Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.1988, Blaðsíða 28
404 LÆKNABLAÐIÐ Samband reyndist vera milli aldurs og fyrstu heimsóknar til tannlæknis og var það tölfræðilega marktækt (p< 0.001). Liðlega 60% þeirra, sem voru á sextugsaldri, þegar rannsóknin var gerð, sögðust hafa farið til tannlæknis fyrir sextán ára aldur en einungis 30% þeirra á áttræðisaldri. Hins vegar var ekki marktækt Tafla I. Aldur við fyrstu heimsókn tii tannlœknis. Hlutfallsleg skipting 516 þátttakenda. Aldurshópar 52-59 60-69 70-79 Allir °7o °7o °7o °7o I- 5 ára ............. 1,5 - 0,6 6-10 ára ................ 32,2 25,1 11,2 24,8 II- 15 ára ............. 27,8 27,2 19,0 25,6 16-20 ára ............... 16,6 20,0 36,2 22,3 21-30 ára ............... 17,1 18,0 21,6 18,4 Yfir 30 ára............... 3,9 7,2 12,0 7,0 Aldrei farið.............. 1,4 - - 0,6 Svara ekki ............... 1,0 1,0 - 0,7 Samtals 100,0 100,0 100,0 100,0 Tafla II. Hlutfall 511 þátttakenda, sem fóru I reglulegar tannlœknisheimsóknir á skólaaldri. *) Tenntir í báðum gómum voru 238, I öðrum gómi 76 og tannlausir 197. Eigi'n Eigin tennur i tennur Aldurs- hópar báðum gómum í öðrum gómi Tann- lausir Alls N (%) N (%> N m N <%> 52-59 .. .. 32 (25.0) 2 (7.4) 7 (14.9) 41 (20.3) 60-69 .. .. 5 (17.4) 6 (18.8) 7 (9.3) 28 (14.5) 70-79 . . .. 3 (12.5) 1 (5.9) 3 (4.0) 7 (6.0) Samtals 40 (21.0) 9 (11.8) 17 (8.6) 76 (14.9) *) Fimm karlar svöruðu ekki spurningunni. samband milli aldurs við fyrstu heimsókn og tannleysis í öðrum eða báðum gómum (p = 0.44). Heimsóknir. Eins og sjá má af töflu II voru heimsóknir á skólaaldri til tannlæknis fremur fátíðar. Af 511 körlum, sem svöruðu spurningunni, sögðust liðlega 14% hafa farið reglulega til tannlæknis meðan á skólagöngu stóð. Samband er á milli aldurs og reglulegra heimsókna á skólaaldri þannig, að þeir yngri hafa farið mun oftar (p = 0.02). Samband reglulegra heimsókna á þessum tíma við það hvort menn eru núna tenntir eða tannlausir er þó sterkara (p < 0.01) og verður fyrrnefnt samband ekki lengur tölfræðilega marktækt, þegar tillit hefur verið tekið til hins síðarnefnda (p = 0.14). Þannig voru tæp 83% tannleysingjar af þeim, sem ekki kváðust hafa leitað tannlæknis reglulega meðan á skólagöngu stóð. Tafla III sýnir tíma þann, sem að sögn einstaklinganna var liðinn frá seinustu heimsókn. Tæp 36% hafa ekki vitjað tannlæknis um meira en 5 ára skeið. Við nánari athugun kemur í ljós, að 29% þeirra eru tannlausir með öllu. Myndir 2 og 3 skýra þetta enn frekar. Einungis 8,5% tannleysingjanna kváðu minna en ár liðið frá seinustu heimsókn til tannlæknis og 70-77% höfðu ekki farið til tannlæknis í meira en fimm ár. Um 75% tenntra einstaklinga í yngsta hópnum sögðust hafa farið á síðustu tveim árum, en 68% hinna elstu. Kvíði, ótti. Alls svöruðu 306 tenntir einstaklingar og 182 tannlausir spurningu um ótta eða kvíða við að fara til tannlæknis. Eins og ráða má af töflu IV viðurkenndu einungis 3,6% talsverðan eða mikinn ótta eða kvíða við heimsóknir og af þeim töldu tveir einstaklingar það koma í veg fyrir, að Tafla III. Tími frá seinustu heimsókn til tannlœknis. Aldurshópar 52-59 60-69 70-79 Alls Tími frá meöferð N (°7o) N (%) N (°7o) N °7o Er í meðferð........................................ 13 (6.3) 10 (5.0) 1 (0.9) 24 (4.7) Á síðustu 6 niánuðum................................ 61 (29.7) 34 (17.4) 11 (9.4) 106 (20.5) Fyrir 6-12 mánuðum.................................. 28 (13.7) 31 (15.8) 16 (13.7) 75 (14.5) Fyrir 1-2 árum...................................... 35 (17.0) 30 (15.4) 13 (11.2) 78 (15.1) Fyrir 2-5 árum...................................... 19 (9.3) 18 (9.2) 7 (6.0) 44 (8.5) Fyrir meira en 5 árum............................... 45 (22.0) 72 (37.0) 66 (57.0) 183 (35.5) Aldrei............................................. 1 (0.5) - 1 (0.9) 2 (0.4) Svaraekki.......................................... 3 (1.5) - 1 (0.9) 4 (0.8) Samtals 205 (100) 195 (100) 116 (100) 516 (100)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.