Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 405 þeir leituðu sér þjónustu. Fram kom, að 13,3% alls hópsins viðurkenndu óverulegan ótta samfara heimsóknum til tannlæknis. Tæp 78% karlanna svöruðu neitandi spurningu um ótta eða kvíða og fleiri eftir því sem aldur fór hækkandi. Þetta er tölfræðilega marktækt (p = 0.02). Sé þess gætt, að fleiri tannlausir en tenntir segjast alveg lausir við geig (p < 0.01), verður samband aldurs og ótta þó ekki lengur marktækt tölfræðilega (p = 0.10). Tímapantanir. Einungis 7,8% töldu erfitt að fá hentugan tíma hjá tannlækni, 88,8% álitu svo ekki vera og 3,5% létu spurningunni ósvarað. Sé spurningin athuguð eftir því hvernig menn eru tenntir verður útkoman eins og í töflu V. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á því eftir aldri, hvort mönnum þætti erfitt að fá tíma við hæfi (p = 0.29), og naumlega eftir því hvort menn voru tenntir eða tannlausir (p = 0.05). Niðurstöðurnar breyttust lítt þó að aðeins væri tekið mið af mönnum í starfi. Árvekni. Af tenntum einstaklingum kváðust 90% fylgjast með því sem við þá væri gert hjá tannlækni. Fyrir tannleysingja var talan 75%. Ekki virtist aldur hafa teljandi áhrif á árvekni manna í þessum efnum. Hvenœr leitað tannlæknis. Tafla VI sýnir á hvaða tímum þeir menn, sem vinna utan heimilis, sögðust að jafnaði fara til tannlæknis. í ljós kom, að rúm 60% kváðust fara til tannlæknis í vinnutímanum. Marktækt er tölfræðilega, hve fleiri hinna tannlausu fara alls ekki til tannlæknis (p<0.01). Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur eftir aldri. Spurningu við því hvort menn gætu fengið frí úr vinnu í þessum tilgangi svöruðu 81% játandi, 11% voru óvissir, 4% töldu það útilokað en 4% svöruðu ekki spurningunni (Tafla VII). Munur eftir aldri var ekki tölfræðilega marktækur en hins vegar var marktækt tölfræðilega, að fleiri % 25 20 15 10 5 0 Mynd 1. Reglulegar heimsóknir til tannlœknis meðan á skólagöngu stóð sýndar í hundraðshlutum eftir aldri. ■ Tenntir 52-59 60-69 70-79 Aldurshópar Mynd 2. Tími frá seinustu heimsókn tenntra einstaklinga til tannlæknis. (Einn kvaðst aldrei hafa farið til tannlœknis og einn svaraði ekki). Tafla IV. Svör við því hvort kvíði eða ótti fylgdi tannlæknisheimsóknum. Tenntir Tannlausir Alls N <*) N (V.) N 07.) Hvorki kvíði né ótti 238 (76) 163 (81) 401 (77.7) Óverulegur ótti 56 (18) 13 (6.5) 69 (13.3) Talsverður ótti. 7 (2) 1 (0.5) 8 (1.6) Mjög mikill ótti 4 (1) 4 (2) 8 (1.6) Útilokar heimsókn ... 1 (0.2) 1 (0.5) 2 (0.4) Svara ekki 9 (2.8) 19 (9.5) 28 (5.4) Samtals 315 (100) 201 (100) 516 (100) % Mynd 3. Ttmi frá seinustu heimsókn TANNLEYSINGJA til tannlæknis. (Einn kvaðst aldrei hafa leitað til tannlœknis og þrír svöruðu ekki).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.