Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 10
394 LÆKNABLAÐIÐ eru slík yfirlið vel þekkt (9, 10). Yfirlið vegna hjartasjúkdóma herjuðu á eldri einstaklinga og í okkar hópi var meðalaldurinn 63,7 ár. Reyndar höfðu tveir yngstu sjúklingarnir nokkra sérstöðu, þar sem þeir höfðu hjartavöðvabólgu með alvarlegum hjartsláttartruflunum en náðu sér til fulls. Hins vegar er því Iýst í erlendum rannsóknum (1, 6) að horfur þeirra sem falla í yfirlið vegna hjartasjúkdóms eru mjög slæmar og deyja 30*% þeirra innan árs. Það er því mikilvægt að greina þennan hóp frá öðrum. Yfirlið vegna blóðþrýstingsfalls í standandi stöðu gerast einnig meðal eldri einstaklinga og var meðalaldur þeirra hæstur. Flestir þeirra voru á lyfjum sem lækka blóðþrýsting. Virtist sem nokkrir þessara einstaklinga væru meðhöndlaðir of kröftuglega við háþrýstingi. Einnig höfðu þeir sem féllu í yfirlið í beinu framhaldi af töku nítróglyseríntaflna ekki áttað sig á því að betra væri að setjast niður eða leggjast út af samhliða því að nota töflurnar. Hjá sumum kom einnig í Ijós að natríum í sermi var lækkað og var hægt að skýra það vegna töku þvagræsilyfja. Þegar dregið var úr notkun þeirra hækkaði natríumgildi í sermi og blóðþrýstingsfall við standandi stöðu minnkaði. Þessi niðurstaða áréttar að meðal eldra fólks eru lágir lyfjaskammtar nauðsynlegir og notkun margra lyfja getur verið varasöm. Þetta er staðfest með rannsóknum (11) sem gerðar hafa verið sérstaklega á yfirliðum hjá öldruðum og hafa sýnt að lyf eiga oft stóran þátt í þeim. Þeir sem féllu í yfirlið vegna sjúkdóms í miðtaugakerfi reyndust langflestir við nánari athugun hafa krampa. Þessir sjúklingar höfðu allir nokkur sérkenni við komu á spítalann. Þeir voru oftast ruglaðir i fyrstu, höfðu stundum bitið í tungu eða kinn og oft misst þvag. Ef þeir voru skoðaðir stuttu eftir atburðinn náðist Babinski viðbragð Table IV. Major causes of syncope in Ihe present study compared to other recently published similar studies. Causes of syncope Present study Yale Boston Number of patients 113 176 198 Vasovagal/ Hyperventilation 42% 45% 40% Cardiovascular diseases 10% 9% 8% Orthostatic hypotension .... 20% - - Central nervus system diseases . 8% 3% 32% Metabolic/Drug .. 3% 4% 7% Unknown causes .. 18% 39% 13% gjarnan fram í stutta stund. Hjá tveim af þessum átta fannst æxli sem orsakaði krampann. Þessir einstaklingar voru báðir yfir fertugt og höfðu enga sérstaka aðra orsök fyrir krampa, svo sem áfengis- og lyfjaofnotkun, fyrri heilahimnubólgu eða höfuðslys. Þess má geta að einn sjúklingurinn sem hafði heilæxli var ekki greindur fyrr en við endurtekna tölvusneiðmynd tveimur mánuðum eftir að hann fékk fyrsta krampann. Það er því rétt að rannsaka þennan hóp fólks vel og endurtaka tölvusneiðmynd eftir ákveðinn tíma reynist hún vera eðlileg í byrjun. Þegar bornar eru saman orsakir yfirliða í þessari rannsókn og tveim erlendum rannsóknum (1, 2) sést að þær eru um margt svipaðar, tafla IV. Rannsókn frá Yale (2) er ferilrannsókn og nær yfir eitt ár líkt og okkar rannsókn. Rannsókn frá Boston (1) var afturvirk, einnig í eitt ár. Niðurstöður þessara þriggja rannsókna eru um margt líkar en flokkun nokkuð mismunandi. Fjöldi þeirra sem líður yfir vegna skreyjutaugarertingar er álíka mikill í öllum þremur rannsóknunum. Þá eru einnig meðtaldir þeir sem líður yfir við hægðir, þvaglát eða hósta. í erlendu rannsóknunum eru þeir ekki flokkaðir sér sem líður yfir vegna blóðþrýstingsfalls í standandi stöðu. Okkur þótti rétt að skipa þeim í sérstakan flokk vegna þess hve margir þeir eru og þessi hópur hefur viss sérkenni. í erlendu rannsóknunum eru sumir þeirra flokkaðir i skreyjutaugarhópinn eða lyfjahópinn. í rannsókn Kapoor et al. (6, 8) þar sem fall blóðþrýstings í standandi stöðu er skráð sérstaklega, er það orsök í tíunda hverjum sjúklingi. Fjöldi þeirra sem falla í yfirlið vegna hjartasjúkdóma er sá sami í öllum rannsóknunum þremur. Fjöldi yfirliða vegna sjúkdóma í miðtaugakerfi er mun meiri i Boston-rannsókninni en hinum tveimur, en þar voru allir órannsakaðir krampar flokkaðir sem yfirlið þótt orsök væri ljós. í þessari rannsókn reyndist einn sjúklingur hafa alvarlegan blóðskort, annar hafa mjög lágt natríum í blóði og hinn þriðji mjög lágan blóðsykur. Þeir 20 einstaklingar þar sem ekki tókst að finna orsök fyrir yfirliði voru allir rannsakaðir ítarlega og fylgt eftir á göngudeild. Eflaust hefur liðið yfir suma þeirra vegna skreyjutaugarertingar þrátt fyrir að þeir næðu ekki að uppfylla þau skilyrði sem sett voru fyrir þeirri greiningu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.