir einkunnum, en dregið var í efa að það væri einhlítur mælikvarði. Falk benti á að það hefði sitt að segja innan læknisfræðinnar hve mjög hún væri mótuð af náttúrufræði. Menn verða einnig að gera sér grein fyrir því, að það líða um 15 ár þar til breytingar á kennslu í læknisfræði skila sér í starfi. Síðan er spurningin ekki bara um lækna heldur allt heilbrigðisstarfsfólk. Holm sagði sjúklinga kvarta mikið undan tímaskorti hjá starfsfólki sjúkrahúsa og skorti á tillitssemi. Yfirleitt er ekki ætlaður tími til að útskýra fyrir sjúklingum í hverju sjúkdómur felst, hvaða meðferð er nauðsynleg, áhrif meðala sem nota skal, mögulegir annmarkar á meðferð eða annað sem máli kann að skipta. Það er einnig nauðsynlegt að hafa ástand sjúklings í huga,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.