Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Síða 46

Læknablaðið - 15.12.1988, Síða 46
420 LÆKNABLAÐIÐ Hins vegar má allt eins reikna með því að bætt réttarstaða sjúklinga auki árekstra við starfsfólk. Á íslandi er mikill áhugi fyrir því að tryggja rétt sjúklinga til upplýsinga. En hvaða áhrif hafa upplýsingar á meðferð sjúklinga? Til skamms tíma var einfaldlega sagt að upplýsingar breyttu viðhorfum sjúklings og leiddu til betri árangurs í meðferð. En Ragnheiður taldi málið ekki svona einfalt. Nú væru margir einstakir þættir, sem áhrif hafa á fræðslu, teknir inn í myndina. Þar má m.a. nefna: Hvenær fær sjúklingur upplýsingar og hvernig er líðan hans þá háttað? Getur kvíði komið í veg fyrir að sjúklingur meðtaki upplýsingar? Eru upplýsingar veittar á máli sem sjúklingur skilur? Hvert er markmið upplýsinga, er þeim ætlað að auka hlýðni sjúklings eða samvinnu? Geta allir heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar ræðst við á jafnréttisgrundvelli? Hvaða áhrif hafa stéttarstaða, trúarbrögð, efnahagur og lífssýn? ' Þá eru tengslin milli viðhorfa og hegðunar ekki eins ljós og ætla mætti. Þannig virðast viðhorf sjúklinga til sjúkdómsmeðferðar hafa lítil áhrif á það, hvort meðferðinni er framfylgt. Rannsókn Ragnheiðar á íslenskum hjartasjúklingum leiddi í ljós að þekking og viðhorf til meðferðar höfðu lítið forspárgildi um fylgni við fyrirmæli. Erfitt hefur reynst að meta nákvæmlega ánægju sjúklings með veittar upplýsingar. Ragnheiður nefndi í þessu sambandi ýmsar rannsóknir, sem framkvæmdar hafa verið af þessu tilefni, en spurði um leið til hvers slíkar rannsóknir væru framkvæmdar. í löndum þar sem samkeppni er hörð á milli sjúkrastofnana beinast rannsóknirnar t.d. að því hvaða áhrif ánægja eða óánægja sjúklings með þjónustu hefur á ákvörðun hans um það hvert þjónustu er leitað. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós hve mikilvægt er að góð samvinna ríki meðal heilbrigðisstarfsfólks. Fátt eykur meira á óöryggi sjúklings en upplýsingar sem kunna að stangast á. Sjúklingar á íslandi virðast yfirleitt ánægðir með heilbrigðisþjónustu sem þeir fá. Óánægja stafar að miklu leyti af sambandsleysi og skorti á upplýsingum. í mars 1987 fór fram könnun á vegum landlæknisembættisins og beindist hún m.a. að upplýsingum til sjúklinga. Úrtakið taldi 1.500 manns á aldrinum 18-75 ára og svöruðu um 85%. Niðurstöður voru þær að fimmti hver svarandi taldi sig hafa fengið ónógar upplýsingar. Ragnheiður sagði þessar niðurstöður viðunandi, en samt væri augljóslega hægt að bæta ástandið. Ragnheiður varpaði því fram hvort hluti óánægjunnar gæti stafað af breyttum viðhorfum til heilbrigðisþjónustu. Þau hafa verið að færast æ meira í það horf að litið er á heilbrigðisþjónustu sem hverja aðra markaðsvöru. Sjúklingurinn fer í hlutverk neytanda, heilbrigðisstarfsfólk seljanda og varan er heilbrigði. Hugtök svo sem markaðssetning og framleiðni heyrast æ meira innan heilbrigðiskerfisins, og heilbrigðisstofnanir gefa út myndabæklinga til að auglýsa eigið ágæti og fá ánægða viðskiptavini. Segja má að ekki hafi áður ríkt jafn mikill áhugi á heilbrigðismálum og nú. Heilbrigði er ekki talin til forréttinda heldur réttinda sem sérhver einstaklingur á kröfu til. Látum það verða lokaorð þessarar frásagnar frá Bergen.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.